Olís-ÓB bensín: kærðir fyrir þjófnað?

Systir mín sem búsett hefur verið í Svíþjóð um margra ára skeið er stödd hér á landi. Hún var á bíl dóttur sinnar og á leiðinni út úr bænum fyrir nokkrum dögum síðan og ákvað að fylla á bensíntankinn hjá ÓB Bensín, dótturfyrirtæki Olís. Hún notaði til þess debet kortið sitt en inni á því voru rúmlega 25 þús. kr., reiðufé sem hún þurfti að láta duga til mánaðarmóta. Hún fyllir á bílinn fyrir 3-4 þús. kr.

Þegar húm kemur til baka seint um kvöldið þá fer hún í matvörubúð til að kaupa einhverjar nauðsynjar en þá er debet korti hennar hafnað, engin heimild! Hún furðar sig að sjálfsögðu á þessu, fer inn á netbankann sinn og sér þá peningaúttekt hjá ÓB Bensín að upphæð kr. 25 þús. Hún verður alveg miður sín og hélt að hún hefði kannski gleymt að slökkva á dælunni eða eitthvað og einhverjir aðrir hefðu fyllt á tanka sína út á kortið hennar. Þá reynir hún að hringja í einhvern hjá Olís-ÓB Bensín en ekkert neyðarnúmer er hjá þeim en símsvari segir henni að skiptiborð opni kl. 8 að morgni. ob-bensin

Hún hringir á slaginu 8 morguninn eftir og fær samband við einhvern sem svarar fyrir kvartanir. Sá segir eðlilegar skýringar á þessu, því Olís taki þetta gjald af öllum sem nota debetkort ef þeir velji að fylla. Hins vegar finnist honum sjálfum þetta vera einkennileg vinnubrögð og í raun orðinn leiður á að þurfa að svara fyrir þetta, það rigni yfir hann kvörtunum, sérstaklega frá útlendingum sem eru komnir heim úr ferðalaginu frá Íslandi. Hann vísaði því máli systur minnar til yfirmanns síns, Jóns Guðmundar Ottóssonar, forstöðumanns Olís og ÓB stöðva. Hún fékk þau skilaboð frá honum að hann myndi hringja í hana. Það gerðist ekki fyrr en eftir hádegi þennan sama dag. 

 Sá ágæti maður, sem vel að merkja var kurteisin uppmáluð, sagði að þetta væri ekki Olís að kenna, heldur kortafyrirtækjunum, sem krefðust þessa. Þau tækju til sín 25 þús kr. sem tryggingagjald ef debetkort væri notað til áfyllingar. Útlendingar fengju endurgreitt að 3-4 vikum liðnum en Íslendingar fengju endurgreitt að 9 dögum liðnum! Við þetta fauk í mína manneskju og hún hótaði að fara með málið til lögfræðings en það vildi Jón Guðmundur fyrir alla muni að hún gerði ekki.

  file2616992Þá hringdi systir mín í Visa og þar komu menn af fjöllum og sögðust aldrei hafa heyrt annað eins og að þetta væri fjarri sanni. Eftir nánari athugun kom í ljós að þetta var gert að beiðni Olís. Þarna varð sem sagt ljóst að hinn kurteisi forstöðumaður Olís og ÓB stöðva laug að systur minni blákalt. Systir mín hefur notað kortið sitt til áfyllingar á bensínstöðvum bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum og aldrei lent í svona vitleysismáli áður.

Nú var systur minni nóg boðið og hafði samband við lögfræðing sem gekk hratt í málið og sendi forstöðumanninum tölvupóst. Eftirfarandi svar barst til baka:

Vísa Ísland er komið með mál vinkonu þinnar xxxxx xxxxx, gsm 857-xxxx til meðferðar, bakfærslan er föst í Reiknistofubankana en Vísa hafa umboð til að leysa þann hnút og hafa þeir sent beiðni til hennar banka í Svíþjóð til að lagfæra þetta.

Okkur þykir þetta mál mjög leiðinlegt og að  bankakerfið skuli virka svona á Íslandi vinnur klárlega ekki með okkur.

Enn er forstöðumaðurinn að kenna öðrum um en Olís-ÓB Bensín, sem sagt; "Það er allt í lagi hjá okkur en aðrir eru ekki að standa sig".

Eins og áður sagði þá var starfsmaður Olís sem tók á móti kvörtunum orðinn hundleiður á að þurfa að svara fyrir réttmætri óánægju viðskiptavina Olís-ÓB Bensín og fyrir fólk sem er farið af landi brott, að þurfa að standi í svona nokkru er auðvitað fyrir neðan allar hellur.. Ef tekið er af hverju debetkorti aukalega um 20 þús kr. þá hljóta þetta að vera umtalsverðar vaxtatekjur sem fyrirtækið "stelur" af fólki og ekki nóg með það heldur er þetta gert án þess að viðskiptavinurinn sé varaður við. Þessu er stolið í skjóli myrkurs.

Þegar systir mín nefndi við lögfræðing sinn hvort ekki væri hægt að kæra Olís fyrir þjófnað, þá sagði lögfræðingurinn að vissulega væri það hægt, en það kostaði mikla peninga og satt að segja dró lögfræðingurinn úr systur minni að standa í því.

Eftir mikla fyrirhöfn, símtöl og ferðalög á milli staða í borginni og í raun fullan vinnudag við að reyna að fá þetta leiðrétt, auk óþægindanna vegna þess að kortinu var hafnað af því innistæða reikningsins var tekin út í heimildarleysi, þá finndist mér rétt að Olís greiddi skaðabætur vegna þessa siðlausa og ólöglega athæfis. Hvað finnst ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðvitað á fyrirtækið að greiða ríflegar skaðabætur. Þarna er um að ræða svo gróft brot á viðskiptasiðferði að maður verður agndofa. Síðan er þarna um að ræða vinnutap, áhyggjur og hverskyns vandræði sem svona nokkuð skapar ævinlega. Reyndar er þetta skólabókardæmi um þá grófu viðskiptahætti þegar viðskiptavinur er kominn á vald seljandans. Og því miður eru þau fyrirtæki mörg t.d. bankar og ýmsar aðrar stofnanir sem setja sér eigin reglur og leyfa sér að innheimta nánast hvaðeina sem þeim kemur í hug til eigin ábata.

Flestir kunna og nota þá mannasiði að biðjast afsökunar ef þeim verður á í einhverju efni sem veldur öðrum tjóni eða angri. Það heyrir til undantekninga að starfsmenn opinberra stofnana biðji mig afsökunar þó ég hafi orðið að sækja rétt minn með ærinni fyrirhöfn og jafnvel kostnaði, hafi ég verið órétti beittur. Það vantar greinilega skýrar reglur eða lög um réttindi og skyldur fólks í viðskiptum á Íslandi.

Árni Gunnarsson, 29.6.2007 kl. 20:30

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Heyrðu mig nú!

Þetta er algerlega útí Hróa Hött!

Hvaða fíflagangur en nú þetta?

Skilaðu kveðju til systur þinnar frá mér og ef ég get einhvernvegin aðstoðað hana er ég boðinn og búinn til þess!

Ásgeir Rúnar Helgason, 29.6.2007 kl. 22:27

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

ATLANTSOLÍA

Brynja Hjaltadóttir, 30.6.2007 kl. 00:25

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

afsakið...ég

Brynja Hjaltadóttir, 30.6.2007 kl. 00:26

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

...kann greinilega ekki nógu vel á þessa tölvu. En það sem ég var að reyna að segja var að Atlantsolía gerir sviðaða hluti. Var með dælulykil með 10.000 kr heimild á dag og lenti í að þeir tóku það út þó ég dældi bara fyrir 3000..var mjög fúl og fékk þetta leiðrétt sama dag en hef ekki notað lykillin þar eftir þetta..eða tekið þar bensín aftur. Þeir eiga ekkert með þetta..

Brynja Hjaltadóttir, 30.6.2007 kl. 00:29

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það Ásgeir, skila því til hennar

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2007 kl. 00:59

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir hafa enga heimild til að gera þetta og eru tvímælalaust skaðabótaskyldir.  Ég lenti í svipuðu atviki og gekk bara vel að fá leiðréttingu þegar ég veifaði bara lögum um neytendamál framan í þá, en þegar ég hringdi, þá hefði ég fengið mikið meira út úr því að tala við sjálfan mig en þann sem ég ræddi við.  Vona að systir þín fái leiðréttingu mála sinna og vel það.  "Á sumrin gerast alltaf einhver ævintýri, ég get lofað ykkur því!!"

Jóhann Elíasson, 30.6.2007 kl. 08:24

8 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er ömurlegt. Olís til skammar. Sýnir að það er eitthvað bogið við þetta greiðslumiðlunarkerfi. Trúlega of lítil samkeppni, ef þeir geta leyft sér að taka taka svona út án þess að hafa til þess leyfi. Tvímælalaust lögreglumál. Einhver lögfræðingurinn ætti að taka þetta að sér sem prófmál.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 1.7.2007 kl. 12:00

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einmitt það sem mér datt í hug Sigurgeir. Það á að veita gjafsókn í svona málum því litli maðurinn er hræddur frá því að fara í mál vegna mikls kostnaðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.7.2007 kl. 14:22

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir stuðninginn, allir. Kastljós mun fjalla um þetta mál síðar í vikunni. Helgi Seljan fór í málið og komst að því að þetta er EKKI Olís að kenna og reyndar skilst mér ekki Visa heldur. Verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.7.2007 kl. 16:58

11 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Það er hræðilegt að heyra þetta, ég er búsett í Bandaríkjunum og tek alltaf bensín með debitkortinu mínu, og hef aldrei lent í svona, sem betur fer. Ég er einmitt á leiðinni til landsins, og mun ekki versla bensín eða neitt annað hjá þessu fyrirtæki, ég tek bara strætó í staðinn...

Bertha Sigmundsdóttir, 3.7.2007 kl. 15:49

12 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég veit nú hvar ég á ekki að kaupa bensínið

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 7.7.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband