Hve stór hluti íbúanna?

Afhverju kemur ekki fram hversu stór hluti íbúanna skrifar undir þetta bréf? Mér finnst það skipta máli og einnig hve margar jarðir verða fyrir áhrifum af þessum framkvæmdum.

 "Segir m.a. í bréfinu, að ef af virkjununum þremur í neðri hluta Þjórsár verði muni landslagi í og við ána verða umturnað. Engin rök hnígi í þá átt, að almennur stuðningur sé í sveitinni við þá framkvmd enda ólíklegt að nokkur kæri sig um jökullón nánast gutlandi upp á tröppur hjá sér ótilneyddur"

Eru þetta ekki einhverjar ýkjur? Fullyrðing í anda öfgasinnaðs umhverfisverndarfólks. Einnig svolítið merkilegt að þeir sem skrifa bréfið virðast ekki hafa það á hreinu hvort almennur stuðningur sé við þetta í sveitinni eða ekki, bara að "engin rök hnígi í þá átt". Er ekki sími þarna í sveitinni? Ætti ekki að vera erfitt að hringja bara á bæina og kanna þetta. Þeir sem eru hlyntir þessu þora kannski ekki að hafa hátt um það af ótta við að verða fyrir aðkasti háværs minnihlutahóps. A.m.k hafa menn úr báðum vinstriflokkunum tjáð það í bloggheimum að þeir veigri sér við því að ræða við samherja sína um umhverfissjónarmið. Þeir eru sem sagt ekki góðir og grænir heldur gráir.

Verð að bæta því við að ég sá á bloggsíðu Sigriðar Karenar Bárudóttur sem fékk þennann pésa inn um lúguna hjá sér að bréfið er óundirritað. En lokaorðin í bréfinu eru: Hafnfirðingar stöndum saman -  verjum Þjórsá og Hafnarfjörð.

Athyglisvert.


mbl.is Íbúar við Þjórsá sendu Hafnfirðingum bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég ættla að voan að Hafnfirðingar hugsi um þetta þegar þeir kjósa á morgun.  Með því að stækka þá er verið að raska stórulandsvæði fyrir austan og eiðilgja ár.  Ég er Hafnfirðingur en finnst slæmt að geta ekki kosið þar sem ég flutti norður í land í vetur en þar sem íbúðinn mín er í Hafnarfirði þá hef ég sterkar skoðanir á framtíð bæajarins og þess vegna á að segja nei

Þórður Ingi Bjarnason, 30.3.2007 kl. 08:55

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er ekki orðum aukin sú lýsing sem þarna kemur fram um þá miklu röskun sem fylgir þessum virkjunum. Á kynningarfundi með Landsvirkjun á Selfossi um fyrirhugaðar virkjanir er röskunin satt að segja mun meira en ég átti von á. Þarna fara tún og mikilvæg beitilönd undir vatn, rennsli Þjórsár fer í úr 400 rúmm. fyrir neðan efstu virkjunina niður í 3 -4 rúmmetra. Sama gerist fyrir neðan Holtsvirkjun og Urriðafossvirkjun. Rennslið verður reyndar örlítið meira eða 11 rúmmetrar. Í ánni er lax sem gengur upp ána. Eins og vitað er, er laxinn straumfiskur en ekki vatnafiskur. Þarna verða 3 stór lón með mun minna vatnsrennsli á milli. Laxinn á klárlega eftir að hverfa með tímanum.  Á einum bænum við Holtsvirkjun , verður íbúðarhús og fjós að víkja fyrir virkjunarhúsinu. Finnst ykkur þetta vera smámunir? Ég spyr?

Sigurlaug B. Gröndal, 30.3.2007 kl. 09:07

3 identicon

Virkjun, álver, virkjun álver , svona 2-3 í viðbót, ekkert hugmyndaauðgi, bara álver álver álver álver álver álver í hvern fjörð og fallegan fjalladal, fáum álver.

Það er vægast sagt skelfilegt að hlusta á þetta álraus þitt og þú virðist ekki taka nokkrum rökum eða staðreyndum í því máli frekar en aðrir öfga-álsinnar. Ef maður sem vill ekki álver eða fólk sem þarf að fórna landgæðum sínum opnar munninn þá er hraunað yfir fólk af ykkur álsinnum með bölvuðu bulli og ábyrgðarlausu hjali mammons. Er ekki tími til komin til að vera í takt hér árið 2007 og aðeins að opna gluggann meðan þú hefur tækifæri til.

Þetta er til skammar.

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:32

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Arnar minn, reyndu nú aðeins að vera svolítið málefnalegri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 13:35

5 identicon

Umbúðalaust hjal um kílóverð á þorski er ekki endilega tengt því hvort kílóið á bláberjum sé það sama og trefjaplastumbúðir á neðantryggðarkvóta í vetnisframleiðslu. Ó nei það verður að taka í jöfnuna meðalvigt banana á hvern íbúa í kolvetnsilausu samfélagi en þó einungis ef meðalhæð íbúa er yfir 147,33 cm en ekki undir 139,49 cm. Það eru þó tvær breytur sem geta tryggt afköst m.v. flettiskilti sem nær ekki sýnileika vegna blæbrigða litasamsetninga í trefjum skiltisins en þó einungis ef markaðurinn kallar á það gegn óhóflegri notkun á silfri sem verður að teljast mjög óábyrgt gagnvart sellerisölu á markaði fyrir myndlist og útvörp. Þar sem hver markhópur teygir anga sína þvert gegn almennri vitund um meginlandið og helstu afdrætti af eignum einstaklings.

Kv. Arnar

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 15:14

6 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hvað ert þú að fara Arnar. Mér finnst nú hálf dónalegt að koma með svona bull inná bloggsíðu hjá fólki án þess að hafa broskarl á eftir.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 30.3.2007 kl. 16:30

7 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Gunnar

Þetta lítur út fyrir að vera ættað einhversstaðar annarstaðar frá en frá íbúunum á svæðinu. Með fullri virðingu fyrir heimilum og jörðum þessa fólks sem býr við Þjórsá þá hefur það lengi legið fyrir að þessar þrjár virkjanir muni koma. Það að þær komi í tengingu við stækkunina í Straumsvík er í raun tilviljun frekar en hitt. Fyrir þetta fólk skiptir það ekki máli í hvað rafmagnið fer heldur hvaða áhrif virkjanirnar hafa á nágrenni þess.  

Guðmundur Ragnar Björnsson, 30.3.2007 kl. 16:35

8 identicon

Ég er alveg sammála Arnari, það verður að skoða málið víðtækt og án fordóma, taka allt með í dæminu. Og ég vona að Gunnar sé hættur að gráta eftir lestrur greinarinnar hans Péturs Ty. og þurrka tárin úr augunum. En ekki veit hvort málflutningur öfgakenndra virkjunarsinna eins og Gunnars séu betri en öfgar hjá sumum friðunarsinnum, en þó er einn mikill munur á, að friðunarsinnar skilja ekki eftir sig óafturkræf náttúruspjöll, sem við sitjum uppi með,  meðan hinir standa fyrir því. Ég tek eftir því í skrifum Gunnars að náttúruverndarsamtök eigi einmitt að vera svo göfug, ég held að títtnefndur Gunnar geti ekki bent á nein göfug samtök að hans mati,  og í raun séu þau öll "vond" , svona eru nú öfgarnar hjá sumum.  

Halli (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 16:47

9 Smámynd: Sigurjón

Sem íbúi við Þjórsárbakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi segi ég: Athugið að meirihluti íbúa í hreppnum er fylgjandi þessum framkvæmdum!

Sigurjón, 1.4.2007 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband