14. júní
Upp var runninn síðasti dagurinn í Krakow 23ja af 29 manna hópnum okkar. Hópurinn sem var að fara þurfti að vera mættur á brautarstöðina í síðasta lagi kl. 11.30 svo dagurinn var tekinn snemma að venju og rútan var mætt hjá okkur kl. 8.00. Nú skyldi skoða Wawel kastala. Á myndinni eru Þóroddur, Valli og Hildur fyrir utan hótelið okkar að bíða eftir rútunni.
Hér eru uppl. um kastalann af netinu.
During the reign of Casimir the Restorer (1034-1058) Wawel became a significant political and administrative centre for the Polish State. Casimirs son, Boleslas the Bold (1058-1079) began the construction of a second Romanesque cathedral, which was finished by Boleslas the Wrymouth (1102-1138). In his last will of 1138, this prince divided Poland into districts, and provided that Cracow was to be the residence of the senior prince. In 1291 the city of Cracow along with Wawel Hill temporarily fell under the Czech rule, and Wenceslas II from the Premysl dynasty was crowned King of Poland in Wawel cathedral.
Ekki mátti taka myndir inni í kirkjunni í kastalanum. Jóhannes Páll Páfi var biskup í Krakow og þjónaði í kirkju Wawel kastala áður en hann fór til Rómar. Svawek kunni öllu þarna góð skil og einhverjir túristar fylgdu okkur eftir og fengu frían leiðsögumann .
Nú var komið að kveðjustund við hina 23 heimferðinga, ásamt Swavek og syni hans Carol. Við hin 6 sem framlengdum ferðina um 5 daga fylgdum hópnum á brautarstöðina rétt fyrir hádegi. Það var skrítin tilfining að kveðja þau þarna því hópurinn var samheldinn og skemmtilegur. Það sem eftir var dagsins fannst manni eitthvað vanta en svo áttuðum við okkur auðvitað á því að það var bara mjög gott að vera laus við helv. pakkið
6 eftir. Alla, Viðar Júlí, Hildur, Þóroddur og Ásta. Ferðin hafði fram að þessu verið þaulskipulögð, mikið skoðað og þvælst frá morgni til kvölds, en nú tók við öðruvísi ferðalag. Meira frjálsræði og afslöppun. Meira búðarráp og veitingahúsarölt.
Gamli bærin, "The Old Market Place". Þarna vorum við öll kvöld þessa 3 aukadaga í Krakow. Inni í þessu húsi var markaður eins og margir kannast við frá Spáni. Óteljandi básar með allskonar dóti, skartgripir, kristalvörur og mynjagripir. Húsið stendur í miðju risastórs torgs og magnað úrval veitingahúsa allan hringinn.
Þóroddur að æfa sig í kvöldmyndatöku. Hildur horfir spennt á eiginmanninn.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 945813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- I Want to Break Free - Óvæntir tónleikar í N-Kóreu.
- Vika í kosningaveðrið
- AÐ SJÁLFSÖGÐU MÁ LEIGJANDINN BORGA LEIGUNA MEÐ REIÐUFÉ...........
- COP29
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Rödd friðar þarf að hljóma skærar
- Svo bregðast krosstré
- Hvað myndi ég kjósa?
- Bera þarf virðingu fyrir duttlungum eldvirkninnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.