Innræti Steingríms J.

"Flokkakynning" var afar athyglisverður þáttur í sjónvarpinu í gær. Í tilfelli V-Grænna væri nær að kalla þáttin "kynning á pólitísku innræti Steingríms J. Sigfússonar". VG-NA-1-Steingrimur_J_Sigfusson_056Þegar Steingrímur er spurður út í bók Margrétar Frímannsdóttur, þá sagðist hann ekki hafa lesið hana. Eins og þeir vita sem lesið hafa bókina, þá fer Margrét ekki fögurum orðum um Steingrím. Hún segir t.d. í bókinni að jafnréttishugsjónin og umhverfisvernd hafi hvergi verið sjáanleg í orðum né gerðum Steingríms á Alþýðubandalagsárum beggja og þó sérstaklega það fyrrnefnda í formannstíð Margrétar. Þó eru þessir tveir málaflokkar ásamt utanríkismálum að sögn Steingríms, þau mál sem gert hafi hann að vinstrimanni.

Uppáhalds bloggarinn minn Pétur Tyrfingsson er með athyglisverðan pistil um þáttinn. Pétur segir m.a. "Það vakti athygli mína að þegar frásagnir Margrétar Frímannsdóttur um framvindu mála voru bornar undir Steingrím Joð þá segist hann ekki hafa lesið bókina! Þetta er í annað sinn sem ég sé og heyri hann játa að vera hér ólesinn. Nú hafa samflokksmenn formannsins sagt að hann sé opinn fyrir nýjum hugmyndum, geti skipt um skoðun o.s.frv. Þessi víðsýni virðist þó ekki næg til að hann hafi áhuga á að lesa frásagnir fyrrum félaga síns og samstarfsmanns á Alþingi af þeim mikla umbrotatíma í uppstökkun vinstrihreyfingarinnar sem leiddi til stofnunar Samfylkingar og Vinstri-Grænna".

Satt að segja veit ég ekki hvort ég á að trúa því að hann hafi ekki laumast í bókina, a.m.k. undir sæng með vasaljós og dregið fyrir glugga. En ég verð nú samt að reikna með að hann segi satt frá í þessu efni og í ljósi þess þá eiginlega sannar það orð Margrétar í bókinni, að hún hafi gjörsamlega verið hunsuð af honum og Svavari Gestssyni. Annað vakti athygli mína í þættinum. Hann talaði um rangar áherslur í atvinnumálum (stóriðjustefnan) og máli sínu til stuðnings nefndi hann fjölmörg fyrirtæki á öðrum sviðum sem hafa blómstrað. Hvað var "pointið"? Að fyrirtæki hafi blómstrað í tíð Sjálfstæðisflokksins?

Orð Guðfríðar Lilju um að það sé "ótrúlega gamaldags" að koma með risastórar töfralausnir í atvinnumálum, vöktu einnig athygli mína. Þegar talað er um   VG-SV-2-Gudfridur_L_Gretarsdottir_064töfralausnir er það yfirleitt meint sem kaldhæðni, því yfirleitt eru töfralausnir ekki til. En undantekningin sannar regluna því fólk á Stór-Reyðarfjarðarsvæðinu upplifir það sem þar er að gerast einmitt sem töfralausn. Ekki síst fyrir eldri fyrirtæki á staðnum, en einnig splunkuný fyrirtæki og fjölmörg stór og sterk aðkomin fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu og víðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar

Þú segir "Hann talaði um rangar áherslur í atvinnumálum (stóriðjustefnan) og máli sínu til stuðnings nefndi hann fjölmörg fyrirtæki á öðrum sviðum sem hafa blómstrað. Hvað var "pointið"? Að fyrirtæki hafi blómstrað í tíð Sjálfstæðisflokksins?"   Gunnar minn hann er að benda á aðrar leiðir heldur en stóruiðjustefna eru mögulegar og erfitt að misskilja það eitthvað.

"En undantekningin sannar regluna því fólk á Stór-Reyðarfjarðarsvæðinu upplifir það sem þar er að gerast einmitt sem töfralausn"  hvaða endæmis vitleysa er þetta Gunnar minn er langt síðan þú hefur komið í bæinn ?

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:59

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Langt síðan ég hef komið í bæinn?? Ertu að meina til að sjá uppganginn þar? Ertu að bera saman 200 þús manna þéttbýli við 600 manna kvótalaust sjávarþorp hinu megin á landinu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband