Á Vísindavefnum segir m.a. eftirfarandi:
"Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?
Í stuttu máli þá mun seinkun klukkunnar á Íslandi ekki fjölga birtustundum sem falla á venjulegan vökutíma, heldur fækka þeim.
Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma. Áhrifin yrðu þau að í Reykjavík mundi dimmum stundum á vökutíma, miðað við að sá tími sé frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, fjölga um 131 stund á ári. Ef miðað er við að vökutími sé kl. 8-24 yrði fjölgun dimmra stunda á vökutíma hins vegar 190 stundir á ári. Seinkun klukkunnar hefði þau áhrif að bjartara yrði á morgnana þegar börn fara í skóla og menn til vinnu. Þetta er tvímælalaust sterkasta röksemd þeirra sem vilja fara þessa leið. Á hinn bóginn eru bjartari morgnar keyptir því verði að fyrr dimmir síðdegis þegar umferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn getur greint á um það hvort þeir kjósi fremur bjartari morgna eða bjartara síðdegi. En umferðarþunginn bendir til þess að menn nýti almennt síðdegið fremur en morgnana til að sinna erindum sínum. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórnast því ekki af birtunni einni saman."
Seinkun klukkunnar mun þýða að sólarstundum fækkar eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur. Margir vilja eiga kost á því að borða kvöldmat í síðdegissól utandyra á þeim fáu góðviðrisdögum sem bjóðast á Íslandi. Seinkun klukkunnar mun nánast útiloka þann möguleika.
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=68760
Leggja til að klukkan verði færð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 946000
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ef gamla samfylkingin er
- Fyrstu tuttugu dagar desember 2024
- Æsifrétt dagsins
- -nanoafnanoafnano-
- Bæn dagsins...Sömu örlög henda alla menn..
- Fyrirbyggjandi aðgerðir
- Sniðganga, ríkissksókari sniðgengur starfsmann sinn.
- Jólasveinarnir
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- Ný ríkisstjórn mynduð
Athugasemdir
Sammála þér í þessu máli. Þap skiptir ekki miklu máli fyrir meginþorra fólks, hvort dimmt sé þegar farið er í skóla/vinnu. Hinsvegar tel ég að meirihluti vilji hafa bjartar síðdegis þegar við erum á heimleið og þurfum að snúast í hinum ýmsu erindum. Svo eins og þú réttilega bendir á þá er meiri umferð gangandi barna síðdegis, heldur en morgna. Allflestum er skutlað í skóla á sama tíma og foreldri er á leið í vinnu, en skóla tíma lýkur fyrr en hinum almenna vinnutíma og þá er gott að birta sé til leiks og útiveru aðeins á síðdeginu.
Kjartan (IP-tala skráð) 9.2.2018 kl. 09:08
Ég hef heyrt af betri námsárangri á Héraði eftir að börn fóru að mæta klukkan 9 í skólann í stað 8.
Sindri Karl Sigurðsson, 9.2.2018 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.