Þeim sem tjáð hafa efasemdir sínar um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum virðist vera að vaxa fiskur um hrygg eftir útkomu fræðslumyndarinnar The Great Global Warming Swindle
Þeir sem voga sér að gagnrýna niðurstöður vísindamanna, eru hrópaðir niður og þeir jafnvel sagðir ganga erinda annarlegra hagsmuna. Davíð Oddson opinberaði efasemdir sínar fyrir 2-3 árum síðan og fékk afar bágt fyrir.
Vísindamönnum hefur fjölgað mikið s.l. áratugi með hækkandi menntunarstigi fólks á vesturlöndum og er það að sjálfsögðu vel. Þessir fræði og vísindamenn eru "á markaði" eins og annað fólk. Til þess að sanna tilgátur sínar þarf mikla vinnu og PENINGA. Vísindamenn eru í samkeppni um fjármagn eins og aðrir í markaðsþjóðfélögum. Hlýnun jarðar af mannavöldum er djúpur vasi til að seilast í. Svo er einnig um fleiri mál tengd náttúrunni, s.s. rannsóknir á dýrum í útrýmingarhættu o.fl. Sjaldnast eru niðurstöður úr svona verkefnum einhver stórisannleikur. Tilgáturnar halda áfram að vera tilgátur og niðurstöðurnar búa oft til fleiri spurningar en þær svara.
Vísindamenn eru í stögugri leit að einhverju til að ransaka, í leit að einhverju sem almenningur telur að veita beri fjármagn í úr opinberum sjóðum. Sú viðleitni mun aukast frekar en hitt á komandi árum. Bestu og færustu vísindamennirnir eru oft á grænni grein hjá einkafyrirtækjum í að finna upp og þróa tækni og söluvörur. Allir hinir hafa líka sjálfsbjargarviðleitni þó atvinnutilboð streymi ekki til þeirra á færibandi. Þeir þurfa að auglýsa, ekki bara sjálfa sig, heldur einnig vandamál til að rannsaka. Og því dramatískari sem þeim tekst að gera vandamálið því líklegra er að almenningur réttlæti að peningum sé ausið úr almannasjóðum til verkefnisins.
Nú má ekki skilja mig svo að ég sé á móti því að fé sé varið í rannsóknir á sem flestum sviðum. Ég tel hins vegar að gjalda beri varhug við því að almenningur taki slíku gagnrýnislaust. Og í ljósi þess sem að ofan greinir, vil ég ekki að notuð séu rök eins og"Af því að vísindamenn segja það".
Mig langar að bæta hér við hlekk á síðu Ágústs Bjarnasonar. Afar athyglisvert sem þar kemur fram, einnig í athugasemdunum við færslu hans. Smellið her
Góð og slæm gróðurhúsaáhrif í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 6.4.2007 (breytt 7.4.2007 kl. 00:18) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 946109
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
- Draga upp ranga mynd
- Alvöru sparnaður
- Stjórnmálaleiðtogar ydda blýanta fyrir komandi friðarviðræður
- Álfabakkahúsið er minnisvarði
- Væri fólkið á Sauðárkróki opið fyrir því að hitta 100% mennska gesti frá öðrum stjörnukerfum Y/N?
- Munu heilbrigðisstarfsmenn stíga fram (á aldrei von á kennurum, sem sýnir aumingjagang stéttarinnar)
Athugasemdir
Gott innlegg í þarfa umræðu.
Ragnar Bjarnason, 6.4.2007 kl. 15:33
Takk fyrir góð skrif.
Þar sem þú minnist á bloggsíðu mína um nýstárlegar kenningar dönsku vísindamannanna, þá ætla ég að leyfa mér að vísa á næstum áratuga gamla síðu (þarfnast viðgerðar) Er jörðin að hitna - Ekki er allt sem sýnist , og aðeins yngri síðu sem kallast Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari?, en þar er fjallað um það sem gæti gerst á næstu árum/áratugum, og hvað gera þá þeir vísindamenn sem í dag spá hamförum af mannavöldum?
Ágúst H Bjarnason, 7.4.2007 kl. 07:14
Takk kærlega sömuleiðis. Ég ætla að skoða þetta vel.
Ég stökk aðeins inná "Er jörðin að hitna" áðan og fór beint í kaflan "Herkví hagsmuna" Ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar ég sá þetta:
- Nú er að hefjast nýtt tímabil og kolsýrukvóti gengur kaupum og sölum. Kolsýrugreifar ætla að græða vel. Þeir hafa hagsmuni af því að viðhalda hæfilegum hræðsluáróðri.
Þetta gæti jafnvel átt við annarskonar greifa að hræðsluáróðrinum slepptum. Upptalningin þarna er öll rétt að mínu mati. Ég hlakka til að lesa meira. Takk!
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2007 kl. 07:49
Ég hef nú verið á þeirri skoðun að best sé að taka nokkuð mark á vísindamönnum og vönduðum rannsóknum, er það ekki skynsemi ? Þessi umræða ykkar virkar eiginlega verr en að hlusta á öfgafulla umhverfissinna, og eru þeir þó óþolandi, en látið ekki þannig lið setja ykkur í sömu spor, bara hinu megin, þetta er ekki keppni um að láta ekki vaða yfir sig, heldur að nota þá þekkingu sem við búum yfir og vísindi til að umgangast nátturuna af þekkingu, að nota skynsemina. Dettur ykkur virkilega í hug að það sé hópur af vísindamönnum sem er helst að dunda sér við að koma meðvitandi með rangar upplýsingar, bara svona af því þeir hafa ekkert annað að gera ! Auðvitað koma stundum fram hugmyndir frá vísindamönnum þar sem lagt er til að fara með gát og manni finnst jafnvel óþarflega varlega og fullmikil svartsýni, en það er þá oftast vegna þess að ekki er hægt að sýna fram á að svo stöddu að það sé rétt, og því rétt að rannsaka betur, en þannig hagar einmitt skynsamur sér, rannsakar og notar þá þekkingu sem við höfum og framkvæmum svo. Og af því að Gunnar bendir á að Dabbi hafi fengið bágt fyrir að tala um þetta, þá er nú að koma margt í ljós með hann sem hefur nú ekki staðist, sagði hann ekki að allt væri að verða svo fínt í Írak, smá vesen í einu fylki, en annars allt í góðu þar, nú svo var að koma í ljós að á einu ári reddaði hann vinum sínum sendiherrastöðum svona rétt áður en hann hætti, af 9 ráðningum voru 7 pólitískar ! Við skulum ekkert taka mark á svona gaurum. Notum skynsemina og tökum mark á þeim sem það gera, en verum ekki í einhverri keppni við fámennan hóp öfgakenndra umhverfissinna.
Fróni (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 10:51
En það má efast, er það ekki? Spyrja fleiri spurninga? Hér eru nokkur gullkorn úr "Er jörðin að hitna":
"Um hvað rétt er eða rangt í náttúruvísindum verða aldrei greidd atkvæði, ekki einu sinni hjá hinni voldugu stofnun Sameinuðu Þjóðunum. Náttúran heldur sínu striki, hvort sem það er vilji okkar eða ekki".
Vel þekktur bandarískur stjarneðlisfræðingur orðaði þetta þannig:
"The essence of science is that it is self-correcting."-Carl Sagan
Gamall vísdómurEkki trúa neinu ef þú hefur bara heyrt um það.
Ekki trúa neinu ef það er aðeins orðrómur, eða eitthvað sem gengur manna á milli.
Ekki trúa neinu sem er í þínum trúarbókum.
Ekki trúa neinu sem kennarar þínir, eða þeir sem eru þér eldri segja þér í krafti valds síns.
Ekki trúa á aldagamlar venjur.
En, ef þú kemst að raun um, eftir skoðun og greiningu, að það kemur heim og saman við heilbrigða skynsemi og leiðir gott eitt af sér, þá skalt þú meðataka það og lifa samkvæmt því. Gautama Buddha (~563 F.Kr.-~483 F.Kr.)
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2007 kl. 14:39
Þakka þér athugasemd þína á mínu bloggi. Ég brást við henni þar.
Ég er að mörgu leyti sammála Fróní hér að ofan enda sjálfur úr samfélagi vísindanna (eða amk á leiðinni inn í það). Við treystum vísindamönnum af gildri ástæðu. Flestir vísindamenn vinna að heilindum og bíta einmitt frekar í það súra epli að hafa oft frekar lítið upp úr krafsinu fyrir sínar rannsóknir. Ekki geta íslenskir líffræðingar sem hafa lagt mikla og góða vinnu í að rannsaka íslenska náttúru hreykt sér af ríkidæmi. Einmitt þess vegna eiga þeir skilið traust og var það afar sárt að sjá niðurstöður þeirra virtar að vettugi og jafnvel taldar ómerkilegar þegar þeir unnu að rannsóknum fyrir umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar. Það var ljót hlið á þeirri umræðu, sama hvað manni finnst um hvort virkja eigi eða ekki. Það er auðvitað persónuleg skoðun hvers og eins.
Það er rétt hjá þér Gunnar að það er mikilvægt að efast. Það að efast og spyrja spurninga er grundvöllur vísindahyggju. Þess vegna eru engar staðreyndir algildar né sannaðar til fulls. En það er hægt að tína til mörg rök fyrir þeim og til þess eru rannsóknir og gagnrýnin umræða í kjölfarið. Hins vegar getum við ekki byggt upp neina vitneskju, fróðleik, lögmál og þ.a.l .reglur og gildi ef við efumst um allt og tökum ekkert alvarlega. Það getur einnig verið mjög hættulegt því það leiðir til þess að allt sem við gerum sé réttlætanlegt í nafni vafans. Það vill því miður oft vera fylgifiskur öfgakenndrar frjálshyggju en það er önnur saga.
Eitt annað sem þú minnist á hér að ofan sem ég veit ekki hvort þú hefur mikið fyrir þér í. Það eru rannsóknir á lífverum (einkum dýrum) í útrýmingarhættu. Þó vissulega sé þar um að ræða spár um örlög tegunda þá byggjast þær rannsóknir á staðreyndum sem eru oftar en ekki mjög afgerandi þ.e.a.s. tölur yfir fjölda einstaklinga fyrr og nú. Það er engin lygi að aðgerðir mannsins beint eða óbeint hafa leitt til útdauða og fækkunar ótalmargra tegunda sem áður fyrr voru mun algengari. Í sumum tilfellum á mun meiri hraða en telst náttúrulegt ef útdauðamódel í þróunarfræðum eru skoðuð. Vissulega er ekki hægt að rekja það allt til loftslagsbreytinga heldur m.a. eyðingu búsvæða, ofveiða, flutnings tegunda milli heimálfa og fleiri vistfræðilegra raskana. Það vandamál er eins augljóst og það getur verið og við getum engum kennt um nema okkur. Hvað manni finnst um það er svo annað mál og siðferðisleg spurning sem hver og einn þarf að gera upp við sig.
Góðar stundir. Þetta er mikilvæg umræða þó ég sé mörgum ykkur ekki sammála og vildi helst óska að þið skiptuð um skoðun.
Það er rétt
Snorri Sigurðsson, 7.4.2007 kl. 16:59
Varðandi um rannsóknir og/eða umfjöllun á dýrum í útrýmingarhættu, þá er ég helst að meina skilgreininguna á því hvenær dýr séu í útrýmingarhættu og hvenær ekki. Svokallaður válisti sem ég hef séð tekur til fjölda dýra innan tegunda og þegar fjöldinn fer niður fyrir ákveðin mörk þá komast þau á þennan válista. T.d. fór hrafninn inn á válista hérlendis fyrir fáeinum árum og þá var talað um að friða hann. Á sama tíma sá ég hrafna út um allt. Vinsælt er að segja að náttúran eigi að njóta vafans, en hysteria er ekki náttúruvernd til framdráttar. Þess vegna tel ég að vanda þurfi alla umræðu og gengisfella ekki þá umræðu með ýkjum t.d. með því að setja fugla og sýrategundir á válista þó fækki í stofninum. Ef fólk fer að upplifa svona válista sem hysteriu og ýkjur þá hættir það að bera virðingu fyrir varnaðarorðunum. Ég þykjist vita að til séu reiknilíkön og formúlur fyrir því hvenær dýr skuli sett á slíka lista, en eru þau fræði hafin yfir gagnrýni?
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2007 kl. 17:58
Það muna allir eftir Kúariðufárinu sem gekk yfir fjölmiðlana upp úr 2000. "Fræðimennirnir" töldu aðeins toppin á ísjakanum komin í ljós. þá höfðu 47 dáið úr kúriðu. Árið 2002 frömdu um 270 kúbændur í Bretlandi sjálfsmorð vegna gjaldþrota og erfiðleika í greininni. Ennþá í dag er öll notkun kjötmjöls bönnuð í Evrópu og minnstu mátti muna að fiskimjöl yrði bannað líka. Samkvæmt spám kúariðu fræðimannana ættu í dag tugir ef ekki hundruðir þúsunda manna að vera drepast. En afleiðingarnar hafa verið þær að þúsundir hafa tekið líf sitt og en fleiri orði gjaldþrota vegna þessa bulls og miljónum tonna af kjötmjöli hent í hverjum mánuði
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 7.4.2007 kl. 18:40
Góður punktur Nafni. Og hver man ekki eftir "2000 vandanum". Hverjir mökuðu krókinn þá?
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2007 kl. 18:44
Válistar eru ekki niðurnegld fyrirbæri. Tegundir geta farið inn og út af válistum. Það er metið eftir stofnstærð, afkomu og framtíðarhorfum hverju sinni. Það eru margar tegundir sem eru á jaðrinum að teljast í hættu og það getur vissulega verið erfitt að meta ástand þeirra stundum. Það krefst mikilla rannsókna á einstökum tegundum sem er auðvitað mikil vinna og ekki alltaf möguleiki. Varðandi hrafninn þá hefur þótt ástæða á sínum tíma að setja hann á válista, líklega vegna slæmrar afkomu það árið og þar af leiðandi smá hruns í stofninum. Þú hefur líklega séð marga hrafna því þeir hafa leitað meira inn í þéttbýlið og að sveitabæjum líkt og þeir gera þegar það er erfitt fyrir þá að finna fæðu. Ef varp hefur gengið illa þá eru þeir einnig meira á ferðinni.
Gott dæmi um íslenska fuglategund sem hefði án efa dáið út hérlendis ef hún hefði ekki verið friðuð (fyrir daga válista) er haförninn. Hann hefur nú verið friðaður í rúm 90 ár en það er ekki fyrr en tiltölulega nýlega sem honum hefur farið að fjölga aftur að ráði og stækka útbreiðslusvæði sitt á nýjan leik. Fyrir friðunina voru örfá pör eftir og bændur gátu drepið þá að vild ef þeir töldu þá ráðast á lömbin sín (sem er mun sjaldgæfara en halda mætti). Breytt viðhorf í náttúruverndarmálum sáu til þess að erninum var ekki útrýmt með öllu.
Ég er sammála þér að hystería gerir engri málefnalegri umræðu gott. En válistar eru engin hystería, þeir eru einungis ákveðin aðferðafræði í verndunarmálum til að benda fólki á að ákveðnar tegundir gætu verið í hættu á að fækka frekar og að gæta skal þess að gera þeim ekki óþarfa mein.
Jæja nú ætla ég að hætta þessu bloggrausi í bili. Gleðilega Páska.
Snorri Sigurðsson, 7.4.2007 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.