Einhverntíma var sagt að nei væri meyjar já, en svo var túlkunin á því eitthvað afbökuð og ekki lengur þorandi að halda slíku fram En karlmenn sem hafa verið giftir til einhverra ára eða í sambúð, átta sig á því að spúsur þeirra segja ekki alltaf það sem þær meina og meina ekki alltaf það sem þær segja. Stundum þýðir það sem þær segja eitthvað allt annað. Og stundum þurfa þær ekki einu sinni að segja neitt til þess að maður skilji hvað þær meina. Reynslan kennir manni að "lesa" í þær og túlka skilaboðin sem manni eru send. Ég veit t.d. alveg hvenær minni konu mislíkar eitthvað sem ég segi eða geri. Ég heyri það á göngulagi hennar! Viðspyrnan í skrefinu breytist, verður ákveðnari og sneggri. Ég er orðinn svo næmur fyrir þessu, að ég tek eftir þessu um leið, á parketgólfinu heima. Þetta veitir mér auðvitað tækifæri til að bæta fyrir misgjörðina áður en frekari skaði hlýst af. En svona er þetta víst líka með okkur karlpungana. Hérna eru nokkur dæmi um það sem við segjum stundum og þýðingar á því:
Ég er ekkert að villast, ég veit nákvæmlega hvar við erum. Þýðir: Enginn mun nokkurntíma sjá okkur lifandi aftur.
Þetta er virkilega flott. Þýðir: Plís, ekki máta fleiri föt, ég er glorhungraður
Þú veist ég gæti aldrei elskað aðra konu. Þýðir: Ég er orðinn vanur nöldrinu í þér og veit það gæti verið verra.
Hvað gerði ég nú? Þýðir: Við hvað varstu að nappa mig
Það tæki of langan tíma að útskýra það. Þýðir: Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta virkar
Já, auðvitað elskan. Þýðir: Akkurat ekkert, ósjálfráð viðbrögð
Ég er að fara í veiðitúr. Þýðir: Ég ætla að drekka mig hættulega heimskan og standa við ánna með stöng í hendi á meðan fiskarnir synda framhjá í fullkomnu öryggi.
Það er athyglisvert elskan. Þýðir: Ertu ennþá að tala?
Þá vitið þið það, dömur mínar, við erum ekkert skárri en þið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945812
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
- -geisp-
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
Athugasemdir
hahaha, takk fyrir leiðbeiningarnar
en hvað þýðir þegar þið segið að maturinn sé athyglisverður...
Jóhanna Fríða Dalkvist, 19.5.2007 kl. 09:58
Frábær Gunnar
Ef maðurinn segir að maturinn sé athyglisverður Hanna, þá merkir það að þú hefur náð í mann sem ekki margar hafa náð í áður svo þú ert greinilega sérstök í hans augum, þar sem hann gerir greinilega enn byrjenda mistök
Ágúst Dalkvist, 19.5.2007 kl. 11:28
En ef karlm. segir: Á ég að hjálpa þér með matinn elskan? Þýðir: Afhverju er maturinn ekki kominn á borðið?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 18:09
Ha ha, góður.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.5.2007 kl. 23:54
Það er eins gott að ruslsían er með flókin starðfræðidæmi, það yrði þá ekki fyrir svona leðurhaus einsog mig að koma með athugasemdir.
En annars er þetta alveg frábær frásögn hjá þér Gunni minn og hvílkur sannleikur. Ég fer er skynja þetta með fótstappið þetta virðist ættgengt. En ég skemmti mér vel við lestur svona frásagna sérstaklega þegar þær eru kryddaðar með kanski ekki alveg sannleikanum, við getum ekki kallað það lygi en sagan verður bara alltaf skemmtilegri svona með smákryddi.
Baldvin Baldvinsson
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 09:41
Hehe..sérstaklega góður þessi með veiðitúrinn..."drekka sig hættulega heimskan" er einmitt rétta lýsingin á því sem margir menn gera...reyndar konur líka...
Brynja Hjaltadóttir, 20.5.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.