Marinó G. Njálsson Tövunarfræðingur er með fróðlegan pistil á bloggsíðu sinni. Ég tek mér það bessaleyfi að copy/paste þetta af síðunni hans. Ég vona að hann amist ekki við því
Það er fróðlegt að skoða úrslit kosninganna og sjá hvað stutt var á milli feigs og ófeigs þ.e. hvað í raun örfá atkvæði hefðu geta haft veruleg áhrif á það hverjir hlutu kosningu og hverjir ekki.
- Það munaði aðeins 11 atkvæðum á 2. jöfnunarmanni/8. þingmanni Framsóknar og 1. jöfnunarmanni/25. manni Sjálfstæðisflokks. Ef Framsókn hefði fengið 11 atkvæðum meira á landsvísu hefði Samúel Örn Erlingsson orðið þingmaður í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.
- Það munaði aðeins 0,06% að Mörður Árnason yrði 1. jöfnunarmaður Samfylkingarinnar í stað Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Þessi 0,06% jafngilda 86 atkvæðum sem Samfylkingin hefði þurft að fá til viðbótar í Reykjavík norður eða 85 atkvæði sem Samfylkingin hefði fengið færri í Reykjavík suður. Ef Mörður hefði komist inn, þá hefði farið í gang hringekja þar sem Guðfríður Lilja hefði komið í stað Álfheiðar Ingadóttur, Steinunn Valdís og Árni Páll hefðu fylgt Merði og Sigríður Andersen hefði komið í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur. Í þessu tilfelli hefði Jón Sigurðsson komið inn ef atkvæðin 11 hefðu dúkkað upp hjá Framsókn.
- Það munaði aðeins 57 atkvæðum að Róbert Marshall hefði verið kjördæmakjörinn á kostnað Bjarkar Guðjónsdóttur af D-lista. Það hefði þýtt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 2 jöfnunarmenn eins og Samfylkingin. Nú hefði Álfheiður Ingadóttir farið inn, ásamt Steinunni Valdísi, Sigríði Andersen, Árna Páli og Ragnheiði Ríkharðsdóttir. Í þessu tilfelli hefði ekkert getað bjargað Merði, en Samúel hefði ekki þurft nema 11 atkvæði á landsvísu til að fella Ragnheiði.
- Þá saumuðu Árni Páll og Ragnheiður stíft að Siv Friðleifsdóttur og vantaði Árna Pál 155 atkvæði og Ragnheiði 193 til að fella hana. Það hefði að vísu bara haldið henni úti sem kjördæmakjörinni, en hún hefði komið inn sem jöfnunarmaður.
- Nú Framsókn vantaði aðeins 104 atkvæði til að fá tvo kjördæmakjörna í Norðvesturkjördæmi, sem hefði þá fellt út Einar Odd. Þessi 104 atkvæði hefðu að auki tryggt annan jöfnunarmann, sem líklegast hefði orðið Jón Sigurðsson.
- Síðast má nefna að stjórnarandstöðuna vantaði aðeins 117 atkvæði til að fella ríkisstjórnina, þ.e. ef þau hefðu fallið Frjálslyndum í skaut. Þar með hefðu Frjálslyndir ná 4. jöfnunarmanni sínum inn á kostnað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og Kaffibandalagið hefði náð markmiði sínu að fella stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
Þetta er að sjálfsögðu allt til gamans gert, en ef haft er í huga hvað munaði mjóu á mörgum stöðum, þá er það alveg sjálfsögð krafa að það fari fram endurtalning. 11 atkvæði Framsóknar á landsvísu er ótrúlega lítið eða 117 atkvæði Frjálslyndra. Auðvitað gæti endurtalning leitt ýmislegt annað í ljós.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- 3230 - Hættulegt
- Mikil skelfing: Sigmundur Davíð á traktor í Skeifunni
- Leiðrétting: Harris vildi EKKI koma í hlaðvarpið
- Gunnar Smári, fósturvísar & "ógeðslegt Djúpríki"
- nei takk er á bíl
- Það er enginn friður fyrir heimsbæokmenntunum
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRIR ÁFRAMHALDANDI TAPI Á REKSTRI BORGARINNAR.....
- Skilvirkni hlutabréfamarkaða - japanska sagan
- -óreiðuheimurinn-
- Flugvöllur á milli vina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.