Meðal vísitölufyrirvinnan kemur heim úr vinnu um eða uppúr kl. 17 síðdegis. Flestar fjölskyldur á Íslandi borða kvöldmat milli klukkan 18 og 19.30.
Ég vil hafa birtu og yl úti og eiga möguleika á að njóta kvöldmatarins utandyra með fjölskyldunni á sumrin. Síðdegissólin er mér meira virði en morgunsólin. Ég held að fleiri njóti sólarinnar þegar þeir eru ekki að vinna.
Ég sé ekki neitt heilsusamlegt við að fækka gæðastundum okkar í sólinni.
![]() |
Svona birtir með breyttri klukku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 946763
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Skáldleg ádrepa
- Bæn dagsins...
- Úthafið er ógnvænlegt, en bátur okkar lítill og brothættur
- Vestræn pólitísk rétthugsun kostar líf kvenna og réttindi
- Trans er menningarrán karla á konum
- Þau eru vissulega mörg mistökin
- Mjólkurkúnni slátrað
- Villur og veiðigjöld
- Angurgapi - íslenskur galdrastafur
- Við erum löngu hætt að vera frjáls. Við erum í hlekkjum auðróna, en enginn getur breytt því nema við sjálf
Athugasemdir
Ég er algjörlega sammála þér Gunnar. Ég fæ ekki með nokkru móti skilið hvernig morgunbirta, þegar þorri þjóðarinnar er inni, á að bæta geðheilsu fólks. Ég vil hafa bjart úti þegar ég er búinn að vinna ekki á meðan ég er að vinna!
Ævar (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 17:08
Var einmitt að hugsa þetta þegar ég horfði á þetta myndband... sólin er komin upp almennilega á stystu dögunum 10:30-11:00 og er sest í kringum 17
Hver er tilgangurinn að flýta tímanum um t.d. 2 tíma og fá sólina sesta klukkan 15? Er það eitthvað mikið skárra? :)
Ekki það það væri voða notalegt að vakna nær birtunni í tíma, en það eru til ljós á heimilum :Þ
ViceRoy, 30.11.2014 kl. 20:05
Látum oss nú sjá ... ég fer út úr dyrum yfirleitt kl. 7:30 og þá er myrkur. Ef klukkunni yrði breytt myndi ég leggja af stað kl. 7:30 en í myrkri samt sem áður. Frábært.
Hilmar (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 00:06
Ég vil hafa birtu og yl úti og eiga möguleika á að njóta kvöldmatarins utandyra með fjölskyldunni á sumrin.
Ef mig misminnir ekki því meir, þá er yfirleitt ekki skortur á síðdegisbirtu á sumrin.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2014 kl. 15:36
Til að forðast misskilning þá er fyrri setningin hjá mér hér fyrir ofan bein tilvitnun í færsluna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2014 kl. 15:38
Ylurinn hverfur yfirleitt fljótt á Íslandi þegar sólin sest. Á sumrinn er hún farin á bak við fjöll hér á Reyðarfirði upp úr kl. 18 þegar best lætur. Væri til í að lengja það, ekki stytta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2014 kl. 21:01
Sammála þér Gunnar, það eru svo margir í dreyfbýlinu sem ekki njóta sólar eftir kl. 6 til 6.30 sbr.
vestfirðina og svo auðvitað þið þarna fyrir austan. Hvers vegna má ekki gefa okkur aukabirtu á sumrin og stytta hana og hafa bjartara á morgnana í skammdeginu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 18.12.2014 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.