Alcoa styrkir JEA

Alcoa Fjarðaál styrkir Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi næstu þrjú árin. Samningur þess efnis var undirritaður á Egilsstöðum í gær við hátíðlega athöfn. Jasshátíðin fagnar 20 ára afmæli sínu í ár og hefur dagskráin aldrei verið glæsilegri

Enn og aftur sýnir Alcoa Fjarðaál hug sinn í verki gagnvart samfélaginu á Austurlandi og sannar hvílíkur hvalreki fyrirtækið er á mörgum sviðum atvinnu og mannlífs hér eystra. Skemmst er að minnast samningsins sem Alcoa gerði um fyrsta atvinnuslökkvilið á Austurlandi, í Fjarðabyggð. Eflaust túlka þetta einhverjir á þann veg að með þessu sé Alcoa að reyna að kaupa fólk, sér  til stuðnings en þeir hafa ekki þurft þess hingað til, hér hafa þeir verið velkomnir frá upphafi.

jass%20og%20alcoa

Samningurinn var undirritaður af þeim Jóni Hilmari Kárasyni, framkvæmdastjóra Jasshátíðar Egilsstaða á Austurlandi og Ruth Elfarsdóttur, framkvæmdastjóra fjármála hjá Alcoa – Fjarðaáli, í kaffihúsi KHB á Egilsstöðum.  Jón Hilmar sagði að samningur sem þessi væri hátíðinni mikill styrkur og lýsti mikilli ánægju með hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband