Verður VG alltaf óánægjubandalag?

Ég hef verið að skoða bloggsíður nýrra bandamanna okkar íhaldsmanna, Samfylkingarfólks. Þar herja V-Grænir á þeim af mikilli grimmd og rukka þá um Fagra Ísland. Það er nú ekki farið að örla á neinum framkvæmdum þessarar ríkisstjórnar en samt kraumar í kommunum bræðin yfir afglöpum Samfó. Ég fer að vorkenna Samfylkingarfólki eins og ég vorkenndi Framsóknarmönnum á síðasta kjörtímabili, að þurfa að hafa þennan söng yfir sér . Þetta er eins og suð í þreytandi krakka eða manísk ólund í gamlamenni.

Fólk sem hefur aðhillst tilteknar virkjunarframkvæmdir og stóriðju er kallað stóriðjusinnar og látið að því liggja að það vilji virkja allt sem rennur en það er auðvitað mikill misskilningur. A.m.k. þekki ég engan með slíkar skoðanir en margir vilja nýta orkuna í landinu á skynsamlegan hátt. Ágreiningur getur skapast um hvað ber að vernda og hvað ekki. VG er á móti öllu og verða þ.a.l. alltaf óánægðir, þannig að við hin verðum að leysa þau ágreiningsefni í rólegheitum, sem upp kunna að koma í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband