Reykjanes / Hawai

Ferðamannaiðnaðurinn er vaxandi búgrein á Íslandi og er það vel. Ekki veitir af í þessu annars auðlindasnauða landi okkar. Okkur ber að nýta möguleika okkar á sem flestum sviðum. En alltaf finnst mér það hálf hjákátlegt að bera saman möguleika okkar í sambandi við ferðamannaiðnaðinn við það stærsta og vinsælasta í þeim geira, úti í hinum stóra heimi. Þegar Kárahnjúkar voru komnir vel á veg, vildu margir (Ómar Ragnarsson, nokkrir þingmenn V-grænna o.fl.) hætta við allt saman, því möguleikarnir væru svo gríðarlegir í ferðamennskunni á svæðinu. Nefnd var til sögunnar svipuð áform á Nýja Sjálandi á lítt þekktu svæði, sem hætt var við og í framhaldinu græddu allir á tá og fingri á flúðasiglingum o.þ.h. Hálendi Íslands er borið saman við Yellowstone í USA og nú síðast er Reykjanesið borið saman við stærsta eldfjallaþjóðgarð heims á Hawai.

Systir mín er á ferðalagi á Hawai. Hún fór í skoðunarferð í þennan rómaða eldfjallhawai4aþjóðgarð og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þetta var 8 klt ferð í 10 manna rútu og m.a. farið upp á topp á Haleakala eldfjallinu sem þýðir “The house of the rising sun” vegna þess að þarna kemur sólin upp og þeir héldu að þarna ætti hún heima. Keyrt er alveg upp á topp í 10.000 feta hæð (rúml. 3 km.) sem er um kílómeter hærra en Hvanadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands.

Á leiðinni upp var margt að skoða, mjög sérstætt gróðursamfélag er þarna og m.a. plöntur sem hvergi vaxa í heiminumhawai nema á Maui. Bílstjóri rútunnar var miðaldra kona, fjölfróð um svæðið og sagði frá því að mikið af ríku og frægu fólki ætti hús á svæðinu, t.d. ríkasti skemmtikraftur heims, Oprah Winfrey og Tom Selleck leikari.hawai2 Þarna er 25-30 stiga hiti allan ársins hring gróðurfarið eftir því. Myndirnar eru allar úr elfjallasafaríinuhawai3

Eins og ég sagði í upphafi þá eigum við auðvitað að nýta alla okkar möguleika og við eigum að læra af öðrum þjóðum hvernig við getum skipulagt svona þjóðgarða. En okkar veðurfarslega erfiða land krefst þess að við höfum mörg járn í eldinum og við munum seint lifa af ferðamönnum einum saman og að bera saman Reykjanesið við Hawai er auðvitað út í hött.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað þurfa Íslendingar að nýta alla sína möguleika og vera með öll spjót úti.

Ég hef reyndar oft sagt að það að fullyrða að jafn margir myndu koma í eldfjallagarð á Íslandi og á Hawaii, sé eins og að fullyrða að jafn margir kæmu til að skoða Kárahnjúkastíflu og skoða Hoover stífluna á hverju ári.  Hvoru tveggja að mínu mati fjarri lagi.

Hins vegar er uppbyggin eldfjallaþjóðgarðar á Reykjanesi ágætis hugmynd og garðurinn getur sem hægast innihaldið margar gufuaflsvirkjanir sem ferðamönnum væri boðið að skoða.  Hversu margir ferðamenn koma ekki í Bláa lónið (þó að virkjun sé þar á næstu grösum) og sömuleiðis að Nesjavöllum.  Ferðaiðnaður og nýting orkunnar getur vel farið saman.

G. Tómas Gunnarsson, 30.4.2007 kl. 00:52

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir innlitið Tómas, hjartanlega sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2007 kl. 01:15

3 identicon

Smá mistök hjá þér, Gunnar: Eldfjallaþjóðgarðurinn á Hawaii þar sem eldgos hefur staðið síðan 1983 er á Hawai'i-eyju, ekki Maui. Systir þín fór því ekki í eldfjallagarðinn sem Ómar vill að Íslendingar taki sér til fyrirmyndar (hafi ég skilið hans málflutning rétt). Sjá nánar hér:

http://www.nps.gov/havo/ og http://www.nps.gov/hale/

Hins vegar sýnir frásögn þín að "eldfjallaþjóðgarður" er ekki verri þó hann státi ekki af spúandi eldfjalli...

Herdís (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 14:56

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir leiðréttinguna, en ég stend samt áfram við það að óraunhæft sé að bera saman Hawai og Ísland

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband