10. júní
Sunnudagurinn rann upp bjartur, fagur og hlýr. Slawek Gorski, okkar maður í Póllandi var mættur á hótelið okkar upp úr kl 9 og nú skyldi kastali borgarinnar skoðaður. Haldið var fótgangandi af stað eftir morgunverðinn út í veðurblíðuna. Svawek, eins og nafn hans er borið fram, er menntaður guðfræðingur ásamt í einhverju fleiru sem ég man ekki í svipinn, er hafsjór af sögulegum fróðleik og hann var afar duglegur að deila þeim fróðleik með okkur. Þarna er saga í hverju skrefi og ómetanlegt að hafa slíkan leiðsögumann.
Svawek varð tíðrætt um kommúnistatímann í Póllandi og fljótlega eftir að við lögðum af stað frá hótelinu komum við að Solidarnostorgi, sem hét auðvitað eitthvað allt annað í valdatíð kommúnista. Reyndar sagði Svawek okkur að ýmis stræti og torg í Póllandi bæru nöfn sín að meðaltali í 20 ár síðan 1945. Fyrir tíma kommúnista hét torgið einhverju Pólsku nafni en eftir stríð hér það Stalín-torgið. Svo þegar Stalín dó hét það Friðartorgið og að lokum eftir 1989 var það kennt við pólska verkalýðsfélagið Samstöðu sem Lech Walesa stóð í fararbroddi fyrir. Árið 1970 höfðu orðið þarna mótmæli og átök og var herinn kallaður til sem hóf að skjóta handahófskennt á mótmælendur með þeim afleiðingum að 16 manns lágu í valnum. Flest fólk liðlega tvítugt að aldri, þar af tveir 16 ára unglingar. Á myndinni vinstramegin er líkneskið "Engillinn" til minningar um atburðinn og á hægri myndinni er minningarskjöldurinn með nöfnum og aldri fórnarlambanna.
Elsta kirkjan í Stettin er hér til vinstri, um 900 ára gömul. Að sögn Svaweks hafa Pólverjar verið mjög umburðarlindir í gegnum aldirnar gagnvart hverskyns trúarbrögðum og hópum og hafa margir fundið skjól í landinu þó opinber trúrækni hafi ekki verið litin sérlega hýru auga þegar landið var undir hæl Rússa. Meirihluti landsmanna er kaþólskur. Kirkjan er í horninu á Solidarnostorginu og kastalinn sem ferðinni var heitið til, hinu megin við götuna. Allt í þægilegu göngufæri við hótelið okkar, Hotel Neptune sem er staðsett í hjarta borgarinnar.
Hér er líkan af kastalanum í anddyri hans, besta myndin sem ég náði af honum
Fyrir utan merkilega sögu kastalans sem hýst hefur marga konunga, m.a. Svíakonung um miðja 17. öld, þá fannst mér turninn vinstra megin á myndinni merkilegastur, en í honum er 70 kg. pendúll sem hangir í 28,5 m. löngum vír. Pendúlinn hannaði franskur eðlisfræðingur árið 1851 og er hann talin einstök sjónræn sönnun þess að jörðin snúist um möndul sinn. Torg er í miðju kastalans. Þar er einnig stórt og mikið svið þar sem listamenn af ýmsu tagi koma fram daglega. Krakkar í þjóðbúningum voru að dansa þar þegar við komum.
Pendúllinn góði, ofan frá og niðri.
Fróðleikur um pendúlinn.
Útsýni úr kastalaturninum. Næst er gamla kirkjan og fjær fyrir ofan kirkjuna er annar og nútímalegri turn, en upp í topp á honum fórum við og fengum okkur kaffi á veitingastaðnum sem þar er, að loknum göngutúrnum. Svona "Perla" þeirra Stettin-búa.
Kaffiperlan okkar. Magnaðar byggingar þarna
Um kvöldið fór hópurinn út að borða með Svawek og fjölskyldu hans. Svawek vildi endilega að við prófuðum dæmigerðan pólskan mat og valdi til þess skemmtilegan veitingastað í 10 mínútna göngufæri frá hótelinu.
Hópurinn sestur að borði.
Vandvirknin skín úr andlitum Nonna og Öllu. Svínakjöt að hætti Pólverja.
Svawek leystur út með gjöfum. Silfurberg úr Helgustaðanámu í Reyðarfirði með íslenska fánanum og íslenskt brennivín.
Nonni að sýna börnum Svaweks fingragaldra, móðirin hefur "þriðja augað" á þeim Carol, Simon, Svawek, Weronika og Viola.
Hópurinn myndaður að máltíð lokinni. Það var nóg að gera hjá ljósmyndaranum
Að loknum vel heppnuðum degi og kvöldmáltíð fóru sumir á pöbbarölt, eða bara rölt. Aðrir héldu heim á hótel að hvíla lúin bein. Yndislegur dagur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Eitt glæsilegasta afrek Bjarna Benediktssonar var að leyfa hvalveiðar að nýju
- Hafa aðeins þurft að beita pennanum
- Forræðishyggjan
- Gleymdir stórviðburðir og maki með gervigreind ...
- Leitilausi hitinn - og fleira (endurtekið) efni
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Hver eitraði fyrir gæsunum í áróðurskyni
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.