Mér þykir nú hálf leitt hvernig vinir mínir í Framsóknarflokknum hafa brugðist við með uppnefnum og brygslum um svikráð Geirs H. Haarde. Ég fæ ekki séð að símtal á milli Geirs og ISG geti flokkast annað en óformleg þreifing í erfiðri stöðu Sjálfstæðisflokksins í ljósi afhroðs Framsóknar í kosningunum. Og þar sem ástæða stjórnarslitana er augljós, er ástæðulaust að vera með djúpar samsæriskenningar.
Samkvæmt mínum heimildum voru Framsóknarmenn á Austurlandi nokkuð bjartsýnir um að stjórnarsamstarfið yrði endurnýjað. Þegar ég spurði Framsóknarmann einn í Fjarðabyggð, hvort það ylli þeim engum áhyggjum, ummæli Bjarna Harðar að honum hugnaðist miklu fremur vinstristjórn en endurnýjað stjórnarsamstarf, þá sagði hann svo alls ekki vera. "Það verður allt í lagi með Bjarna", sagði hann. En svo rakst ég inn á blogg varaþingmanns Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, Vestmannaeyinginn Eyglóu Harðardóttur. Þar er hún að fjalla um Silfur Egils og frammistöðu þeirra er fram komu í þættinum. Eygló segir m.a.: "Siv hress með að vera komin í stjórnarandstöðu og væntanlega jafnfegin og ég að vera laus við Sjálfstæðisflokkinn". Nú eru Eygló og Bjarni bæði í Suðurkjördæmi ásamt varaformanninum Guðna Ágústssyni, sem var grimmur mjög í garð Geirs Haarde að kvöldi stjórnarslitanna, en hvort þetta hugarfar meðal Framsóknarmanna er bundið við fleiri kjördæmi er erfitt að átta sig á, en persónulega finnst mér þetta alveg nóg. Og ég held að Geir og félögum hljóti að hafa fundist það líka.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 91
- Frá upphafi: 947489
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- HVAÐA "BLEKKINGARLEIKUR" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- Meira af misskilningi Ágústs Ólafs
- Þegar orð fá verðlaun en árangur fær þögn
- 14.ágúst 1941 og 18.ágúst 2025
- Fræðileg sniðganga hjálpar engum
- Sprenging í POTS, stjórnvöld bera 100% ábyrgð
- Kubbað í kennaranámi
- Gefum okkur að hann Snorri í Betel fengi að vera alvaldur hér á jörðu og bæði rússar og úkraínubúar þyrftu að una hans Salomonsdómi:
- Dýr og börn í HÍ samkvæmt rektor Háskóla Íslands
- Hvar er könnunin?
Athugasemdir
Þetta snýst ekki um hver er niðurstaðan heldur hvernig niðurstaðan var spiluð fram. Geir er auðvitað vorkun, hans verkefni var og er að halda D í stjórn. Hann eða/og hans félagar ákváðu þessa leið brests.
Svo er auðvitað eðlilegt að menn sjái hlutina þessa stundina út frá flokkspólitískum línum. Stjórnmálasagan seinna meir mun væntanlega ekki gera það.
Ragnar Bjarnason, 23.5.2007 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.