Athugasemdir
Takk fyrir það, en mig langar samt að benda á að það eru auðvitað tilvik sem mér finnst ekkert athugavert við að fólk borgi að fullu fyrir læknisþjónustu og létti þannig á "almennu heilbrigðisþjónustunni. T.d. er nánast liðin tíð að fólk sé skorið upp við liðbandatognunum, tennisolnbogum o.fl. nema um sé að ræða atvinnu íþróttamenn. Rannsóknir hafa leitt í ljós að yfirgnævandi meirihluti þeirra sem lenda í slíkum meiðslum ná jafngóðum bata með öðrum og ódýrari úrræðum (sprautumeðferðum, gifsi o.þ.h.). Fyrir 1-2 áratugum var enginn maður með mönnum nema hann hafði verið skorinn upp við allskonar smákvillum. Það er óþarfi að bruðla þannig með skattfé. En þeir sem vilja endilega fara undir hnífinn geta þá greitt fyrir það sjálfir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.5.2007 kl. 17:37
Sæll nafni
Ég heyrði eitt sinn sagt að sá sem væri ekki vinstri maður á unga aldri hefði ekki hjarta, en sá sem væri ekki hægri maður þegar hann þroskaðist hefði ekki heila
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.5.2007 kl. 18:36
Churchill sagði þetta, Gunnar nafni Gunnars.
Ég held að flestir skynsamir Íslendingar séu hægrikratar. Þeir sem taka hugsjónirnar fram yfir skynsemina kjósa lengra til vinstri og svo eru náttúrlega þeir sem kjósa af gömlum vana.
Kallaðu mig Komment, 24.5.2007 kl. 21:03
Ég reyndar setti í höfundarupplýsingarnar hjá mér þegar ég var að byrja að blogga í vetur, eftirfarandi; "Ég var byltingarsinnaður kommúnisti á aldrinum 18-20 ára. (vinstramegin við Allaballa ) Í dag nota ég sömu afsökun og Willie Brandt notaði þegar hann var "sakaður" af fréttamanni að hafa verið kommúnisti á yngri árum. Willie karlinn sagði að sá sem ekki væri kommúnisti þegar hann er tvítugur, er hjartalaus. Sá sem er það ennþá þegar hann er fertugur, er heilalaus".
En það skiptir svo sem ekki öllu hver sagði þetta..."just so true" hehe
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.5.2007 kl. 22:52
Vel svarað hjá Brandt - og þér. Og alltaf gott að leita í smiðju Churchills. Margt gott að finna þar.
Kallaðu mig Komment, 24.5.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- er í FÝLU
- 3230 - Hættulegt
- Mikil skelfing: Sigmundur Davíð á traktor í Skeifunni
- Leiðrétting: Harris vildi EKKI koma í hlaðvarpið
- Gunnar Smári, fósturvísar & "ógeðslegt Djúpríki"
- nei takk er á bíl
- Það er enginn friður fyrir heimsbæokmenntunum
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRIR ÁFRAMHALDANDI TAPI Á REKSTRI BORGARINNAR.....
- Skilvirkni hlutabréfamarkaða - japanska sagan
- -óreiðuheimurinn-
Þegar ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í fyrsta sinn fyrir 12 árum síðan þá fékk ég þungan hjartslátt þegar ég gekk inn í kjörklefann. Ég hafði kosið Alþýðubandalagið í þrennum kosningum þar á undan.
Ég var búinn að vera laumuaðdáandi Davíðs Oddsonar í nokkur ár, ég elskaði að hata Hannes Hólmstein, en ég fann að ég var smátt og smátt að blána. Það sem olli mér mestum áhyggjum var sá þráláti orðrómur um íhaldið að þeir vildu einkavæða heilbrigðis og menntakerfið. En það var sama hvern ég spurði úr röðum Sjálfstæðismanna, enginn var talsmaður þeirra hugmynda. Ég spurði háa sem lága innan raða flokksins, aldrei hitti ég á neinn sem kannaðist við að hafa þetta að markmiði. En flestir vildu hafa fjölbreyttara rekstrarform, án þess að skerða möguleika fólks m.t.t. efnahags á þjónustunni. Þegar ég taldi mig hafa sannfærst um þetta, ákvað ég að kjósa flokkinn. En vegna áralangrar innprentunar í hausinn á mér um einkavæðingar-eðli Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokkum, þá voru það þung spor sem ég átti inn í kjörklefann á Reyðarfirði 1995. Þegar ég hafð sett x-ið mitt við D-ið, þá kom ég skömmustulegur, flóttalegur jafnvel og rjóður í andliti, út úr kjörklefanum, flýtti mér að setja kjörseðilinn í kassann og labbaði út sakbitinn á svip. Þessi frásögn eru engar ýkjur, svona var þetta.
Hin skiptin tvö sem ég hef kosið Sjálfstæðisflokkinn, gekk ég sporléttur með góða samvisku inn í kjörklefann.
Margir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins benda á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum og segja; "...svona viljið þið hafa þetta! Dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi sem þjónar aðeins þeim sem eiga peninga". En ég hef heldur ekki hitt neinn framámann úr röðum Sjálfstæðisflokksins sem lítur á Bandaríkin sem fyrirmynd í heilbrigðismálum.
Ef sá dagur rennur einhvern tíma upp, að Sjálfstæðisflokkurinn kemur hér á heilbrigðis eða menntakerfi, sem mismunar fólki, þá verður það dagurinn sem ég hætti að kjósa flokkinn.