Ég hitt ungverskan tæknifræðing á fjarskiptaviði hér á Reyðarfirði nýverið. Hann ferðast um allan heim á vegum Alcoa. Þar sem ég hef lítið vit á hans fagþekkingu þá fór ég að spyrja hann um lífið í Ungverjalandi. Ég get nefnt það svona í framhjáhlaupi að til Ungverjalands hafa nokkrir nýliðar í álverinu hér verið sendir í starfsþjálfun ásamt til fleiri landa s.s. Kanada, Bandaríkjanna, Bretlands og eflaust fleiri landa. Almennir framleiðslustarfsmenn eru þó mest sendir til Kanada held ég.
En hvað um það, ég spurði manninn um breytingarnar í heimalandi hans eftir fall kommúnismans. Hann svaraði því til að þær hefðu verið meiri og dramatískari en nokkurn óraði fyrir. Helsta vandamálið í efnahagslegu tilliti fyrir breytingar sagði hann hafa verið skortur á framlegð og skilvirkni í atvinnulífinu. Allt var auðvitað ríkisrekið og áhugi á nýsköpun og frumkvæði var enginn. Atvinnuleysi var að vísu ekkert, enda varðaði það við lög að vera atvinnulaus og viðurlögin voru fangelsi. Ef einhvern vantaði vinnu þá var honum bara bætt við færibandið þó engin þörf færi fyrir hann. Hann sagði mér frá móður sinni sem vann sem yfirmaður í verksmiðju sem framleiddi potta og pönnur og fleiri heimilistæki úr málmi. Í verksmiðjunni unnu um 100 manns, þar af á skrifstofunni hjá móðir hans um 10-12, störf sem eðlilegt hefði verið að 3 hefðu sinnt. Helsta vandamálið á skrifstofunni var aðgerðarleysi og vinnudagurinn var oft lengi að líða. Í Ungverjalandi á þessum tíma þekktist ekki yfirvinna og helgarvinna var einungis hjá heilbrigðisstéttum, lögreglu o.s.frv. Opinber stefna stjórnvalda var að 40 stunda vinnuvika væri nóg til framfærslu og þeir kölluðu það "hina opinberu fjölskylduvænu atvinnumálastefnu". Vöruúrval var af skornum skamti og hann nefndi sem dæmi að einungis var hægt að kaupa 3 teg. af reiðhjólum. Enginn svalt og götuglæpir, s.s. inbrot í verslanir voru afar fátíðir, enda ekki eftir miklu að slægjast. Neyðin hrakti fólkið ekki til slíks. Allir höfðu húsnæði og heilbrigðis og menntakerfið algjörlega frítt. Launamunur var mjög lítill á milli yfir og undirmanna í fyrirtækjum og t.d. læknar og annað langskólagengið fólk var á litlu hærri launum en ófaglært fólk. Ferðafrelsi var ekkert nema til ríkja sem voru undir hæl Sovétmanna. Stöðugur áróður var í gangi um hve hættuleg hin vestrænu ríki væru og allskonar lygasögur um t.d. nágrannaríkið Austurríki var haldið að almenningi og fólk var varað við of miklum samskiptum við erlenda ferðamenn. Allstaðar voru augu og eyru sem fylgdust með fólki og brot á reglum stjórnvalda þýddi umsvifalaust fangelsi. Hann sagði þó að almennt séð hafi ungverjar ekki lifað í ótta, stór hluti þjóðarinnar trúði áróðrinum og taldi einfaldlega að heima væri best. Hann taldi t.d. að ástandið í Austur-Þýskalandi hafi verið mun verra hvað þetta varðaði. En síðustu árin fyrir fall kommúnismans var fólk tekið að efast stórlega um "slæma vestrið".
Ungverjinn sagði mér að uppvaxtarár sín í Ungverjalandi hafi verið hamingjurík og áhyggjulaus. Samverustundir við foreldra sína og stórfjölskyldu hafi verið miklar og góðar enda fólk ekki upptekið af lífsgæðakapphlaupi og yfirvinnuáþján eins og vesturlandabúar þekkja.
Ég spurði hann um hvata ungs fólks til að mennta sig úr því launaávinningurinn væri svona lítill. Hann svaraði því til að að ávinningurinn hefði falist í betri vinnuaðstæðum og hugsanlegum ferðalögum og e.t.v. öðrum bittlingum eins og örlítið stærra húsnæði o.þ.u.l.. En hvatinn hefði samt ekki verið nógu mikill og það hafði skapað vandamál, en almenningur vissi ekkert um þau.
Eftir fall kommúnismans og einkavæðingu potta og pönnufyrirtækis móður hans var 70% starfsfólks í verksmiðjunni sagt upp störfum. Móðir hans var lækkuð í tign og gerð að gæðaeftirlitsstjóra frammi í sal. Framleiðslugeta verksmiðjunnar minnkaði ekkert. Nokkrum árum síðar voru enn gerðar breytingar og þá var móður hans sagt upp störfum.
Ég spurði Ungverjann hvað hug fólk bæri til "gamla" tímans. Foreldrar hans og margt eldra fólk saknar gamla tímans. Allt var svo miklu einfaldara og áhyggjulausara. Yngra fólkið saknar auðvitað ekki þessa tíma. Það aðlagaðist fljótt vestrænum lífsmáta, hraða, neyslukapphlaupi, ferðalögum....og yfirvinnu. Þjóðfélaginu var kippt inn í vestræna "modelið" á örskömmum tíma með öllum sínum kostum og göllum. Atvinnuleysi, glæpir, eiturlyfjaneysla, allt þetta kom á undraskömmum tíma. En einnig velsæld og alsnægtir hjá mörgum.
En hvað með fortíðina, einhverjir draugar? Já sagði hann, efnahagsástandið er slæmt vegna gífurlegra skuldasöfnunar gamla kerfisins. Þar sem framlegðin í landinu hafði ekki verið upp á marga fiska í áratugi þá var ljóst að einhver annar hafði borgað fyrir þó það sem þeir höfðu, og það voru gömlu Sovétríkin. Þegar þau byrjuðu að riða til falls og "mjólkurpeningarnir" hættu að streyma, þá varð einhvernvegin að fjármagna þjóðfélagið. Það var gert með lántökum og það ekki litlum. Ungverjar súpa seyðið af því í dag. Ungverjum voru boðnar niðurfellingar á erlendum skuldum þegar ljóst var hversu erfiðleikarnir voru gífurlegir. Lánadrottnarnir mátu það svo að betra væri að afskrifa skuldirnar og fá hjól atvinnulífsins til þess að snúast almennilega heldur en að blóðmjólka þetta þjóðfélag með ófyrirsjánlegum afleiðingum. Þetta buðu lánadrottnar ekki af góðmennsku og hjartahlýju, heldur af viðskiptalegum sjónarmiðum. Kalt mat, það græðir engin á gjaldþroti og örbirgð. En viti menn, forsætisráðherra landsins neitaði að þyggja þessar niðurfellingar á skuldunum. Óskiljanlegt að margra mati, en einhver sjálfstæðis sjónarmið áttu að liggja þar að baki og að ungverjar þæðu ekki ölmusu. Ungverjinn sagði mér að ef ekki yrði látið af þessu "þjóðarstolti" þá tæki það þjóðina áratugi að jafna sig á draugum fortíðarinnar.
Margt annað sagði Ungverjinn mér í þessu fróðlega spjalli en þetta er svona það helsta sem kemur upp í hugann þegar ég rifja þetta upp. Vona að einhver hafi haft gaman að þessu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 131
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hefðum ekkert val
- Frekjuleg afskiptasemi varðandi rúðuþurrkur?
- Hildur eftir Satu Rämö
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastríð -- hann hlýfir Kína, meðan hann virðist ætla að ráðast að helstu bandalagsríkjum Bandaríkjanna í staðinn! Kína að sjálfsögðu mun mokgræða á þeirri nálgun Trumps!
- Í brengluðum samtímanum er vonin og fyrirmyndin í Biblíunni, meðal annars
- Danska innflytjendastefnan er öfga-hægri utan Danmerkur
- Strætóstelpurnar
- Nýr veruleiki með tilraunastofuuppruna covid
- Hófleg beit er besta landnýting
- Trump-áhrifin
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Ellefu ára stúlka stungin til bana í Hollandi
- Vara við lífshættulegu ástandi
- Kanadamenn hyggjast leita réttar síns
- Rubio í Panama: Óbreytt ástand óviðunandi
- Mótmæltu rofi CDU á eldveggnum
- Þetta eru viðurstyggilegustu glæpirnir
- ESB harmar ákvörðun Trumps
- Þetta er algjörlega geðveikt
- Kanada og Mexíkó mæta Trump af hörku
- Mótmæla komu utanríkisráðherrans
Íþróttir
- Margrét Lára: Stórkostlegur markmaður sem við eigum
- Stólarnir voru bara betri en við í dag
- Rashford orðinn leikmaður Villa
- Vorum með tökin allan leikinn
- Félagaskiptin í enska fótboltanum - janúar
- Vítakeppni og dramatík í Laugardal
- Leikmaður United lengi frá?
- Sannfærandi sigur Tindastóls í toppslagnum
- Arsenal skoraði fimm gegn City (myndskeið)
- Úlfa Dís fór á kostum
Athugasemdir
Gaman að heyra af því hvernig íbúar austantjaldsríkjanna upplifðu þennan tíma.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 23.3.2007 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.