16. júní
Við Ásta sváfum svolítið lengur þennan morgunn, við höfðum gott af því. Svo eftir morgunnverðinn þá löbbuðum við niður í bæ frá hótelinu okkar í fyrsta skiptið því við höfðum alltaf tekið leigubíl fram að þessu. Rúmlega hálftíma gangur var niður á gamla markaðstorgið, þar sem allt var að gerast.
Við þvergötuna fyrir framan hótelið okkar. Hver segir að veggjakrot getir ekki verið til prýði?
Mikið var um dýrðir í gamla bænum þennan laugardag. Risatónleikar með frægum pólskum listamönnum til styrktar langveikum börnum. Lincoln limmósína með brúðhjón úr kirkjunni stóru við eitt horn gamla markaðstorgsins. Margar hjónavígslur fóru fram þarna þennan dag. Við hittum Íslendinga daginn áður í miðbænum sem voru að fara í brúðkaup í bænum. Kannski eru íslensk brúðhjón þarna á ferð.
Í tíu mínútna göngufæri frá gamla bænum er þessi risa verslunarmiðstöð, Galleria Krakowska, sú stærsta sem ég hef komið í á ævinni. Ef ég man rétt eru þarna um 200 verslanir og þjónustufyrirtæki. Kannski eru það fordómar í mér en ég átti ekki von á öllu svona flottu, nýtískulegu og snyrtilegu í Póllandi. Gríðarlegt vöruúrval af öllu því nýjasta og verðið í flestum tilfellum hlægilegt. Á myndunum sést um helmingur verslunarmiðstöðvarinnar. P.s. Ég fékk ábendingu frá ferðafélaga að verslanirnar í þessu molli eru um 270!
Innandyra. Loftkælingin var mjög góða þarna svo ég lét til leiðast að vera þarna lengur en í hálftíma . Við kallarnir vorum ítrekað gerðir að "plastpokamönnum" í leiðöngrunum í þessi musteri. "Við eltum þær á röndum, með poka í höndum, langt útí löndum"
Inni í nýja tímanum, gamli tíminn fyrir utan.
Um kvöldið hittumst við öll og fórum á ítalskan veitingastað sem stelpurnar höfðu "spottað" kvöldið áður við gamla markaðstorgið og því pöntuðum við okkur borð þar innandyra fyrir laugardagskvöldið. Mjög flottur staður og hvað er betra en pítsa á ekta ítölskum? Heppilegt að við pöntuðum borð innandyra því þetta var kaldasti dagurinn í ferðinni, ekki nema 22 gráður um daginn og fór niður í 16 um kvöldið. Daginn áður var langhlýjasti dagurinn, 37 stig!
Ásta og Aðalheiður alsælar með eftirréttinn.
Flokkur: Bloggar | 26.6.2007 (breytt 28.6.2007 kl. 15:14) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 946121
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Liggjandi, sitjandi og standandi forsetar og standandi lófaklöpp
- Hin algjöra vanhæfni.
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta málma á Grænlandi! Vandinn við málmvinnslu á Grænlandi, afar hár stofnkostnaður og rekstrarkostnaður!
- Herratíska : Hálsbindi við hversdagsklæðnað í sumarið 2025
- -gildismat-
- Næmari ónæmiskerfi í boði stjórnvalda
- Fáviska borgarstjóra
- Maður eða mús?
- Bæn dagsins...
Athugasemdir
Flottar myndir
Ragnar Bjarnason, 26.6.2007 kl. 21:33
Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Enn einu sinni fellur maður í stafi yfir myndunum.
Jóhann Elíasson, 27.6.2007 kl. 07:07
Takk fyrir kommentin. Ég er nú ekki með merkilega myndavél við þetta. 3,2 megapix og svo set ég þær inn í mjög lítilli upplausn til að þyngja síðuna ekki og mikið og spara pláss.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.6.2007 kl. 15:11
Ég var alveg viss um að þú værir búinn að læra eitthvað í ljósmyndun. Það er alveg greinilegt að þú gerir hlutina af miklum metnaði.
Jóhann Elíasson, 28.6.2007 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.