Skólaheimsókn og rósagarður

11. júní

Fyrripartur mánudagsins fór í skólaheimsókn kennara og starfsfólks Grunnsk. Reyðarfj.

080

Flestir makanna sváfu aðeins lengur og hérna eru f.v. Gústi, Maggi, Valli og Nonni í anddyri hótelsins að bíða eftir að "skólafólkið" kæmi til baka með einkarútunni okkar. Þegar þau komu var farið í útsýnistúr með rútunni.

088 

Hitinn var ennþá um 30 stig en rútan okkar var ný og með góða loftkælingu sem betur fer. Mikið er um stóra almenningsgarða í Stettin og mannlíf og allskonar uppákomur eru algengir viðburðir.

100

Ákveðið var að koma við í landbúnaðarháskóla og skoða þar rósagarð. Við háskólann er þetta risa svið með áhorfendasvæði fyrir 5 þús. manns. Þá varð einhverjum að orði; "Kannski 5 þús. Pólverja en ekki nema 3 þús. Íslendinga"Happy. Tifellið er nefnilega að leitun er að feitlögnum Pólverjum, sérstaklega meðal kvenfólksins, allar grannar og nettar. Merkilegt í ljósi þess að mataræðið virðist ekkert tiltakanlega holt, mikið af pulsum og bjúgum og annarri unninni matvöru var að sjá í kjötborðum matvöruverslana.

102104

Við Þóroddur Helgason, fulltrúar kirkjukórs Reyðarfjarðar í hópnum tókum lagið á sviðinu og sungum Ó blessuð sértu sumarsól. Fagnaðarlætin ætluðu aldrei að byrja LoL

112

Gríðarlegur tegundafjöldi rósa var þarna. Lotta, Svawek og Þóroddur myndar.

113

Ingrid Bergman

115

Chopin. Pólverjar halda merki höfuð tónskálds sín Fredrik Chopin hátt á lofti, það sáum við víða. Ásta stóðst ekki mátið, mmmmm góð lykt.

120

Götumynd í Stettin. Svawek sagði okkur að gamli bærinn hefði verið hannaður að fyrirmynd Parísar, þar sem strætin sameinuðust í stóru torgi.

124125

 

 

 

 

 

 

Eftir skoðunartúrinn fórum við hjónakornin í verslunarmiðstöðina við hliðina á hótelinu og fengum okkur grískan skyndibita. Við erum greinilega ekkert ósátt við það Grin

122033

 

 

 

 

 

 

Miðjan í mollinu innan og utanfrá. Hægri myndin er tekin úr kaffiperluturninum. Allt er þetta á sama blettinum við hótelið okkar. Verslunarmiðstöðin er nýtískuleg og vöruúrval er mjög gott og ekki spillir verðið fyrir. Verð á fötum er t.d. 50-150% ódýrara en á Íslandi.

129

Um kvöldið fórum við þrenn hjón, ég og Ásta, Glúmur og Lotta og Bryngeir og Inga Lára út að borða á hreint frábærum stað, Park Hotel. Risastór almenningsgarður er steinsnar frá hótelinu okkar og í honum miðjum er þetta glæsilega litla lúxushótel. Ég væri alveg til í að fara aftur til Stettin bara til að gista á þessu hóteli. Það er auðvitað í dýrari kantinum á pólskan mælikvarða, en á íslenskan mælikvarða er það ekki svo dýrt. Þarna erum við að nálgast þetta himnaríki bakhliðarmegin.  HÉR er heimasíða hótelsins. Aðeins er rúmlega 100 km. keyrsla frá Berlín til Stettin, því ekki að skella sér í dekurferð?

132

Við ákváðum að borða utandyra því það var ennþá 27 stiga hiti og komumst svo að því eftirá að fyrir það fengum við 30% afslátt. Innandyra er alveg geggjað.

135

Bryngeir íþróttakennari, Glúmur íslensku og sögukennari og Lotta leikskólakennari. Diskur og hendur Ingu Láru bókasafnsfræðingi hjá Alcoa til vinstri Smile

134

Við Ásta fengum okkur sallad sem Pólverjar eru snillingar í. Allur matur þarna er reyndar virkilega góður og vandaður. Snyrtimennska allstaðar til fyrirmyndar, jafnt á strætum og torgum, hótelum og veitingastöðum.

139140

 

 

 

 

 

 

Við löbbuðum inn í hótelið til að skoða. Þjónninn sem var mjög elegans fylgdi okkur um veitingasalina, greinilega stoltur af vinnustað sínum. Þegar við sáum þetta glæsilega fiskabúr, spurði ég þjóninn hvort fiskarnir væru á matseðlinum. Þá skellihló hann og sagði svo ekki vera, en hugmyndin er ágæt sagði hann glettinn á svip.

141138

 

 

 

 

 

 

Virðuleiki

144145

 

 

 

 

 

 

Þegar við komum til baka á hótelið okkar sat þar hluti hópsins á spjalli og allir fóru svo sælir til svefns

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband