15. mars árið 2003 var hátíðisdagur á Reyðarfirði og þá var bökuð stærsta kaka Íslandssögunnar. Tilefnið var að Alcoa álfyrirtækið bandaríska skrifaði undir samning um byggingu 340 þús. tonna álvers og raforkukaup frá Kárahnjúkum. Samningarnir voru undirritaðir í íþróttasal Grunnskóla Reyðarfjarðar að viðstöddu fjölmenni. Vonbrigði Austfirðinga höfðu orðið mikil aðeins örfáum mánuðum áður þegar Norsk Hydro hætti við byggingu um fjórðungi stærra álvers á sama stað. Það sýndi okkur að ekki er sjálfgefið að slíkir fjárfestar komi hingað þegar okkur hentar. V-grænir fögnuðu því að Norsk Hydro hætti við en margir hér á Mið-Austurlandi voru í sárum og hugsuðu sér til hreyfings brott af svæðinu.
Þegar ég flutti til Reyðarfjarðar árið 1989 bjuggu þar um 720 manns. 14 árum síðar hafði íbúunum fækkað um 15%, voru komnir niður í um 620. Frá því snemma á áttunda áratugnum höfðu verið áform um einhverskonar stóriðju á Reyðarfirði og í Iðnaðarráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar beitti hann sér fyrir því að ráðist yrði í gerð Fljótsdalsvirkjunar með uppistöðulóni á Eyjabökkum til orkuöflunar fyrir slíkan atvinnurekstur og uppbyggingu. Allir vita hvernig hann hefur andskotast gegn öllu slíkum áformum síðan hann hætti að bera pólitíska ábyrgð (ef hann hefur þá nokkurntíma haft slíka byrði að bera). Hjörleifur hefur kært allt sem hægt er að kæra varðandi Kárahnjúkavirkjun og starfsleyfi Alcoa í Reyðarfirði, til að tefja fyrir þessum framkvæmdum.
Eins og alþjóð veit höfðu heyrst (og heyrast enn) háværar raddir, aðallega úr hópi V-grænna um að þetta hafi allt verið tóm vitleysa. Það átti að vera bullandi tap á virkjuninni, framkvæmdin myndi skila litlu í byggðalegu sjónarmiði, fáir Íslendingar fengjust til að vinna á eins einhæfum vinnustað og álver væri og að þetta yrði bara "einhverskonar verksmiðju gettó" eins og einhver þeirra orðaði það svo smekklega, en að vísu færi allt á "full swing" við uppbygginguna, en svo yrði allur vindur úr þessu. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að tímabundin þensla og uppbygging sé af hinu góða fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu og í raun vanmetið hver langtímaáhrif af slíku er. Þeir sem geta nýtt sér slíkt ástand til að styrkja fyrirtæki sín og koma þeim á réttan kjöl eftir áralangan barning njóta góðs af þessu varanlega. Þetta á við um alla, einyrkja jafnt sem stærri fyrirtæki.
Um daginn var Halldór Halldórson bæjarstjóri Ísfirðinga og formaður Sambands íslenskra Sveitarfélaga í viðtali hjá Ingu Lind í Íslandi í Dag á St2. Halldór sagði m.a. að árið 2003 þegar bylgja mótmæla gekk yfir vegna Kárahnjúka og álvers í Reyðarfirði þá kallaði hann eftir þeim hugmyndum og tækifærum sem virkjunarandstæðingar sögðust sjá í atvinnusköpun á austfjörðum annari en í stóriðju. Náttúruverndarsinnar fullyrtu það að þeir gætu skapað 700 störf ef það yrði hætt við virkjun og álver á Reyðarfirði. ( Störfin eru reyndar um 930 í beinum tengslum við álverið auk fjölmargra afleiddra óbeinna starfa) Viðbrögðin við ákalli Halldórs voru mjög góð. Yfir 50 manns hringdu vestur. Þá spurði Inga Lind " en hefur eitthvað gerst?"...örstutt þögn hjá Halldóri..."neiiii", svo færðist bros yfir andlit hans og hann bætti við... "það hefur ekkert gerst. Umhverfisverndarsinnar hafa náð ágætum árangri í að mótmæla. En þeir hafa ekki náð neinum árangri í öðru. Þetta fólk sem mótmælti fyrir austan, það kom ekkert vestur með nein úrræði í atvinnusköpun þar".
Stundum heyrir maður að verið sé að einblína á stóriðju, að fólk sjái ekkert annað. Eins og hér hafi ekki verið reynt eitt né neitt og hér hafi fólk bara beðið eftir álveri sitjandi með hendur í skauti. Þetta er auðvitað fjarri lagi og að halda slíku fram er ekkert nema sár móðgun við það fólk sem lagt hefur allt undir í viðleitni sinni til atvinnusköpunar og farið jafnvel illa út úr því. Tækifærin eru ekki þau sömu á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst og fremst veldur því smæð markaðar, bara það takmarkar möguleikana. Vissulega eru alltaf einhver tækifæri fyrir snjalla frumkvöðla, en þegar fólksfækkunarskriðan fer af stað þá hefur oft reynst erfitt að stöðva hana.
Þessi 14 ár sem liðu frá því ég flutti á Reyðarfjörð og þar til skrifað var undir samningana við Alcoa, er hægt að telja þau íbúðarhús sem byggð voru, á fingrum annarar handar. Það sama er hægt að segja um þá staði sem næst liggja Reyðarfirði, Eskifjörð og Fáskrúðsfjörð. Á þessum stöðum hefur orðið gjörbylting hvað þetta varðar og einnig á Egilsstöðum sem þó er í 38 km fjarlægð frá álverinu. Neskaupsstaður er í um 34 km fjarlægð frá álverinu en ekki hefur áhrifanna gætt í eins miklum mæli þar enda er yfir erfiðan fjallveg að fara að vetrarlagi sem Oddsskarð er. En það stendur til bóta með nýrri vegaáætlun og áætlað er að hefja framkvæmdir við Norðfjarðargöng árið 2009. Gerð hinna 6 km löngu Fáskrúðsfjarðarganga sem tengir framkvæmdasvæðið við byggðirnar í suðri var einnig gríðarleg bylting frá byggðarlegu sjónarmiði séð. Sú vegafjárfesting margfaldaðist að verðmæti við byggingu álversins. Reyndar efast ég um að farið hefði verið í þá framkvæmd ef þessar stóriðjuframkvæmdir hefðu verið slegnar út af borðinu.
Ég læt hér fylgja nokkrar myndir frá Reyðarfirði sem ég tók í dag, sem sýna þá uppbyggingu sem orðið hefur síðan álverssamningarnir voru undirritaðir. Því miður er nú frekar kuldalegt um að litast eftir hitabylgjuna um daginn, en veðrið var samt fínt í dag.
Þrjár 7 hæða blokkir byggðar og flutt inn í allar. Flutt var inn í þessa lengst til vinstri í júní 2005, lengst til hægri er blokk fyrir 50 ára og eldri og gefur eldra fólki kærkomið tækifæri að minnka við sig. Ágæt aðstaða er fyrir starfsemi "Eldri borgara" á Reyðarfirði á 2. hæð. Húsið var tilbúið í nóv. 2006. Þessi í miðjunni var tilbúin í jan. 2007. Bygging fjórðu blokkarinnar er hafin og er hún á milli þessara tveggja hægra megin.
Þarna er starfsmannaþorp Bechtel, bandaríska verktakans sem byggir álverið fyrir Alcoa. Þorpið er um 1 km fyrir utan Reyðarfjörð og þar búa rúmlega 1.500 manns. Um 90% þeirra eru útlendingar, og þar af tæplega 1000 Pólverjar. Samlífið hefur gengið afar vel og engir félagslegir árekstrar orðið enda er agi mikill þarna og brot á reglum er brottrekstrarsök.
Ný viðbygging við íþróttahús Grunnskólans. Iceland Spa And Fitness er með útibú þarna. Það þarf varla að taka það fram að engin slík þjónusta var á Reyðarfirði fyrir framkvæmdirnar. Fyrirtækið er einnig með útibú í nýju sundlauginni á Eskifirði (sem að sjálfsögðu hefði ekki risið nema vegna framkvæmdanna)
Nýja álma Grunnskóla Reyðarfjarðar. Rými skólans stækkaði úr 1.150 ferm. í rúml. 3.000 ferm. Í nýju álmunni er glæsilegur fjölnota salur með sviði og hátalarakerfi. Salurinn nýtist einnig sem matsalur fyrir nemendur og starfsfólk skólans og fyrir ýmsa félagslega starfsemi, s.s. hátíðarsamkomur, skólaslit o.fl. Salinn er einnig hægt að fá leigðan fyrir ráðstefnuhald o.þ.h. Bókasafn bæjarins fékk einnig inni í þessari nýju byggingu, eftir áralanga hrakhóla. Nemendafjöldi í skólanum fór niður fyrir 100 "fyrir álver" en er í dag 151. Hér eftir verða ártöl miðuð við fyrir og eftir álver, líkt og í Eyjum, fyrir og eftir gos
Ný viðbygging Leikskólans Lyngholts, (gula byggingin) þar sem mottóið er "Allir geta eitthvað, enginn getur allt".
"Hverfi" er eiginlega nýyrði á Reyðarfirði.
Melahverfi
Veit ekki hvað þetta hverfi á að heita en það er austast í bænum (Breiðamelshverfi?)
Séð yfir í Stekkjarholt úr Melahverfi. Allstaðar er verið að byggja, jafnt fjölbýli raðhús og einbýli. Götumyndir sem áður voru eins og hálf tannlausir gómar hafa fengið "brýr" og göturnar brosa hringinn kinnroðalaust
Iðnaðarhverfi. Allt ný hús nema fremsta til hægri. Áætlanir um byggingar iðnaðarhúsnæðis í Fjarðabyggð hafa farið langt fram úr björtustu vonum. Bjatsýnar áætlanir gerðu ráð fyrir að byggt yrði um 5000 ferm. af þjónustu og iðnaðarhúsnæði en útlit er fyrir að sú tala sé nær 15-20.000 ferm.
Nýtt útibú Íslandspósts í smíðum
Molinn, nýja verslunar og þjónustumiðstöðin
Ýmis fyrirtæki vilja hasla sér völl á Reyðarfirði. Hér getur að líta fyrirtæki sem sjá tækifæri í hinni nýju Fjarðabyggð
Rönning
Reykjafell og Heildverslunin Stjarna
Hekla
Byko
Húsasmiðjan
Gamli tíminn. Húsasmiðjan er að setja upp verslun þarna
Húsgagnaverslunin Hólmar hefur lengi verið á Reyðarfirði. Nú hefur hún stækkað þrefalt.
Og meira að segja björgunarsveitin byggir og stækkar við sig
Nýja knattspyrnuhúsið, Fjarðabyggðarhöllinn norðan við blokkirnar. Alcoa lagði til 80 milj. kr. í verkið. Áætlaður kostnaður við bygginguna var 490 milj.
Álver Alcoa, séð til austurs. Álverið er í um 4 km fjarlægð frá Reyðarfirði
Séð til vesturs
Þarna streymir útblásturinn upp frá allri verksmiðjunni. Notast er við fullkomnasta þurhreinsibúnað sem völ er á í heiminum í dag. Strompurinn er hærri en Hallgrímskirkjuturn! 78 metra hár.
Þarna sjáum við menn á gólfinu í gatinu á húsinu. Þetta er engin venjuleg skemma
Mjóeyrarhöfn er neðan við álverið. Fjórða stærsta höfn landsins með 400 m langan viðlegukant. Mjög aðdjúpt er þarna og staðurinn var eins og skapaður til að gera höfn.
Eskifjörður, eitt af úthverfum Reyðarfjarðar er í um 10 km fjarlægð frá álverinu.
Oddsskarð, Austfirsku Alparnir. Skíðaparadís fyrir ofan Eskifjörð en stundum farartálmi að vetrarlagi í samgöngum til Norðfjarðar. Vegurinn liggur hæst í rúmlega 600 m. hæð. Til samanburðar er Hellisheiði hæst um 360 m.y.s.
Flokkur: Bloggar | 9.4.2007 (breytt 11.4.2007 kl. 01:59) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
- Heilbrigt og réttlátt samfélag
- Bæn dagsins...
- Halla snúið við á mánuði
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
- Draga upp ranga mynd
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Segja flugbraut Reykjavíkurflugvallar ekki örugga
- Gaukurinn breytist: Rokkið hörfar fyrir danstónlist
- Ísland mun styðja við uppbyggingu í lok stríðs
- Heimilisköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu
- Stefnt að því að auka ekki útgjöld á árinu
- Lét soninn horfa á meðan hann braut gegn móður hans
- Breytt fyrirkomulag til Bretlands: Aukið öryggi
- Þyngra en tárum taki
Erlent
- Hleypt úr fangelsum til að berjast við eldana
- Bandaríkin bjóða 3,5 milljarða fyrir Maduro
- Myrti móðurina og krefst forræðis barnsins
- 60 þúsund byggingar taldar í hættu
- Trump sekur án refsingar
- Guði sé lof, það var þarna enn
- Bregðast við: Framtíð Grænlands ræðst í Nuuk
- NATO sendir herskip á Eystrasalt
Athugasemdir
Gaman að lesa þessa grein. Til lukku með bæinn..
Björg F (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 18:19
Skemmtileg lesning. Ég hef verið að koma austur nánast vikulega frá því í haust. Fyrir þann tíma hafði ég ekki neina sérstaka skoðun á þessu álveri. Var reyndar ef eitthvað var frekar jákvæð en gat ekki ímyndað mér að allar hrakspár nátturuvendarsinna væru á rökum reistar (" stíflan á eftir að hrinja" t.d.). eftir að ég kynntist fólkinu þarna, sá álverið, sá kárahnúka og fór að nýta mér þjónustuna á svæðinu þá hefur skoðnum mín breyst svo um munar.
Fékk mér að borða á sumarlínu á fáskrúðsfiðrði s.l. mánudag. Konan sem var að vinna sagði okkur frá muninum á lífinu þarna eftir að álverið kom. Maður bara getur ekki annað en verið jákvæður þegar maður hlustar á venjulegt fólk, sem býr á svæðinu ræða þessi mál
Hafrún Kristjánsdóttir, 9.4.2007 kl. 20:52
Takk fyrir þetta stelpur. Ánægjulegt að sjá komment frá ykkur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.4.2007 kl. 20:57
Þetta er frábær grein og mér finnst einsog ég hafi skrifað hana. Þá hlýtur hún að vera rosalega góð, ekki satt.:) Ég er sammála þér í öllu sem þú segir hérna.
Baldvin B (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 21:01
Takk Baldvin!
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.4.2007 kl. 21:15
Gaman að sjá hve vel hefur tekist til. Í raun bylting.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.4.2007 kl. 22:30
glæsilegt til hamingju!! Hlakka til að lesa svipaðar greinar eftir nokkur ár úr pennum Húsvíkinga
Guðmundur H. Bragason, 10.4.2007 kl. 03:07
Það fer nú að verða kominn tími á að renna austur og skoða herlegheitin. Flottar myndir, góð grein..
Brynja Hjaltadóttir, 10.4.2007 kl. 18:06
Skemmtileg lesning. Maður verður enn meira var við breytingarnar þar sem ferðir manns austur eru stopular og meira gerirst á milli ferða.
Góð grein.
Ragnar Bjarnason, 10.4.2007 kl. 22:24
Góður. Hvað ætli margir sem mótmæltu og sögðust geta "reddað" álíka mörgum störfum í lopapeysuprjóni, túrisma og trilluútgerð, hafi verið að austan? Flott grein hjá þér og segir meira en margur hefur reynt að hnoða á blað fram að þessu. Áfram Reyðarfjörður og niður með úrtölumenn. Sammála Guðmundi hér að ofan þar sem vonast er til að á Húsavík verði hægt að rita svipaðan pistil eftir einhvern tíma.
Halldór Egill Guðnason, 11.4.2007 kl. 02:01
Og Oddsskarðið... Ætti að vera skyldubíltúr hverjum manni. Stórfenglegra verður útsýnið ekki hér á landi, ef menn hafa rænu á að stoppa agnarögn áður en að því er komið, báðum megin og líta fegurðina að fótum sér á björtum sumardegi, eða bara hvenær sem skyggnið er gott.
Halldór Egill Guðnason, 11.4.2007 kl. 02:09
Til hamingju og gangi ykkur allt í hagin. Öll þjóðin nýtur góðs af þessari uppbyggingu þó margir virðist ekki skilja það
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.4.2007 kl. 19:37
Maður vonar að svona lagað hljómi hér um kring innan ekki fárra ára eins og Halldór bendir á. Það er allavega góð vinna í gangi ennþá.
Ragnar Bjarnason, 12.4.2007 kl. 20:45
Ekki ósvipað Múrmansk en betri steinsteypa
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.4.2007 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.