Draumalandsvagninn

Ómarsframboðið komið á hreint, en engin stefnuskrá og engir framboðslistar. Hraðra handa er þörf til að hrófla upp þessum aukaatriðum.

 

Stundum er frasinn að toppa á réttum tíma notaður.   Er tíminn fram að kosningum nægilega stuttur til að fylgið við Ísl.hreyfinguna hrynji ekki þegar fólkið og flokkurinn er skrútineraður af fjölmiðlum og öðrum flokkum? Því seinna sem svona populisma framboð kemur fram því betra fyrir framboðið. Spurningin er því: er tímasetningin rétt hjá Ómari og co? Hefði e.t.v. verið klókara að bíða alveg fram á allra síðustu stundu með framboðið. Eða er þetta kannski allra síðasta stund? Ég spái því að fyrstu vikurnar sýni skoðanakannanir umtalsvert fylgi við þessa hreyfingu. 20% er mín spá í einhverri af þremur fyrstu. Síðan down hill.

Þó tíminn sé stuttur þá held ég að hann sé of langur fyrir Draumalandsvagninn. Hann verður eldsneytislaus á miðri leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Eftir þessa "kynningu" hjá þeim í gær tel ég alveg ljóst að fyrstu skoðanakannanirnar verði þær hæðstu hjá þeim en komast ekki nærri 20%. Ég myndi veðja á 7-10% en svo erum við sammála með restina, leiðin verður hrap niður á við eftir það

Ágúst Dalkvist, 23.3.2007 kl. 11:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, það er sennilega nær lagi hjá þér. Mér hefur bara fundist svona hálfgerður múgæsingur í gangi... kemur í ljós

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2007 kl. 11:36

3 identicon

Eru menn ekki fullfljótir á sér núna ! Eigum við ekki að sjá stefnuskrá og hvaða fólk verður í boði.
Að það skuli vera einhver múgæsingur eða áhugi fyrir þessu framboði er ekki óeðlilegt, og líklegasta skýringin að fólk vill fá eitthvað nýtt, orðið þreytt á núverandi stjórn og treystir ekki stjórnarandstöðu.
Það er allavega ekki eðlilegt að á sama tíma og bullandi uppgangur er í þjóðfélaginu, skuli allflest mál sem koma hinum almenna íbúa landsins við, vera útundan, eins og t.d. að staða aldraðra hér skuli vera til muna verri en annarsstaðar,  að öryrkjar þurfi ávallt að standa í málaferlum til að geta lifað sómasamlegu lífi, að fólk sem á börn með alvarleg veikindi þurfi að flytja burt til að fá þjónustu við hæfi, að það séu ekki til peningar til að gera hér betri og öruggari vegi og koma með því í veg fyrir alvarleg slys, að ekki séu til peningar til að setja í forvarnir og starf eins og t.d. SÁÁ, og svona má lengi telja.
Auðvitað á að nýta auðlindir landsins af viti, en skýringin sem ráðamenn gefa alltaf er að það sé til að halda uppi velferðarkerfinu, en meðan þar er allt til skammar, þá er betra að geyma þessar auðlindir og nýta þegar við höfum stjórnvöld sem nota aukna innkomu fyrir þegna landsins.
Núverandi stjórnvöld eru fljót að bregðast við þegar snýr að stórfyrirtækjum eða hátekjufólki, t.d. með lagabreytingum vegna gengisbreytinga og afnámi skatts á hlutabréfaviðskipti, en svíkja svo loforð um breytingar vegna lækkunar á vaxta/ og barnabótum til almennings.
Það er t.d. einkennileg að hlusta á rök Geirs Haarde við umræður um fjármagnstekjuskatt og skatt á sölu hlutabréfa, að það sé betra að fá minna af einhverju en mikið af engu, að þannig græði ríkið meira, jú alveg rétt, en þetta bara gildir á svo mörgum öðrum sviðum, er ekki búið að sýna fram á sparnað fyrir ríkið að efla forvarnir og setja fjármagn t.d. í sáá ? Er það ekki sparnaður fyrir ríkið að laga þá vegi sem mörg alvarleg slys verða á hverju ári ? Eða að þjónusta heilbrigðiskerfis sé betri og fólk þurfi ekki að bíða í langan tíma eftir aðgerðum.
Eins er það sparnaður fyrir ríkið að ráða ávallt hæfasta fólkið til starfa, en samkvæmt könnun þá voru langt yfir 50% ráðninga á vegum ríkisins undanfarin ár póitískar ráðningar, má þar minna á er Davíð kom sér fyrir í seðlabankanum eftir að hafa skitið á sig pólitískt með t.d. Íraksmálinu, málaferlum við öryrkja, ofl.

Við ættum að halda uppi eðlilegri gegnrýni á stjórnvöld, benda á það sem þarf að laga og láta í okkur heyra ef þeir sem minna mega sín verða útundan.

Það er eiginlega fyndið að sjá gagnrýni á nýstofnuð samtök sem hafa hvorki komið með stefnu eða hvaða fólk verður á listum. En einmitt dæmi um nytsama sakleysingja sem sjá aldrei eða viðurkenna mistök sinna manna.    

Halli (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 15:04

4 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

mér finnst eiginlega fyndið að sjá nýstofnuð samtök korteri fyrir kosningar en enga stefnu og ekkert fólk á lista en ætla samt að bjóða fram í öllu kjördæmum...

Jóhanna Fríða Dalkvist, 23.3.2007 kl. 15:46

5 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

gleymdi...ég spái að þau fái aldrei hærra en 5% í skoðanakönnunum, nema í mesta lagi á mjög afmörkuðum svæðum, t.d. konur milli 35 og 70 ára sem búa í póstnúmeri 101 og fara í leikhús einu sinni í mánuði.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 23.3.2007 kl. 15:49

6 identicon

Þetta eru hreinir fordómar gagnvart fólkinu sem þú nefnir sem mögulega stuðningsmenn. Ég greini talsverða öfund í tali þínu. Veit ekki hvaðan þú ert en giska á að þú búir úti á landsbyggðinni og hafir gert það meira og minna alla þína tíð. Því miður þá hljóma svona raddir of oft.

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 22:45

7 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ég leyfi mér að gagnrýna þetta nýja framboð einmitt þess vegna m.a. að það er ekki komið með neina lista fyrir kosningar og enga stefnuskrá og vísirinn af henni lofar langt frá því góðu.

Hins vegar er ég sammála þér Halli að við verðum alltaf að vera gagnrýnin á stjórnvöld og margt er það sem þarf að laga og hef ég sjálfur gagnrýnt t.d. aðstöðu aldraðra en það breytir ekki því að sjálfstæðisflokkurinn er eina aflið sem bíður upp á stefnuskrá þar sem þjóðin gæti haft efni á að halda úti góðu velferðarkerfi.

Ágúst Dalkvist, 23.3.2007 kl. 23:45

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gagnrýni á það sem betur má fara í þjófélaginu á alltaf að vera velkomin Halli. En þegar við berum saman okkar velferðaþjóðfélag og kjör saman við önnur lönd þá er ástandið einfaldlega betra hér en víðast annarsstaðar. Allstaðar eru þrýstihópar sem vilja meira, eðlilega. Og sumir eiga það meira skilið en aðrir. Danir og sérstaklega Svíar hafa brennt sig á of-bótakerfi. Í Svíþjóð er t.d. kvartað mikið yfir heilbrigðiskerfinu í dag, komugjöldum og lyfjakostnaði. Danir gera vel við námsfólk og Íslendingar hafa notfært sér það í vaxandi mæli. Danir borga líka töluvert hærri launaskatt en við. Hér er líka gert vel við námsmenn. Húsnæðisúrræði fyrir suma fjárhagslega verst settu nemendurna t.d.  Ég set spurningamerki við "fría" skóla, því auðvitað er ekkert sem heitir frítt í þessari veröld. Þó meiga skólagjöld aldrei vera svo há að það hamli nokkrum að ganga menntaveginn. Ég vorkenni engum að vera blankur á námsárum sínum. Námslán eru í boði og fólk kemur úr skólum með betri afkomumöguleika en hinir sem fara á vinnumarkað án skólagöngu. En á sama tíma og fólk kvartar yfir skólagjöldum og lélegu námslánakerfi, þá duga bílastæðin fyir utan mennta og háskóla landsins ekki undir bílaflota námsmannana. Og það eru ekki bara "ríku" krakkarnir á bílunum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2007 kl. 02:13

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sætti mig ekki við það Halli að fólk sé hér með óviðurkvæmilegar athugasemdir á bloggsíðu minni. Ég þarf að læra að eyða athugasemdum hér, þegar það er komið þá fer síðasta athugasemd þin hérna beint í ruslið

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband