Tilfinning tómleika fyllir mig stundum þegar einhverju líkur sem lengi hefur verið stefnt að. Sú tilfinning helltist yfir mig í gær að loknum kosningum og úrslit lágu fyrir og rifjaði upp fyrir mér sömu tilfinningu þegar tjaldið fellur í lokasýningu í uppfærslum Leikfélags Reyðarfjarðar. Að baki var langt og strangt æfingaferli og svo keyrt á nokkrar sýningar á fullu og svo er allt búið.
Nú byrjar gamli söngurinn aftur hjá stjórnarandstöðunni um að völd Framsókanrflokksins sé of mikil miðað við stöðu hans í íslenskri pólitík. Ingibjörg Sólrún telur að fylgishrun Framsóknar séu skýr skilaboð frá kjósendum. En þegar hún er spurð um fylgistap síns egin flokks, þá svarar hún því til að hún hafi sigrað á lokaspretti kosningabaráttunnar, miðað við mánaðar gamlar skoðanakannanir. Vissulega er það rétt að fylgi Samfylkingarinnar jókst um 35% á lokasprettinum (miðað við skoðanakannanir) en fylgi Framsóknar jókst um 100% á sama tíma. Það er því ljóst að ekki einu sinni sá mælikvarði sem hún kýst að nýta sér um fylgisaukningu/tap gerir hana að neinum sigurvegara. Sá stóri jafnaðarmannaflokkur sem átti að vera höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins hefur tapað umtalsverðu fylgi frá síðustu kosningum, á meðan höfuðandstæðingurinn bætir við sig. Formannshrókering hennar við Össur Skarphéðinsson virðist því vera enn eitt pólitískt "harakiri" Ingibjargar. En auðvitað er það ekki fylgi í skoðanakönnunum sem skiptir máli. Sagan mun ekki greina frá því. Sagan mun hins vegar greina frá fylgishruni Samfylkingarinnar á milli kosninganna 2003 og 2007 og það er umtalsvert eða tæp 14%. Ríkistjórnin tapar hinsvegar aðeins rúml. 6% fylgi á milli kosninganna eftir 12 ára stjórnarsetu. Ef þetta er ekki áhyggjuefni fyrir flokk sem aldrei hefur setið í ríkisstjórn og aldrei hefur þurft að taka ábyrgð, þá veit ég ekki hvað þarf til. Samkvæmt hugmyndafræði Samfylkingarinnar eru skilaboðin þau, að þjóðin kærir sig ekki um Samfylkinguna í ríkisstjórn.
|
Aðalatriðið er að stjórning heldur velli, þó naumt sé. Ef við skoðum stuðninginn við ríkisstjórnina í landsbyggðarkjördæmunum fjórum, þá kemur í ljós að ríkistjórnin heldur velli með góðum meirihluta, eða 23 þingmenn á móti 18 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Það hallar hinsvegar á stjórnina í Reykjavík, en þar er þingmannafjöldin 13-9 stjórnarandstöðunni í vil og munar þar mestu að Framsókn fær þar engan þingmann.
Að loknum kosningum er gaman að velta því fyrir sér hverjum Forsetinn, Hr, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði falið stjórnarmyndunarumboðið, ef stjórnin hefði fallið. Samfylkingunni?
Líklegast að stjórnin sitji áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gunnar minn er þetta nú ekki full langt gengið í þessu eftirákosningaþunglyndi þínu og þykir mér þú fara full djarft með tölur þarna. Við sem hugsum um hag komandi kynslóða gleðjumst auðvitað yfir því að sá flokkur sem ber þann hag fyrir brjósti sér er sigurvegari þessara kosninga og bættu mest við sig, bæði í könnununm og eins í kosningum og vekur það von í brjósti okkar sem metum land og þjóð að ekki sé öll nótt úti enn. kv. Arnar
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 10:00
Ef Samfylkingin verður ekki hluti af næstu stjórn, þá hefur Ingibjörg sungið sitt síðasta.
Kallaðu mig Komment, 15.5.2007 kl. 00:50
Tími Össurar og Ingibjargar er liðinn. Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn framlengi ekki pólitískt líf þeirra með samstarfi. Ingibjörg á ekkert erindi. Hún skildi við borgina í rjúkandi rúst, hækkaði skattana upp úr öllu valdi, hrakti barnafólk til nágrannasveitarfélaganna og jók skuldirnar.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 15.5.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.