Sigurður Arnalds talsmaður Kárahnjúkavirkjunar segir ástæðu seinkunar við gerð aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar eingöngu vera erfiðar jarðfræðilegar aðstæður við borun ganganna. Hann segir allt tal um ábyrgð Impregilo á hluta seinkunnarinnar vera gróusöguumræðu. Þá sé samstarf Alcoa og Landsvirkjunar ákaflega gott og enginn áhugi sé á að ræða um kostnað eða hugsanlegar skaðabætur Landsvirkjunar vegna seinkunarinnar.
Ómar Ragnarsson er duglegur að mála skrattann á vegginn þegar Kárahnjúkavirkjun er annarsvegar. Á bloggsíðu sinni vitnar hann í egin bók "Kárahnjúkar, með og á móti" og segir:
"Afhendingu rafmagns Kárahnjúkavirkjunar seinkar meira en talsmenn Landsvirkjunar hafa sagt fram að þessu." Þetta er pen lýsing í útvarpsfrétt á þeim blekkingarleik sem viðhafður hefur verið til að fela fyrir þjóðinni hvers eðlis þessi endemis virkjun er og helst að láta sem minnst af því leka út fyrir kosningar. Upplýsingarnar um töfina eru hins vegar ekki endanleg sannindi um málið því að löng þrautaganga er framundan fyrir þá sem reyna eins lengi og unnt er að neita að horfast í augu við hinn bitra sannleika sem á eftir koma í ljós. Öllu þessu var spáð í bókinni "Kárahnjúkar - með og á móti" fyrir þremur árum og meira mun á eftir koma.
Það er spurning hvort Ómar og fleiri andstæðingar virkjunarinnar verði fyrir vonbrigðum ef Alcoa krefst ekki skaðabóta, eins og þeir hafa rétt á, ef um seinkunn á afhendingu raforkunnar verður að ræða.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 945816
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.