Alcoa tekur ábyrgð fyrir austan

AlcoaSamstarfssamningurinn sem gerður var milli Fjarðabyggðar og Alcoa um fyrsta atvinnuslökkviliðið á Austurlandi er gott dæmi um góðan vilja fyrirtækisins til að láta gott af sér leiða. Einnig hefur fyrirtækið komið að íþrótta og heilbrigðismálum á svæðinu og munar um minna þegar svona stórt og öflugt fyrirtæki leggur lóð á vogarskálarnar til að bæta umhverfi mannlífsins hér eystra. Eflaust verða einhverjir sem ekki kunna að meta þetta framtak og reyna að halda fram að einhverjir annarlegir hagsmunir kunni að liggja hér að baki. Það verður bara að hafa það.

Á myndinni eru Guðmundir Sigfússon hinn nýji Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar og Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og upplýsingamála hjá Alcoa Fjarðaáli, að kynna samstarfssamninginn.


mbl.is Fyrsta atvinnuslökkviliðið á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband