VG ályktar og yfirlýsir um yfirtökutilboð erlendra fyrirtækja

Jahérna! Nú skal bregðast við minnkandi fylgi í skoðanakönnunum. vg2

En það er auðvitað hárrétt hjá VG að á stjórnarfundum Alcoa er ekki rætt um samfélag fólks og náttúru, heldur snúast átökin um hagsmuni fjármagns og fyrirtækja. Að vísu ber framkoma Alcoa á Austurlandi vitni um annað, en það er önnur saga. Þegar VG komst að þessari djúpspöku niðurstöðu, sáu þeir ástæðu til að byrta yfirlýsingu þess efnis í fjölmiðlum. En ályktanir flokksins um framkomu Alcoa gagnvart Landsvirkjun í fjarlægri framtíð, lýsir kannski best afstöðu V-hreifingarinnar til erlendra stórfyrirtækja almennt, en einnig þekkingarleysi þeirra á samningum orkukaupenda og Landsvirkjunar. Það er samt auðvitað þannig að þessi fyrirtæki eru hér fyrst og fremst til að græða, en jafnframt er það hluti af gróða-módelinu að hafa starfsumhverfið traust og öruggt og vera í sátt við samfélagið sem það starfar í.

En þessi yfirlýsing VG leiðir hugann að öðru. Í upphafi kosningabaráttunnar talaði VG um stóriðjustopp, en þegar dregið hefur nær kosningum, þá sé ég æ oftar breytt orðalag frá þeim. Steingrímur J. hefur látið hafa eftir sér nokkrum sinnum undanfarið, að nú sé kominn tími til að taka hlé í stóriðjunni. Hvern heldur Steingrímur að hann sé að blekkja? Hvenær hefur VG viljað stóriðju? Hjá þeim sem takandi er mark á þýðir "hlé" að um tímabundið stopp sé að ræða. Hjá Vg hefur alltaf verið eitt stórt STOPP og þeir hafa ekki verið til viðræðu um neitt annað hingað til.


mbl.is VG segir átök álfélaga snúast um hagsmuni fjármagns en ekki samfélags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband