17. júní
Nú var kominn tími til að kveðja Krakow. Lestin okkar til Varsjár átti að fara á hádegi en við vildum vera tímanlega í því og leigubílarnir voru mættir á hótelið okkar 10.45. Raða þurfti vel í bílana svo allt kæmist með. Hildur gætti töskunnar með pólska kristalnum sem sjáaldurs augna sinna. Ekki einu sinni Þóroddur fékk að halda á henni
Beðið eftir lestinni umkringd töskum. Skilaboð í símanum?
Þægilegur 6 manna reyklaus.... og áfengislaus klefi! Mér skilst að áfengisneysla sé bönnuð í pólskum lestum, a.m.k. í þessari. Leiðin er 292 km. og ferðin tók 2 klt. 45 mín. Gant í Viðari, eins og einn félagi minn til sjós í gamla daga hefði orðað það ef einhver var að gantast. Sá var nýyrðasmiður, svona óvart
Komin til Varsjár. Þóroddur virðir fyrir sér turnana tvo. Gamli og nýi tíminn kallast á.
Leigubíllinn sem við tókum á aðaljárnbrautarstöðinni í Varsjá til Chopin flugvallar var vel tækjum búinn. Grái kassinn fremst er vifta, loftkælingin í bílnum
Komið til Chopin flugvallar.
Við fengum samskonar 82ja sæta hraðskreiða sportþotu til Kaupmannahafnar og við fengum frá Varsjá til Krakow. Frábært að ferðast í svoleiðis fararskjóta, rúmt um fætur og hægt að halla sætum mikið aftur, og flugið tók ekki nema um klukkutíma. Það kom okkur á óvart að við fengum mat og drykk um borð, á ekki lengri flugleið og allt í boði "hússins".
Í Kaupmannahöfn létum við fara vel um okkur í tvo daga. Reyndar byrjaði það ekki vel því vopnað rán var framið í lobbíinu á hótelinu okkar rétt eftir að fórum á kvöldgöngu, eftir að við tékkuðum okkur inn. Þegar við komum til baka 2-3 tímum síðar var gulur lögregluborði vafin um afgreiðsluborðið og lögreglumenn að yfirheyra afgreiðslustúlkuna sem tók okkur með brosi á vör stuttu áður. Nú var hún ein taugahrúga með tárin í augunum.
Vettvangur glæpsins daginn eftir. Ég spurði afgreiðslukonuna (ekki sú sama og kvöldið áður) um atburði gærkvöldsins, en hún vildi sem minnst úr þeim gera, sagði að þetta hefði ekki verið neitt, engin slasast og engu rænt. Þegar ég tók þessa mynd seinna um daginn þá spurði konan mig með rannsakandi augnaráði hvers vegna ég væri að taka mynd. Ég yppti öxlum og sagðist vera að fara daginn eftir, þetta væri bara svona að gamni. "Ok", sagði hún og hélt áfram að grúska í pappírum, en gjóaði á mig auga öðru hvoru
Aðalheiður hafði ekki verið í Köben áður og hún fór að sjálfsögðu í Tívolí með manni sínum og Hildi og Þóroddi og fleiri lögboðna heimsóknarstaði en við Ásta lágum að mestu í leti en löbbuðum þó nokkrum sinnum um Strikið. Þar fundum við stóra sérverslun með geisladiska og DvD myndir, FONA.
Í tölvuleikjadeildinni í FONA. Stórútsala var í versluninni og gríðarlegt úrval. Þarna voru t.d. fleiri hundruð titlar af DvD myndum, margar tiltölulega nýjar, á 49.90 dkr. eða um 550 ísl. kr. Af hverju er þetta svona dýrt á Íslandi? Nýjar myndir í Póllandi voru á um 1.500 ísl.kr. Fann þar m.a.s. myndir með ísl. texta.
19. júní
Lent á Egilsstaðir Lufthavn. Frábærri ferð lokið og alltaf er yndislegt að koma aftur á klakann.
Þá er þessari ferðasögu lokið. Ég vona að þið hafið haft gaman að þessu bloggi, ég hafði það a.m.k. Nú get ég tekið aftur til við að blogga um dægurþrasið hérna heima
Flokkur: Bloggar | 27.6.2007 (breytt 28.6.2007 kl. 15:39) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Næmari ónæmiskerfi í boði stjórnvalda
- Fáviska borgarstjóra
- Maður eða mús?
- Bæn dagsins...
- Skyggnst um á liðinni öld
- Nei takk! Karlmenn, sem skilgreina sig sem konur, töpuðu fyrir kvenkyninu
- Dagur gegn Kristrúnu
- Finnst mér Rembrandt leynast víða, ljóð frá 8. febrúar 1988
- Hreinlega afneitaði Degi
- Hús dagsins: Laxdalshús, Hafnarstræti 11. (230 ára í ár)
Athugasemdir
Gaman að skoða ferðasöguna..hefur greinilega verið frábær ferð.
Brynja Hjaltadóttir, 27.6.2007 kl. 23:25
Sæll Gunnar og skoðanabróðir.
Takk fyrir hanskaupptökuna á síðu Sóleyjar súru Tómasdóttur - þar birtast mínar athugasemdir ei meir sé ég ...þó ég hafi nú ekkert verið dónaleg!
En jæja...Sóley litla á ýmislegt ólært og kannski kveikir hún á því þó síðar verði.
Gangi þér vel í báráttunni gegn heimsku heimsins - Húrra!
Lafði Lokkaprúð, 27.6.2007 kl. 23:41
Takk G.Th.G. Eg hafdi mjog gaman ad ferdasogunni .....en er bara spennt fyrir hvad thu bendir mer i "forgangsrod" thegar eg fer til Pollands???
Bestu kvedjur, E.
Edda (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.