Athugasemdir
Er þetta mynd af Dúmbó? Svakalega flottur köttur. Skil þig í sambandi við rotturnar, ég er sjálf með samviskubit yfir að vera illa við kóngulær og geitunga... nei ekki geitunga. Á kött og 2 hunda og elska þessi kvikindi.
Jóna Á. Gísladóttir, 31.3.2007 kl. 01:16
Ef þetta er Dumbó þá er hann bara litið kríli á þesari mynd. En þá fer ég að spegúlera. Var það Dumbó eða Júmbó? Var þetta ekki fljúgandi fíll í Andrésblöðunu?
Pétur Tyrfingsson, 31.3.2007 kl. 03:54
Nei en hann var alveg eins þegar hann var kettlingur. Búkurinn stækkaði heldur meir í hlutfalli við eyrun. Ég gúgglaði þessa mynd á netinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2007 kl. 03:55
Ég nefnilega hélt að við ættum að skýra hann Júmbó en dóttir mín vildi hafa það Dúmbó því einhver fíll í teiknimynd hjá Disney hét það.
Ég á mynd af Dúmbó okkar, skipti henni inn fljótlega.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2007 kl. 04:02
Sem mig grunaði.... Þetta er fljúgandi fíllinn. Við ólumst nefnilega upp við Jumbó. Svo hefur sjálfsagt einhver breytt því í Dumbó á íslensku af því það er auðvitað borið fram Dsjumbó á enskunni.
Gaman að þessu Disney-rugli. Gúffí og Feitmúli, Andrés (íslenska og danska) og Kalli (sænska) fyrir Donald.
En hvað með Tarzan? Einhver sagði mér að það hefði verið þýtt á norsku sem Skogs-Harald eða Skógarharaldur. Á Íslandi er þetta sambærilegt eins og að tala um Engja-Láka!!!
Kondu með myndina af símasfressinu. Þó fyrr hefði verið! Ekki veitir af á þessum voluðu tímum að gleðjast yfir blessuðum dýrunum.
Pétur Tyrfingsson, 31.3.2007 kl. 04:19
Nei þetta er víst Dúmbó. Ef þú smellir á Disney í færslunni hérna fyrir ofan þá færðu upp síðu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2007 kl. 04:47
Lagðist í rannsóknir. Dumbó er hugmynd sem sprettur upp úr goðsögunni um fílinn Jumbó sem mun hafa verið með í sirkus P. T. Barnum. En Barnum þessi sirkusstjóri mun hafa sagt: There is a suck in every crowd. Í sálfræði er til fyrirbæri sem við köllum Barnum-effect.
Pétur Tyrfingsson, 31.3.2007 kl. 16:09
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
Ég er mikill dýrakall, elska nánast öll dýr stór og smá. Helst að mér sé illa við rottur og minka. En það er kannski bara hræsni í mér, þessi kvikindi eiga náttúrulega mæður sem þykja vænt um þau.
Ég hef átt bæði hunda og ketti, þó aldrei á sama tíma. Einnig átti ég meri um tíma, hana Freyju mína. Svo var mér líka eignuð ljómandi falleg gimbur þegar ég var í sveit sem krakki.
Kettirnir mínir hafa allir verið af íslensku kyni nema tveir. Þeir voru síams. Sá fyrri lenti undir vörubíl, stálpaður kettlingur. Við skýrðum hana Fífu því feldurinn hennar var svo ljós og silkimjúkur. Hún hagaði sér eiginlega eins og hundur og elti mig hvert sem ég fór. Ég gerði mér það að leik að labba hér upp í fjallið fyrir ofan bæinn, yfir móa og læki og upp í kletta. Alltaf fylgdi Fífa í humátt á eftir. Ef ég fór yfir læk sem var of breiður til að hún gæti hoppað yfir þá vældi hún ógurlega horfandi á mig á hinum bakkanum. Ég var alltaf að vona að hún léti sig hafa það að vaða yfir en það varð aldrei. Ég óð til baka og bar hana yfir. Það var ekki að sjá á henni að hún skammaðist sín neitt fyrir aumingjaskapinn.
Í dag eigum við kött sem er einnig af síamskyni. Hann heitir Dúmbó því eyrun á honum eru risastór. Að vísu eltir hann mig ekkert utandyra en hann gegnir mér heima við. Það er sennilega hundur í þessu kyni.
Hér er mynd af Dúmbó. Smellið á myndina til að sjá betur