Ferming og söngur

Ég syng í kirkjukór Reyðarfjarðar, en það hefur verið frekar erfitt fyrir mig að syngja í messum undanfarin misseri vegna vinnunar. Ég hef þó reynt að mæta þegar sérstök tilefni eru s.s. jól og páskar, brúðkaup og jarðarfarir og núna í morgunn var ferming. Messan byrjaði kl. 10.30 en við mættum kl. 9 til þess að renna yfir messusvör og sálma og til að mýkja röddina aðeins. Með okkur var 17 ára gömul stúlka, Ragna Jara Rúnarsdóttir sem söng einsöngslag með kórnum. Stúlkan sú syngur alveg eins og engill og ég áttí fullt í fangi með að einbeita mér að eigin söng með kórnum. Ég fékk gæsahúð við að hlusta á hana. Einnig söng hún nokkur lög við altarisgönguna, blíðum rómi.

Mér var dempt í það að syngja tvö sóló vers í gospellagi með kórnum, átti nú ekki von á því þegar ég mætti í morgunn rámur og nánast ósofinn en ég slapp skammlaust frá því...held ég Blush. Ég neita því ekki að hjartað sló örar af stressi að syngja þetta eftir tvö rennsli á æfingunni í morgunn en ég bjó að því að hafa sungið þetta fyrir ári síðan af sama tilefni. Merkilegt hvað svona lagað tollir í manni án þess að hafa hugmynd um það Shocking

 

Kirkjan á Reyðarfirði er næstum 100 ára gömul, byggð 1911 minnir mig. ferming05 004Kirkjuloftið er lítið og kósí og hljómurinn þaðan út í kirkjuna er magnaður. Á myndinni er Eyrún dóttir mín að spila á klarinett í fermingarmessu 14 ára gömul, með organistanum, kórstjóranum okkar og skólastjóra tónlistarskólans, Gillian Haworth sem búið hefur á Reyðarfirði í 16 ár. Gillian, eða Dilly eins og hún er kölluð, var mikill hvalreki (hún er samt grönn og nett Grin)  fyrir tónlistarlíf í Fjarðabyggð og reyndar Austurland allt og þó víðar væri leitað, er hún flutti hingað frá heimalandi sínu Englandi. Hún er óbóleikari með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og er nýlega búin að fara í áheyrnarpróf hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem hún stóð sig með prýði og er því orðin vara-óbóleikari með þeirri frábæru hljómsveit.

Safnaðarheimili var byggt við kirkjuna fyrir rúmum áratug sem hefur nýst ágætlega í margskonar menningarlegum tilgangi. Þar er m.a. æfingaaðstaða kirkjukórsins. Hér fyrir neðan er vatnslitamynd af kirkjunni og safnaðarheimilinu.

forlist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband