Ég lenti í frekar skondnu atviki um síðustu helgi. Þýsk stúlka pantaði leigubíl í Bechtelbúðirnar við Reyðarfjörð og þegar ég mæti þá eru stúlkurnar tvær og með þeim í för er ástralskur karlmaður. Förinni er heitið á Norðfjörð, á ball með Jet Black Joe
Á leiðinni eru þremenningarnir á spjalli eins og gengur, hress og skemmtileg og eru að spyrja mig út í eitt og annað á leiðinni. Þýska stúlkan situr frammí hjá mér og hún talaði enskuna með dæmigerðum þýskum hreim, Ástralinn auðvitað með sínum ástralska hreim en hin stúlkan talar enskuna með ekta íslenskum framburði, en jafnframt talaði hún þýsku alveg gallalaust að mér heyrðist.
Sú sem talaði enskuna með íslenska hreimnum spurði hin hvort þau vissu að á Reyðarfirði sæist sólin ekki frá nóvember og fram í febrúar og daginn sem hún sæist aftur væru allsstaðar kaffi og pönnukökur og þessi partý væru kölluð sól-kaffi. Ég leiðrétti hana og sagði "sólar kaffi" og spurði hana svo á íslensku:, "þú ert íslensk, er það ekki?". "Nei", svaraði hún mér á ensku, "ég er þýsk". Ég varð steinhissa og spurði þá á ensku, "En talarðu íslensku"? Hún svaraði því til að hún kynni nokkur orð á íslensku, t.d. "góðan daginn, takk fyrir, já og nei" og þessi orð sagði hún með áberandi þýskum hreim.
Þá sagði ég henni að ég hefði næstum þorað að hengja mig upp á að hún væri íslensk, því hún talaði enskuna nákvæmlega eins og íslendingur myndi tala hana með sömu áherslum, framburði og hrynjandi. Þá hló hún við og sagðist hafa verið á Íslandi í 10 mánuði að vinna á hestabúi og þegar hún kom, talaði hún mjög litla ensku en hafði lært hana af Íslendingunum á hestabúgarðinum. Þetta þótti mér alveg stórmerkilegt, því hinn dæmigerði þýski framburður á enskri tungu er ekki sá hljómfegursti sem heyrist. Enskunámið í íslenskri sveit hafði alveg eytt þýska hljómfallinu og nú talaði hún enskuna eins og sönn íslensk heimasæta.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hreinlega afneitaði Degi
- Friðardúfur fljúga út í loftið
- Hús dagsins: Laxdalshús, Hafnarstræti 11. (230 ára í ár)
- Að þekkja sinn vitjunartíma.
- Alvöru spilling
- Er Evrópa loksins farin að snúast gegn hinu frjálsa flæði glæpa og mannssals??
- Grænlandsstjórn lítur í vestur
- Kalifornía er rekin eins og Reykjavík
- Inflúensubólusetningar og innlagnir á sjúkrahús
- Vestur.?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.