Og viðbrögðin láta ekki á sér standa

Þetta var auðvitað fyrirsjáanlegt hjá Steingrími með umhverfismálin. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar...Það er einnig merkilegt að það megi ekki leita leiða til þess að efla heilbrigðisgeirann. Ekki er aðeins verið að reyna að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara þannig að skattgreiðendur fái meira fyrir peningana sína, heldur er þetta besta leiðin til þess að bæta kjör þeirra lægst launuðu í geiranum. Þegar ríkið stendur eitt frammi fyrir því að rétta við kjör láglaunahópa í heilbrigðisgeiranum, þá getur það verið þungur kross að bera að gæta þess að ekki verði um alsherjar launaskrið að ræða. Einkarekstur mun fljótlega verða í samkeppni um vinnuafl við aðrar atvinnugreinar og hann mun ekki þurfa að loka vegna manneklu. Hann leifir því ekki að gerast. Eftir sem áður mun ríkið borga brúsann, eins og sátt er um í Þjóðfélaginu. Líka meðal frjálshyggjumanna.
mbl.is Steingrímur: Samfylking virðist hafa gefist upp á umhverfismálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það Andrés. Já mér finnst SJS alveg hafa spilað rassinn úr buxunum. Kom mér reyndar á óvart, hélt hann væri staðfastari.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.5.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband