Er Ómar að "floppa"?

Framboð Ómars Ragnarssonar og félaga í Íslandshreyfingunni ætlar að verða íslensku þjóðinni nokkuð kostnaðarsamt ef fram heldur sem horfir, þrátt fyrir tal þeirra um að þeir hafi ekki aðgang að opinberum sjóðum fyrir framboð sitt. Í fyrstu umræðum formanna flokkanna á omardögunum lofaði Ómar því að hækka skattleysismörk í 150 þúsund krónur á mánuði og afnema tekjutengingar. Það eru breytingar upp á um hundrað milljarða króna.

Ómar er þó ekki hættur. Síðast bar hann niður í umræðum RÚV á Ísafirði og talaði um að byggja ætti alþjóðaflugvöll á Vestfjörðum sem yrði opinn allan sólarhringinn. Þegar hann var inntur eftir tölum um kostnaðinn af slíkri framkvæmd, kvaðst Ómar að vísu ekki hafa tekið það saman.

Ýmsar aðrar stórskemmtilegar hugmyndir Ómars hafa skotið upp kollinum, eins og Alþjóðlegt Maraþon "hlaup" eftir aðrenslisgöngum Kárahjúkavirkjunar ef hætt hefði verið við að klára virkjunina á síðustu stundu, selja nafnspjöld á veggi stíflanna o.m.fl. Þetta hljómar einhvernveginn öðruvísi þegar skemmtikraftur segir þetta en alvöru stjórnmálamaður. En ég sem hægrimaður ætti kannski bara að fagna þessu framboði. Það virðist taka mest frá vinstri kantinum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Gunni það var svolítið skondið að sjá fátið sem kom á Ómar þegar hann var inntur eftir svörum um kostnað. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég sá hvað maðurinn varð asnalegur í framan og stamaði svo eins og fíl og sagði svo: "ja, ég henf nú bara ekki reiknað það ut ennþá"

Þvílíkur bjöllusauður. Þetta framboð hjá Íslandshreyfingunni er nú bara grín frá a - ö. En engu að síður er alveg stórskemmtilegt að sjá að þeir eru að taka fylgi frá vinsti, enda er Hjörleifur "VINUR" okkar orðinn eitthvað áhyggjufullur.

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 13:17

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Já hann er að floppa

Ágúst Dalkvist, 20.4.2007 kl. 19:37

3 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Já hann er að floppa

Jóhanna Fríða Dalkvist, 21.4.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband