Komum til Köben frá Póllandi í gærkvöldi. Í Póllandi hefur verið 25-37 stiga hiti og Krakow er hreint frábær borg. Skrifa um hana síðar. En hér í kóngsins Köbenhavn er ekki nema 20 stiga hiti svo það eru dálítil viðbrigði. Kannski ágætt að trappa sig niður fyrir heimferðina á morgun.
Við sexmenningarnir sem framlengdum Póllandsferðina fórum á röltið í gærkvöldi eftir ferðalagið frá Warsjá hingað og komum til baka á hótelið okkar, um miðnættið. Þetta er fínasta hótel, nýuppgert og reyndar ennþá í uppfærslu, í hliðargötu út frá Istedgade . Þegar við komum inn í lobbíið voru þar lögreglumenn og búið að strengja gulan borða utanum afgreiðsluborðið. Rannsóknarlögreglumenn voru að yfirheyra stelpuna í lobbíinu sem tók á móti okkur 3 klt áður með bros á vör en var nú ein taugahrúga með tárin í augunum. Það hafði nefnilega verið framið vopnað rán í lobbíinu okkar rétt á meðan við skruppum í kvöldgönguna. Við þökkuðum okkar sæla að hafa ekki álpast í flasið á þessum ræningja þarna. Þegar við fórum í morgunverðinn í morgunn spurði ég afgreiðslukonu í hótelinu nánar um ránið en hún vildi sem minnst gera úr þessu, greinilega fyrirmæli frá yfirboðurum sínum.
Hilsen í bili...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ræningjarnir voru heppnir að rekast ekki á ykkur íslensku víkingana sem hefðu tæklað þá á staðnum..
Brynja Hjaltadóttir, 18.6.2007 kl. 21:25
Ég kann trix ! Maður segir bara "Stikk em up"
Anna Einarsdóttir, 18.6.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.