Það er engin mafía. það er ekkert óeðlilegt að austurblokkin kjósi sjálfa sig. Menningarlegur skyldleiki ræður þar öllu, eðlilega. Okkar atkvæði lenda flest hjá frændþjóðunum en það er ekki af því við viljum vera óheiðarleg. Við bara "fílum" þau betur. En ef þetta á að vera gaman fyrir vesturevrópubúa þá verður að skipta forkeppninni í tvennt, austur og vestur og í lokakeppninni verði 14 lönd úr hvorri blokk. Ég rissaðu upp nýtt "jarntjald". Spurning hvort við ættum að leyfa Ísraelum og jafnvel Tyrkjum að vera með okkur. Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd? Endilega segið ykkar skoðun.
Fleiri en Eiríkur ósáttir við svæðaskiptingu í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 945816
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já góð hugmynd og ég held að Tyrkir yrðu allaveganna að vera með enda hefur Þýskaland, Holland og Frakkland gefið Tyrklandi 10-12 stig síðastliðin 4 ár gæti verið slæmt ef þeri misstu þau atkvæði. Ætli Ísrael verði ekki að fylgja okkur líka.
Kris (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 16:36
Já, reyndar er sagt að vegna þess hve tyrkneskir innflytjendur eru fjölmennir í V-Evrópu, þá fái Tyrkir svona mörg stig frá þessum löndum sem þú nefnir, En þeir yrðu sennilega utanveltu í austur-hópnum. Og Ísraelar kæmust aldrei uppúr forkeppninni nema vera í vesturblokkinni.
Gunni (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 17:31
Ég vil engu breyta. Lögin að austan voru flest betri. Alveg skelfilegt rusl sem kom frá okkur í vestur evrópu. Eríkur flutti lagið vel en lagið ekkert sérstakt
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.5.2007 kl. 10:41
Ég er þeirrar skoðunar að ef við eigum að eiga möguleika verðum við að færa þessu línu niður Atlantshafið og sú þjóð vestan við línu verði alltaf í úrslitum. Nei sko eins og manni sé ekki nokk sama um Eurovision. Þetta er bara skemmtun ekki keppni, þetta er fyrir löngu hætt sem keppni.
Ég verð að segja fyrir mína parta að þjóð sem sendir annan eins Guðs volaðan vesaling og Eika rauða hún á ekki bara bágt hún er á barmi einhvers mjög furðulegs. Afhverju ekki að senda Ragga Bjarna bara svona til að toppa síðustu sendingu.
Baldvin Baldvinsson
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 07:04
Góð hugmynd Baldvin, sendum Ragga næst!
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.