Skuldastaða ríkissjóðs

Lítið hefur farið fyrir umræðunni af hálfu stjórnarandstæðinga, um skuldastöðu ríkissjóðs. Ástæðan er auðvitað sú að íslenska ríkið er orðið svo að segja skuldlaust. Það er meira kjöt á beinunum í Jónínumálinu svokallaða og tíma stjórnarandstöðunnar er betur varið í að fjalla um það.

Það er ekki sjálfgefið að staðan skuli vera svo góð sem raun ber vitni. Í tíð síðustu vinstri stjórnar, sem Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna átti sæti í, jukust skuldir ríkisins til að mynda gríðarlega. Sama má segja um skuldir Reykjavíkurborgar í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar. Það er engin ástæða til að ætla að þróunin hjá ríkissjóði yrði með öðrum hætti ef þessir tveir stjórnmálaforingjar fengju tækifæri að loknum kosningum til að mynda hið svokallaða kaffibandalag í samvinnu við Frjálslynda flokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband