Eðli málsins samkvæmt er mér hugleikið allt það ferli sem farið hefur verið í vegna álversins í Reyðarfirði. Þetta hefur verið löng og stundum erfið barátta. Ég ætla að leifa mér að copy/pasta grein úr Þingmúla frá árinu 1997. Þetta er kannski ólöglegt, jæja, þá kærir mig einhver. En greinin er eftir Finn Ingólfsson þáverandi Iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins. Hún hlýtur að vera fróðleg og upplýsandi í ljósi sögunnar og nýtist vonandi þeim vilja halda baráttunni áfram fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda.
Orka og iðnaður á Austurlandi.
Grein í Þingmúla
Umbrotatímar í orkumálum
Það er kunnara en frá þurfi að segja að miklir umbrotatímar eru í íslenskum orkumálum um þessar mundir. Kemur þar tvennt til. Í fyrsta lagi hefur tveggja áratuga kyrrstaða í stórnýtingu íslenskra orkulinda verið rofin. Í öðru lagi hefur gjörbreytt skipulag orkumála verið til umræðu, meðal annars í ljósi reynslu margra þjóða af því að virkja markaðsöflin á þessu sviði.
Með nýju álveri Norðuráls og stækkun álversins í Straumsvík og járblendiverksmiðjunnar á Grundartanga bætast 2300 GWst. við raforkunotkun landsmanna, sem er um 40% aukning. Raforkunotkun Íslendinga um aldamótin verður þá komin í rúmar 7000 GWst., þar af um tveir þriðju hlutar til stóriðju.
Þessir stóriðjusamningar eru hagstæðir fyrir þjóðarbúið og orkufyrirtækin. Þeir skapa fjölbreyttara atvinnulíf og flytja inn erlent fjármagn, tækniþekkingu og hundruð nýrra hálaunastarfa. Fjárhagsstaða Landsvirkjunar batnar einnig og fyrirtækið er því betur í stakk búið að lækka orkuverð til almenningsveitna.
Staða Austurlands
Íslendingar hafa enn ekki nýtt nema lítinn hluta orkulinda landsins og eiga því mikla möguleika á að efla iðnað, stóran sem smáan, sem nýtir hina umhverfisvænu orku landsins. Þörf er á að nýta orkulindirnar eins og samræmst getur stefnu okkar í efnahags- og umhverfismálum. Orkufrekur iðnaður þarf þó ekki ætíð að vera stór í sniðum. Sem velheppnað dæmi um minni iðnað sem nýtir umhverfisvæna orku er þurrkun harðviðar á Húsavík.
Til þessa hafa stóriðjuver einungis verið reistar á Faxaflóasvæðinu, þó svo hugmyndir hafi lengi verið uppi um stóriðju á landsbyggðinni, sér í lagi á Reyðarfirði. Ég er þeirrar skoðunar að stefna eigi að því að næsta raforkufreka stóriðja rísi á Reyðarfirði. Jafnframt á að stefna að því að minni iðjuver, sem hæfa aðstæðum á hverjum stað, rísi við stærri byggðakjarna á Norðurlandi og Suðurlandi. Hins vegar ætti ekki að leggja áherslu á uppbyggingu stærri iðnaðar á Faxaflóasvæðinu, nema í tengslum við stækkun fyrirliggjandi verksmiðja og þau verkefni sem nú eru í lokaathugun, svo sem magnesíumverksmiðjan á Reykjanesi.
Margar ástæður eru fyrir því að næsta raforkufreka stóriðja rísi á Reyðarfirði. Fyrst má nefna nálægð við virkjanasvæði. Næsta raforkufreka stóriðja þarf óhjákvæmilega á raforku frá virkjunum norðan Vatnajökuls að halda. Kostnaður við flutning raforkunnar til Reyðarfjarðar er mun minni en til annarra mögulegra stóriðjusvæða. Að auki eru góðar iðnaðarlóðir á Reyðarfirði, góðar aðstæður til hafnargerðar og hagstæð lega Austfjarða með tilliti til siglinga til Evrópu. Síðast en ekki síst er rétt að nefna þá möguleika sem fyrir hendi hendi eru á Austfjörðum til að skapa öflugan byggðakjarna sem getur tekið við stóru iðjuveri. Nú núverið tóku íbúar Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Neskaupstaðar þá skynsamlegu ákvörðun að sameinast í eitt sveitarfélag. Það liggur beint við að í framtíðinni myndist enn stærri kjarni; 10-15 þúsund manna kjarni sem næði jafnframt til Egilsstaða, Seyðisfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og tengdist saman með jarðgöngum.
