Meðal vísitölufyrirvinnan kemur heim úr vinnu um eða uppúr kl. 17 síðdegis. Flestar fjölskyldur á Íslandi borða kvöldmat milli klukkan 18 og 19.30.
Ég vil hafa birtu og yl úti og eiga möguleika á að njóta kvöldmatarins utandyra með fjölskyldunni á sumrin. Síðdegissólin er mér meira virði en morgunsólin. Ég held að fleiri njóti sólarinnar þegar þeir eru ekki að vinna.
Ég sé ekki neitt heilsusamlegt við að fækka gæðastundum okkar í sólinni.
Svona birtir með breyttri klukku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945742
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Gunnar Smári, fósturvísar & "ógeðslegt Djúpríki"
- nei takk er á bíl
- Það er enginn friður fyrir heimsbæokmenntunum
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRIR ÁFRAMHALDANDI TAPI Á REKSTRI BORGARINNAR.....
- Skilvirkni hlutabréfamarkaða - japanska sagan
- -óreiðuheimurinn-
- Flugvöllur á milli vina
- Starfsmenn neyðarmóttöku og hjúkrunarheimila afþakka mRNA bóluefnið
- Trump mun tapa þó hann sigri
- Helstefna Davíðs Þórs Jónssonar
Athugasemdir
Ég er algjörlega sammála þér Gunnar. Ég fæ ekki með nokkru móti skilið hvernig morgunbirta, þegar þorri þjóðarinnar er inni, á að bæta geðheilsu fólks. Ég vil hafa bjart úti þegar ég er búinn að vinna ekki á meðan ég er að vinna!
Ævar (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 17:08
Var einmitt að hugsa þetta þegar ég horfði á þetta myndband... sólin er komin upp almennilega á stystu dögunum 10:30-11:00 og er sest í kringum 17
Hver er tilgangurinn að flýta tímanum um t.d. 2 tíma og fá sólina sesta klukkan 15? Er það eitthvað mikið skárra? :)
Ekki það það væri voða notalegt að vakna nær birtunni í tíma, en það eru til ljós á heimilum :Þ
ViceRoy, 30.11.2014 kl. 20:05
Látum oss nú sjá ... ég fer út úr dyrum yfirleitt kl. 7:30 og þá er myrkur. Ef klukkunni yrði breytt myndi ég leggja af stað kl. 7:30 en í myrkri samt sem áður. Frábært.
Hilmar (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 00:06
Ég vil hafa birtu og yl úti og eiga möguleika á að njóta kvöldmatarins utandyra með fjölskyldunni á sumrin.
Ef mig misminnir ekki því meir, þá er yfirleitt ekki skortur á síðdegisbirtu á sumrin.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2014 kl. 15:36
Til að forðast misskilning þá er fyrri setningin hjá mér hér fyrir ofan bein tilvitnun í færsluna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2014 kl. 15:38
Ylurinn hverfur yfirleitt fljótt á Íslandi þegar sólin sest. Á sumrinn er hún farin á bak við fjöll hér á Reyðarfirði upp úr kl. 18 þegar best lætur. Væri til í að lengja það, ekki stytta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2014 kl. 21:01
Sammála þér Gunnar, það eru svo margir í dreyfbýlinu sem ekki njóta sólar eftir kl. 6 til 6.30 sbr.
vestfirðina og svo auðvitað þið þarna fyrir austan. Hvers vegna má ekki gefa okkur aukabirtu á sumrin og stytta hana og hafa bjartara á morgnana í skammdeginu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 18.12.2014 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.