Ég fór í skot túr suður á Hornafjörð í gær. Það var kalsa veður og 3-4 stiga frost fyrir hádegi en samt fannst mér ég skynja á byrtunni að vorið nálgast þó allt væri grámyglulegt og vetrarlegt um að litast.
Á Hornafirði var hins vegar hið ágætasta veður og frostlaust. Eftir um klukkustundar stopp og hádegisverð á salatbar á pöbbnum, lagði ég af stað heim á leið í fjörðinn kenndan við hval. Sem ég keyri út úr þorpinu sé ég álftapar fljúga yfir. Ekki veit ég hvort álftir hafa vetursetu á Höfn, held þó ekki og tók þetta sem vitni um vorkomuna. Yndisleg tilfinning. Á leiðinn til baka var orðið frostlaust á fjörðum og hægviðri. Í Berufirðinum varð ég endanlega sannfærður um vorkomuna. Bændur með mykjudreifara aftan í traktorunum sínum. Ég stoppaði bara til að finna lyktina. Ilmurinn var indæll og um mig hríslaðist sælutilfinning. Skrítið hvernig þessi skítalykt getur gert mann hamingjusaman, svona inní sér.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.3.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 946755
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Valdafórnir ríkisstjórnarinnar
- Breytingar og gleði.
- Truflandi auglÿsingaskilti
- Reikningur vegna skógarhöggs
- ÞETTA Á NÚ EKKI AÐ VERA NEITT FLÓKIÐ MÁL.....
- Gangi okkur öllum reglulega vel
- Það er rétt að halda til haga UPPTÖKU AF BÚNAÐARÞINGINU 2025:
- Til lesenda Samfélags og sögu
- Útvarpsstjóri hæðist að lögreglunni
- Pæling
Athugasemdir
Já gaman að heyra að náttúrufegurðin hafi snort þitt hjarta og rétt er það að hún er stórfengleg og að finna góðan mykjuilm leika um loftið er frábært.
Ég hvet þig til að njóta þessara minninga í huga þínum því staðreyndin er sú að eftir nokkra mánuði munt þú upplifa síðasta vorið á Reyðarfirði FYRIR álver. Það verður vorið sem þú átt eftir að hugsa oft til, vorið fyrir álver. Eftir að gulbrún mengunarslikjan hangir yfir bænum, súr fnykurinn og drynjandi þungavinnuvélar verður þín daglega upplifun. Þá munt þú og aldrei meira en einmitt þá hugsa til þess hve vorið var yndislegt með alla þessa náttúru ósnortna , álftarpar, mykjuilmur "I love it".
Allt FYRIR álver
Kveðja Arnar
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:32
hahaha, það er bara húmor í fólki, mjög rómantískt að tala um gula slikju, mikið held ég að fólk verði fyrir miklum vonbrigðum þegar það finnur svo allt í einu ekki þessa gulu slikju sem átti að koma, HA hvernig skildi standa á því?
Var þetta þá kannski bara allt í lagi eftir allt saman?...ja hver veit... spurning hverjir af þeim sem bíða eftir gulri slikju fáist til að viðurkenna það...alltaf erfitt að viðurkenna þröngsýni býst ég við.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 21.3.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.