SÁÁ mótmælir hjá frönskum vínbændum

 

Umhverfis og mengunarumræða á Íslandi er á voðalegum villigötum. V-Grænir hafa stjórnað þeirri umræðu allt of lengi enda er aðalatriðið í þeirra huga að verið er að selja raforkuna til erlendra auðhringa og að verið sé að "nota" okkur. Eins og allir vita þá eru auðhringar byrtingarmynd djöfulsins sjálfs í þeirra huga

 Mynd Al Gore í USA hef ég ekki séð en sá smá bút úr henni um daginn. Í þeim bút var fjallað um hvað almenningur sjálfur getur gert til að draga úr losun mengandi efna. Um það á baráttan að snúast en ekki gegn þeim sem framleiða það sem almenningur krefst. Eiga þeir sem berjast gegn áfengisbölinu að mótmæla hjá vínbændum í Frakklandi?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru menn alveg að tapa sér yfir því að VG er að hrekja ykkur úr ráðuneytinu. Framundan eru bjartir tímar hjá öryrkjum, öldruðum, sjúkum, þeim sem una náttúrunni eða m.ö.o. hjá öllum þeim sem teljast frá börnum til aldraða og hafa gaman af því að lifa lífinu, hinir kjósa sömu flokka aftur. Svona er þetta bara kallinn minn :-)

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband