Fór með besta vin karlmannsins í viðgerð. Sjónvarpsfjarstýringuna. Hún er enn í ábyrgð og þá þurfti ég náttúrulega að finna ábyrgðarskírteinið af sjónvarpinu. Planið er alltaf að setja öll ábyrgðarskírteini og kvittanir fyrir raftækjakaupum beint í þar til gerða möppu. En einhvernveginn eiga þessar kvittanir það til að taka millilendingu einhversstaðar áður og alltaf þær sem maður þarf á að halda! Hinar sem liggja snyrtilega raðaðar í möppunni tilheyra tækjum sem aldrei bila.
Og þá er leitað dauðaleit með tilheyrandi bölvi. Þegar ég skoða í ábyrgðarskírteinamöppuna góðu þá rekur mann eiginlega í rogastans. Þvílíkur fjöldi af raftækjum á einu vísitöluheimili!
Einu sinni fór ég með dvd tæki í viðgerð sem ég hafði keyp tveimur mánuðum áður í BT. Ég fann ekki kvittunina og spurði afgreiðslumanninn hvort hann sæi ekki í sölubókhaldinu hjá sér þessi kaup. Ég var með dagsetninguna á hreinu. Þá sagði hann að það væri alveg vonlaust að fletta þessu upp því sölurnar væru svo margar. Auk þess væri regla að ábyrgðarskírteinið væri það sem gilti og ekkert annað. Ég fór sneyptur til baka með tækið undir hendinni. Velti því fyrir mér að henda tækinu, kostaði sennilega meira að gera við það en kaupa nýtt. Ákvað að leita aðeins betur heima og tækið endaði upp í hillu inní geymslu. Finn sjálfsagt helv. kvittunina þegar ábyrgðin er runnin út.
Hvað ætli raftækjasölur hagnist mikið á því að fólk tíni þessum kvittunum? Í rauninni er þetta afskaplega óneytendavænt fyrirkomulag, þetta pappírsdrasl. Afhverju geta þeir sem selja okkur þetta ekki bara skráð söluna á kennitöluna okkar í sölubókhaldið sitt? Svo mætum við bara með bilaða hlutinn og persónuskilríki.Til hvers að veifa einhverjum pappírum? Allar upplýsingar um okkur frá vöggu til grafar eru innbrenndar í gerfiheila fyrirtækja og stofnana. Upplýsingar um raftækjakaup okkar ættu ekki að vera vandamál. Persónuvernd fer varla að fetta fingur út í þesslags skráningar. Eða hvað?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945812
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
- -geisp-
- Hver er beinþynningar tölfræðin
Athugasemdir
Tja,, nú skal ég þér segja. Sölurnar eru nú ekki það margar að ómögulegt sé að finna þær, þetta hefur frekar með stefnu hvers fyrirtækis fyrir sig að segja.
BT-menn setja ekki KT á nótur nema beðið sé um það uppá reikningsskil. Þarna liggur hundurinn grafin, meðan tenging við kaup eru óljós og ekki kvittun í hendi er sigurinn þeirra.
Aftur móti með Elkó, þar er sölukerfið þannig að hver starfsmaður þar getur grætt á hverri sölu(þeir safna í pott sem síðan er greiddur út reglulega). Þeas ef hann bókar hana, eina leiðin fyrir hann til að bóka hana er að skrá hana á kennitöluna þína. Þar með fer þetta í kerfið og umleið safnar fyrirtækið reyndar upplýsingum um þig, en á sama tíma er afrit til af nótunni og það er alltaf hægt að láta prenta út afritt fyrir sig. Starfsmenn eru oftast reiðubúnir til þess, einnig er nóg fyrir þá að flétta bara upp sölusögunni þinni og sjá þá um leið hvort varan sé í ábyrgð eða ekki. Ekkert múður.
Þetta er allavega mín reynsla, ég þekki ekki hvernig málin eru í Max eða hjá Ormsson og öðrum búðum.
Þú veist það bara næst, svo er BT líka bara rándýr búlla, Heimilstæki eru oftar en ekki ódýrrari og þeir gera sig ekki út "góð kaup" eins BT gerir(tja eða gerði, virðist vera fast í undirmeðvitund fólks að BT sé með góða díla í verði, kemur svo annað á daginn ef fólk fer að leita að upplýsngum um málin)
Rúnar (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 01:16
Takk fyrir þetta Rúnar.
Neytendasamtökin mættu alveg benda á hvaða verslanir setja pappír sem skilyrði og hverjar láta kennitölu duga. Næst þegar ég kaupi eitthvað sem hefur 2ja ára ábyrgð þá ætla ég fyrst að ath. þetta mál.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.