Hugsanlegir stóriðjukostir á Reyðarfirði
Á þessu ári hefur verið rætt um fjögur verkefni á Reyðarfirði. Það verkefni sem lengst er komið, og mesta athygli fengið, er álver Norsk-Hydro. Nú stendur yfir sameiginleg athugun íslenskra stjórnvalda, Landsvirkjunar, MIL og Norsk-Hydro á byggingu stórs álvers á Íslandi. Hugmyndin felst í stofnun tveggja sjálfstæðra fyrirtækja með mismunandi eignaraðild, annað um álverið og hitt um orkufyrirtækið. Álverið yrði í meirihlutaeigu Norsk-Hydro og íslenskra fjárfesta. Orkufyrirtækið yrði verkefnafjármagnað með blandaðri eignaraðild raforkufyrirtækja og stofnanafjárfesta. Ríkið mundi ekki gangast í ábyrgð fyrir heildarskuldum orkufyrirtækisins eins og nú er raunin með Landsvirkjun og reksturinn yrði að standa undir endurgreiðslu lána. Framleiðslugeta álversins yrði í upphafi a.m.k. 200 þúsund tonn, fjárfesting í álveri í virkjunum hefur verið áætluð um 100 milljarðar og starfsmannafjöldi yrði hátt í 600 manns. Hagkvæmniathugun mun ljúka á fyrri hluta næsta árs.
Fleiri fjárfestar hafa sýnt Reyðarfirði áhuga. Þannig hefur rússneskt-bandarískt einkafyrirtæki, MD-Seis, sýnt áhuga á að reisa olíuhreinsunarstöð á Reyðarfirði. Ég hef þó sett fram þá skoðun mína að starfsemi af þessu tagi, sem ekki er raforkufrek, eigi betur heima annars staðar á landinu. Hugmynd MD-Seis er að hreinsa olíu hér á landi í leið frá olíuríkum Barentshafshéruðum Rússlands til markaða í Evrópu og Bandaríkjunum. Olíuhreinsunarstöð gæti verið fjárfesting fyrir allt að 70 milljarða og skapað 300-400 störf. Hagkvæmniathugun mun ljúka nú um áramótin.
Erlend fyrirtæki hafa einnig sýnt áhuga á að kanna möguleika á slípiefnaframleiðslu hérlendis og hefur Reyðarfjörður verið nefndur í því sambandi. Fjárfesting í slíkri verksmiðju væri væntanlega um 25 milljarðar og starfsmannafjöldi um 70.
Að síðustu má nefna að MIL er að hefja endurskoðun á hagkvæmni þess að reisa kísilmálmbræðslu á Reyðarfirði. Fyrir níu árum voru áform um byggingu slíkrar verksmiðju lögð til hliðar eftir að markaðsverð á kísilmálmi lækkaði. Eftirspurn eftir kísilmálmi hefur nú aukist aftur og því þykir rétt að skoða málið að nýju.
Niðurlag
Ljóst er að meiri áhugi er meðal erlendra fjárfesta á að reisa iðjuver á Reyðarfirði en um mjög langt skeið. Eins og reynslan sýnir er þó varhugavert að spá fyrir um árangurinn. Þar spilar margt inn, ekki síst vilji heimamanna til að taka á móti slíkum iðjuverum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
- Heilbrigt og réttlátt samfélag
- Bæn dagsins...
- Halla snúið við á mánuði
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
- Draga upp ranga mynd
Athugasemdir
Kvitt
Brynja Hjaltadóttir, 21.4.2007 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.