Skattleysismörkin eru mun hærri hér en annarsstaðar

Það er athyglisvert að talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna skuli vilja líta til Norðurlandanna í leit að fyrirmyndum í skattamálum. Samkvæmt gögnum frá OECD þá er skattbyrði lágtekjuhópa mun lægri á Íslandi þegar tekið er tillit til þeirra þátta sem máli skipta, s.s. skattleysismarka og mismunandi skatthlutfalla, barnabóta og annarra millifærslna í skattkerfinu. Skattbyrðin er þannig tvöfalt hærri hjá lágtekjufólki í Danmörku en hér á landi og 50% hærri í Svíþjóð. Persónuafsláttur fer ýmist stighækkandi eða stiglækkandi í hlutfalli við tekjur og þegar tekið er tillit allra þessara þátta þá fæst sú niðurstaða að skattleysismörk eru hærri hér en á Norðurlöndunum.

Hér fyrir neðan er tafla frá árinu 2005 sem sýnir skattleysishlutfall á Norðurlöndum. Skattleysismörki hér eru þau sömu fyrir alla tekjuhópa en hjá hinum löndunum eru gefin upp hámarks og lágmarksmörk. Upphæðirnar sýna skattleysismörk á ári í íslenskum krónum.

 

Ríki og sveitarfélög
LandSkattleysismörk lágmark kr.Skattleysismörk hámark kr.
Danmörk395.650395.650
Finnland116.217302.321
Ísland900.732900.732
Noregur645.813896.310
Svíþjóð98.077243.501

Þess ber að geta að skattleysismörk hér á landi hafa hækkað verulega frá 2005 og eru nú um 1.080.000 kr. á ári eða 90 þúsund kr. á mánuði. Frá síðustu áramótum hafa þau einnig verið vísitölubundin og hækka því í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs.

Ætli helstu stuðningsmenn "skandinavíska módelsins" í íslenskum stjórnmálum geri sér grein fyrir þessu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar ert þú alveg að tapa þér auðvitað gerir fólk sér grein fyrir því  hve mismunandi skattaumhverfi eru, en það sem skiptir mestu er hvað fær almennningur fyrir sitt skattfé og um það snýst deilan. Við sem erum ekki með bláa leppi fyrir báðum augum, sjáum og vitum að því er misskipt sem í kassann kemur með greiðslu skatta og um það er ekki deilt hjá okkur sem erum með báða fætur á jörðinni. Hver skattbyrði er í raun á hópa er núna í umræðunni vegna þess að það er verið að  reyna að jafna kjör fólks, fólksins sem þið sjálfstæðismenn hafið gleymt og viljið ekki sjá hvorki nú né áður  fyrr. Það er lykilatriði að horfa á þetta í heild sinni en ekki að vera draga hluta út og draga svo ályktanir út frá því, bara svona ef það hentar þér/ykkur Gunnar minn.

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er áhugamaður um bætt kjör allra. Ég missi ekki svefn þó einhverjir græði ógeðslega mikið og ég neita því að hlutverk skattlagninga eigi að vera tekjujöfnun Skattur á að hugsast sem fjáröflunarleið til samfélagsmála. Skatttekjur hafa aukist, einmitt vegna bættra kjara. Þegar við berum saman kaupmáttaraukningu hér við önnur lönd, þá er ekki annað hægt en að vera ánægður með þróun mála.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2007 kl. 15:20

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sammála Gunnar, og menn mega ekki gleyma því að hér geta allir sem vilja fengið vinnu.  Jöfnuður ekki ekki einhlítt markmið og fólk vill almennt frekar hafa góð tækifæri til að vinna sig áfram. Það streyma innflytjendur til Bandaríkjanna þó svo að þar sé rosalegur launamunur, og þeir koma frá löndum þar sem laun eru mun jafnari !!!

Þorsteinn Sverrisson, 6.5.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband