Ingibjörg Sólrún og hagvöxturinn

Samfylkingin hefur talað mikið um biðlista núna þegar skammt er til kosninga og gefur loforð um að hér verði öllum biðlistum eytt. Þetta eru ótrúlegar yfirlýsingar í ljósi þess að biðlistar þrifust sem aldrei fyrr þegar R-listinn var við völd í borginni. Í Kastljósinu í gær var Ingibjörg meðal annars spurð út í þetta, þ.e. hvort ekki hefðu verið biðlistar í hennar tíð sem borgarstjóri. Ingibjörg svaraði því til að þau hefðu leyst þá alla.

Það er fróðlegt í ljósi þessara ummæla að skoða hvernig biðlistar eftir félagslegum leiguíbúðum hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar þróuðust í tíð Ingibjargar Sólrúnar. Árið 1994 þegar Ingibjörg tók við voru 458 á biðlista. Þessi fjöldi jókst jafnt og þétt og svo var komið að árið 2003 voru 1022 á biðlista. Þetta er meira en tvöföldun þeirra sem biðu eftir félagslegum íbúðum.

 Ingibjörg Sólrún var ennfremur spurð í Kastljósinu hvernig Samfylkingin myndi fjármagna þær tillögur sem settar hafi verið fram af hálfu flokksins, en heildarkostnaður við þær er talinn nema um 30 milljörðum króna. Ingibjörg svaraði því til með auknum aga í fjárlögum mætti hagræða í ríkisrekstri.

Þegar hún var spurð að því hvort aukið aðhald myndi skapa 30 milljarða króna tekjur sagði Ingibjörg svo ekki vera og svo stóð ekki á svarinu:

„Það gerist bara með hagvextinum. Ef þú tekur 3% hagvöxt á ári, er það að skila á ári hverju 9-10 milljörðum á ári í ríkissjóð. Við hljótum öll að gera ráð fyrir því að það verði góður hagvöxtur á næstu árum. Ég er alveg sannfærð um að Ísland er land tækifæranna.“ Þarna tekur Ingibjörg undir með Sjálfstæðisflokknum enda er hagvöxtur vissulega nauðsynlegur til þess að fjármagna velferðarkerfið og breytingar á því. Þetta hefur formaður Sjálfstæðisflokksins margoft bent á að undanförnu og Ingibjörg virðist taka undir þau sjónarmið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

það er nokkuð til í þessu hjá þér, ágætur pistill

Adda bloggar, 4.5.2007 kl. 10:34

2 identicon

Það er líka eitt með þessar félagslegu íbúðir, það mætti vera betra eftirlit með því hvort fólk þarf raun og veru á því að halda að vera í þartilgerðri íbúð. Fyrir neðan móður mína er félagsleg íbúð á vegum Reyjavíkurborgar, í henni er fólk, og búið að vera ein 4 ár í það minnsta. Ég get ekki séð að fjárhagsleg staða þessa fólks sé eitthvað bág þegar að það getur leyft sér að skreppa á sólarströnd, og verslað sér bíla og þar fram eftir götunum. Þetta heitir að mínu viti misnotkun kerfisins. Og ég leyfi mér að kalla svona fólk pakk, enda er það ekkert annað, því eins og allir vita er mikið að fólki á biðlista eftir félagslegum íbúðum.
En hvað varðar hana Ingibjörgu þá hef ég aldrei þolað hana, og á sennilega seint eftir að gera. Hún var einmitt að stæra sig að því þegar verið var að tala um biðlista við hana um að hún hefði byggt 100 leikskóla í sinni borgarstjóratíð. Ég væri til í að sjá það svart á hvítu. Hvar fékk hún alla leikskólakennarana, þá vantaði fyrir byggingu þessara 100 leikskóla sem hún er víst búin að byggja.

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 12:03

3 identicon

Voðalegt er að heyra þegar Sjálfstæðiskórinn fer að taka lagið. Gunnar minn nú skaust þú þig í fótinn en þessi lýsing þín á því hvernig ásókn í félagslega bústaði hefur þróast er einmittt það sem er verið að tala um hvað þinn flokkur hefur skipt kökunni vitlaust. Þeir sem minnst hafa eru skildir eftir og  verið látnir sitja á hakanum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þegar ástandið vesnar hjá þeim sem litlu hafa úr að moða þá sækja þeir í félagslegt húsnæði hafa ekki ráð á öðru og þeim hefur fjölgað ört líkt og þú bendir réttilega á. Á þeim árum þegar staðan í þjóðarbúskapnum var að fara á hvað mest flug þá fengu smáfuglarnir lítið sem ekkert en þeir stóru og feiti sátu á kjötkötlunum og vilja meira. En sem betur fer þá er breytinga að vænta...

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 15:48

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég átti einmitt von á svona kommenti Arnar. En þú gleymir því að kjör hafa batnað hjá öllum tekjuhópum. Hvar voru þessir aðilar sem nú þurfa aðstoð, áður? Ríkistjórninni verður ekki kennt um vanda þessa fólks en R-listinn hefur hins vegar enga afsökun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2007 kl. 17:52

5 identicon

Það gleður mig Gunnar að þú gerir þér grein fyrir bágum hag fjölda fólks en líkt og Sjálfstæðismanni sæmir þá lætur þú það þig litlu varða hver staða þessa fólks er. Þeir sem þurfa aðstoð nú þruftu þess ekki áður þar sem staða þeirra hefur versnað ef verðbólga, húsnæðisverð o.fl. er tekið í myndina, sem á auðvitað gera. Það er raunverulegt vandamál staða aldraðra, öryrkja, geðsjúkra börn/fullorðnir o.fl.fl.  Heldur þú að almenningur sé að bera þetta á torg ef það væri ekki satt ó, nei  þetta er bláköld staðreynd kallinn minn. Það gengur ekki að láta flokksaugað villa sér sýn Gunnar minn, þó það sé eflaust þægilegt að gera það og bara brosa.

kv. Arnar

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 18:15

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú veist greinilega ekkert hvað kaupmáttaraukning þýðir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2007 kl. 19:56

7 identicon

Jú vissulega veit ég það en um það er ekki deilt heldur að smáfuglarnir fengu ekki neitt.

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 22:17

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki neitt??? Læra heima Arnar..

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 15:01

9 identicon

Hvernig stendur á því að þið blámenn eruð enn að halda því fram að allir hafi fengið bætt kjör og enginn orðið útundan? Og enn hamra stjórnarliðar á að t.d aldraðir hafi stórbætt kjör sín og jafnt á við aðra, þó er búið að benda á staðreyndir málsins hvað eftir annað, t.d. borguðu aldraðir engan skatt af um 110 þús kr fyrir 10 árum en borga núna nærri 10 þús, eins hafa almenn kjör á þessum uppgangstímum aukist um 60-70 % en um 20% á sama tíma hjá öldruðum, samt er haldið áfram að halda hinu fram. Þar fyrir utan hefur lyfjakostnaður stórhækkað, komugjöld, og áfram má telja. Hvernig stendur á því að fjöldi fólks getur ekki horft á hlutina eins og þeir eru og dæmt af skynsemi , heldur fari alltaf í að verja "sitt lið" við erum ekki að tala um fótboltaleik Gunnar, og þið aðrir fyrrverandi auðnuleysingjar þarna fyrir austan. 

Halli (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 03:12

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú þarft nú aðeins að staldra við Halli og hugsa áður en þú skrifar. Hvernig má það vera að einhver borgi engan skatt af 110 þús þegar skattprósentan er tæp 40% og persónuafsláttur er 26 þús, en borgi svo skatt af sömu upphæð þegar skattprósentan er rúm 36% og persónuafsláttur er 29 þús?

Og hvað ertu að meina fyrverandi auðnuleysingjar? Er þetta samboðið vitrænni umræðu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband