Það er talað um "upplýsingaöld", en hún er að sjálfsögðu afurð internetsins. Ekkert óvenjulegt gerist í heiminum án þess að það sé á allra vitorði, ef ekki í beinni útsendingu þá a.m.k. samdægurs.
Margir halda að tíðni jarðskjálfta hafi aukist af því nákvæmar fréttar berast strax um heimsbyggðina um leið og þeir gerast. Sömuleiðis að allskyns slys, s.s. flugslys, járnbrautaslys, rútuslys o.s.f.v. sé að aukast en það er rangt... en ferðalög hafa aukist en hlutfall slysa ekki.
Þetta á einnig við um upplýsingar um veðrið. Á hverjum einasta degi, einhversstaðar á hnettinum okkar eru óvenjuleg veðrabrigði og þau eru komin á youtube eða snapchat um leið. Óvenjulegir þurrkar, óvenjulegar rigningar, óvenjuleg snjókoma, óvenjulegir vindar.
Veður-fréttir eru vinsælar og varla á þær minnst núorðið nema "Global-warming" fylgi í kjölfarið. Allt er hnattrænni hlýnun að kenna og aldrei á hana minnst nema eins og dómsdagur sé í nánd. Nefna má sem dæmi um fellibylji sem dómsdagsspámennirnir segja að séu að aukast svakalega. Það er auðvitað rangt, eins og fjölmargt annað kemur frá dómsdagsspámönnunum. Fellibylir í N-Atlantshafi eru í slöku meðallagi og styrkur þeirra ekki aukist á þessari öld.
En tjón af völdum þeirra hefur aukist en það hefur samt ekkert með fjölda þeirra eða styrk að gera. Fólki er hins vegar stöðugt að fjölga, en þó aðallega í þróunarlöndum og þéttleiki byggða hefur aukist mikið, sérstaklega við ströndina, en þar herja fellibylir jú harðast á mannfólkið.
Sjöunda slysið síðan í byrjun 2014 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.