Það er nóg að gera hjá Þorsteini Siglaugssyndi rekstrarhagfræðingi við að reikna út fyrir Náttúrverndarsamtök Íslands. Nú reiknar hann út fyrir þau svo almenningir megi sjá hvað hvalveiðar eru mikið glapræði. Ég vil byrja á að taka það fram að ég hef ekkert skoðað þessa útreikninga Þorsteins en það virðist blasa við að ekki geti verið um hagnað að ræða af hvalveiðum í núverandi mynd. En ég treysti einkafyrirtæki í þessum geira til þess að "skanna" möguleikana í stöðunni og er sannarlega fylgjandi því að þessi auðlind sé nýtt ef það er arðbært. En einnig þarf að taka tillit til hugsanlegs skaða sem hvalveiðar gætu valdi öðrum útflutningsgreinum. Það er löngu afsannað að ferðaiðnaðurinn í heild beri skaða ef þessu.
En í ljósi fyrri afreka Þorsteins fyrir Náttúruverndarsamtökin þá hljóta að vakna efasemdarraddir um hæfi mannsins til umfjöllunar af þessu tagi, þrátt fyrir þann titil sem hann skreytir sig með. Mikla athygli vakti skýrsla Þorsteins um arðsemi Kárahnjúkaverkefnisins árið 2001 sem hann gerði fyrir Náttúruverndarsamtökin. Andstæðingar framkvæmdanna flögguðu skýrslunni sigri hrósandi í nokkrar vikur, eða þar til skýrslan var hrakin sem bull og vitleysa. Þá hvarf hún í nokkur ár en var svo flaggað aftur af einum frambjóðanda VG, Andreu Ólafsdóttur, í aðdraganda kosninganna í vor.
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og lektor í Háskóla Íslands sagði m.a. um skýrslu Þorsteins: "... nýjar forsendur Þorsteins séu einkennilegar og að svo virðist hann ,,breyti forsendum eftir þörfum, til þess eins að fá óhagkvæma niðurstöðu. Einnig sagði Guðmundur; "....Kárahnjúkavirkjun sé einhver arðsamasti virkjunarkostur sem Íslendingum býðst. Virkjunin vegi margfaldlega upp hugsanlegar tapaðar tekjur á sviði ferðamennsku og útivistar". Guðmundur gagnrýnir niðustöður Þorsteins Siglaugssonar, rekstarhagfræðings harðlega og segir að vegna þess að hann sé að vinna fyrir Náttúruverndarsamtök gefi hann sér forsendur eftir þörfum. Hann hafi gefið sér í fyrstu útreikningum að verð á raforku myndi lækka um 1% á ári í 60 ár. Og síðan breytir hann forsendum þar sem að framleiðslumagnið er aukið og kostnaður er lækkaður, sennilega samkvæmt ábendingum Landsvirkjunar. Og til þess að missa nú ekki virkjunina upp í arðsemi þá einfaldlega lætur hann raforkuna lækka um 2% á ári í 60 ár til þess að halda henni kyrfilega neðan við strikið. Ég held að þetta flokkist nú bara undir það að gefa sér forsendur eftir þörfum.
Í annari grein eftir Guðmund Ólafsson sem sjá má HÉR segir, segir Guðmundur m.a.
Náttúruverndarsamtök Íslands keyptu skýrslu sem byggir á þessari aðferðafræði af Þorsteini Siglaugssyni. Hann velur greinilega forsendur við hæfi viðskiptavina sinna.
750 milljónum varið í verkefni tengd hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 25.5.2007 (breytt 26.5.2007 kl. 01:29) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stjórnmálaleiðtogar ydda blýanta fyrir komandi friðarviðræður
- Álfabakkahúsið er minnisvarði
- Væri fólkið á Sauðárkróki opið fyrir því að hitta 100% mennska gesti frá öðrum stjörnukerfum Y/N?
- Munu heilbrigðisstarfsmenn stíga fram (á aldrei von á kennurum, sem sýnir aumingjagang stéttarinnar)
- Róm þá, Ísland nú?
- Hvað eru landsmenn og þeirra fyrirtæki að kalla á mikla RAFMAGNS-ORKU í dag og hver mun verða þörfin inn í framtíðina?
- Heimsbyggð á leið í þrot.
- Pólitískt mjög dýr fórnarkostnaður Framsóknar við borgarstjórastól Einars
- Kristrún, Dagur og staða Þórðar Snæs
- Er verið að eyðileggja borgina?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.