Stjórnarandstöðusöngurinn tvíraddaður

Gleðilega Páska! 

Prédikun Biskups

 biskup

Þetta er stjórnarandstöðusöngurinn tvíraddaður. Biskup var á gráu svæði fannst mér þegar hann var með yfirlýsingar í fjölmiðlum um Karahnjúkaframkvæmdirnar. Mörgum sárnaði hér fyrir austan þegar hið háæruverðuga trúarsameiningartákn þjóðarinnar lagði sitt á vogarskálarnir í andstöðu við framkvæmdirnar á Austurlandi. Þá var Biskup í opinberri heimsókn á Austurlandi. Ég veit um nokkra sem sögðu sig úr þjóðkirkjunni vegna ummæla Biskups um þau málefni. Maður í þessari stöðu á ekki að misnota aðstöðu sína til að tjá sig um pólitískt dægurþras. Og hvað verður um þessa sýn hans til framfara og hagsældar ef kreppa skellu á? Atvinnuleysi? Er þá hagsæld og velsældr af hinu vonda? Og afhverju taka vinstrimenn helst undir þetta bull? Kyndilberar hagsmuna hina vinnandi stétta, að eigin sögn, því einmitt vegna þess "Að áherslan á endalausar framfarir, sívaxandi auð og velsæld", hefur leitt til þess að aldrei hefur fólk haft úr meiru að spila.

P.s. Ég var mjög ánægður með málsháttinn minn úr Páskaegginu: Sannur umbótamaður er sá sem bætir sjálfansig. (En er þetta ekki frekar spakmæli en málsháttur?)


mbl.is Áherslan á endalausar framfarir er tál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Illskiljanlegur er sá málflutningur að halda því fram, að biskup Íslands eða aðrir kirkjunnar menn eigi ekki að tjá sig um það sem kallað er "pólitískt dægurþras". Allflestir eru á því að biskup og aðrir kirkjunnar menn eigi að að breyta og boða í anda þess sem frelsarinn frá Nasaret gerði - og sá var gagnrýnni en flestir aðrir á samfélag sitt. Velti borðum víxlaranna þegar honum ofbauð algjörlega. Fyrir vikið er sjálfsagt og raunar prýðisgott að biskup ræði um gróðahyggju nútímans og þær hættur sem uppi eru í umhverfismálum. Þá færir Karl orð sín í skemmtilegan og myndrænan búning - svo engin kemst hjá því að veita þeim eftirtekt.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, afhverjukoma þeir ekki bara hreint fram og fara í pólitík en ekki lauma sér svona inn í hana. Hvorki Biskup nér Forseti eru kosnir á þessum forsendum. Þeir eiga að gegna sínum embættum fyrir ALLA þjóðina en ekki ganga erinda á flokkspólitíska vísu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2007 kl. 19:36

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ræða hans var afar vanhugsuð og greinilegt er að hann er vinstrisinnaður afturhaldsseggur á mála hjá stjórnarandstöðunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem út úr honum vellur vitleysa. Fyrir nokkrum árum predikaði hann að þegar einn græðir hlýtur annar að tapa, eins og það sé bara til x mikið af gæðum til skiptanna. í því ljósi væri áhugavert að fá svarað hvaðan aukin velsæld íslendinga er komin. Gæti verið að hún sé komin frá Simbabwe þar sem allt er á niðurleið? Eða skyldi vera að Íslendingum hafi tekist að auka virði vinnu sinnar svo um munar, án þess að það sé tekið frá öðrum? Svo er líka hlægileg þessi andúð á trúleysinu, eins og þar sé kuldinn einn. Það er mikill misskilningur. Allir trúleysingjar sem ég þekki eru kærleiksríkir og hlýir einstaklingar sem vilja öllum vel og gera góðverk þegar tækifæri gefst. Aðskilnað ríkis og kirkju takk.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.4.2007 kl. 21:53

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Gunnar, málshættir eiga að vera spaklegir en páskaeggjaframleiðendur hafa haft tilhneigingu til að skálda (hefur manni a.m.k. sýnst). Þinn gæti samt sem best verið sannur málsháttur.

Ég held að ég sé ekki alveg sammála ykkur félögunum um biskup og forseta. Ég vil gjarnan að þeir leggi inn í umræðuna þótt þeir verði að gæta að stöðu sinni líka. Humm, ég hlustaði auðvitað ekki (geisp) en mér finnst almennt kostur að einhverjir geri það og leggi út af útleggi biskups ... Og Ólafur Ragnar er náttúrlega meðvitað að gera djobbið sitt pólitískt.

Hins vegar tek ég undir lokaorð Sigurgeirs Orra, aðskilnað ríkis og kirkju, takk. Má biðja um að kirkjan verði einkavædd frekar en t.d. síminn? Bömmer, síminn er tapaður. En myndi kirkjan pluma sig á markaði??!

Berglind Steinsdóttir, 8.4.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband