Athugasemdir
Sæll Gunnar
Heldur þykir mér þetta ófögur sjón sem þú dregur upp af tillusjómanninum þó eflaust hafi hor lekið úr nös við og við. Er ekki alveg sammála þér að setja allan vkótan á hendur þeirra sem eru stærstir og bestir þó þeir eigi vissulega að fá að njóta sín. Þetta er ekki bara svart og hvítt. Við getum gert annað af öðru og meira af hinu. Það er þekkt að fyrir einn trillukarl þá skapast 3 störf í landi, þjónusta , fiskmarkaður, viðgerðir o.fl. Þannig að auðvitað eigum við að auka vægi trillukarla og hafa verksmiðjuskipin úti á ballarhafi halda langrunninu fyrir trillukarla þeir gefa af sér þegar frammí sækir, kallinn minn. Þá ertu vel settur.
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 11:46
Framlegðin er það sem skiptir máli. Stundum gefur ekki á sjó fyrir trillukarla. Hvað segirðu við landverkendurna? "Þið getið farið heim og slappað af, það er enginn fiskur í dag".?
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2007 kl. 14:22
en fyrst þetta "...tekið ykkur sturtu eða farið í bað..."
Mér finnst það besta hugmyndin, að binda kvótann í byggðarlögum, held að þannig náist mesta réttlætið út úr þessu, svona við fyrstu sýn. Það þyrftu þó samt að vera einhverjar tryggingar til um að hann væri nýttur þar og kæmi að landi þar.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.3.2007 kl. 14:16
Ég set spurningamerki við handstýringu eða skilyrðum við kvóta. Atvinnugreinin á að vera í höndum þeirra sem skila einhverju til okkar allra. Skattar og skyldur frá greininni er meiri í dag en fyrir kvótakerfið. Sömu lögmál í þessari matvælaframleiðslu og annari, hagræðing er lausnarorðið. Vissulega er stundum sárt að sjá þróunina, en hver sagði að lífið væri auðvelt
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2007 kl. 01:04
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 218
- Frá upphafi: 946475
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 135
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Skynsamleg og óeigingjörn ákvörðun Guðlaugs Þórs
- Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.
- Óvenjudjúp lægð
- Vatnshlot og þvíumlíkt frá ESB
- NÚ ER EKKI ÍSLAND SVO RÍKT LAND????????
- Sjálfbærar fjárfestingar
- Kananum gengur bara vonum framar núna
- Schengen og vegabréfa laus ferðalög
- Ég er farin af samfélagsmiðlum
- Þvílíkt grín...
Það er rómantískt að sjá litlar en blómlegar sjávarbyggðir þar sem trillurnar og aðrir smærri bátar koma að landi færandi björg í bú. En ef við skoðum sögu útgerða fyrir kvótakerfið, þá kemur í ljós frekar döpur mynd. Trillukarlarnir voru kannski með hor í nös og í gatslitinni og óhrjálegri lopapeysu og útgerðamógúlar í stærri kantinum hlupu með skjalatöskuna, sem vel að merkja var ekki full af peningum, á milli pólitískra bankaráða og alþingismanna á Austurvelli. Þá varð pennastrikið hans Alberts heitins Guðmundssonar frægt. Bæjarútgerðir o.fl. fengu "fyrirgreiðslu".
Fyrir mig og 96,5% þjóðarinnar, sem aldrei ætlum í útgerð og fyrir alla þá sem geta hugsað sér að starfa til sjós eða vera í störfum tengdum sjávarútvegi, held ég að besta afkoman út úr þessari atvinnugrein, fyrir alla, sé að atvinnugreinin sé í höndum þeirra sem bestu ná út úr henni. Aðeins þannig geta sjávarafurðir verið sá stólpi í samfélaginu sem okkur flestum finnst að þær eigi skilið að vera.
Í stað þess að þurfa að vera með "sértækar" aðgerðir hér og þar, styrkja þessa og hina, pennastrik eins og eftir óðan leikskólakrakka, þá er greinin að skila arði. Við meigum ekki gleyma því að á því byggist þetta allt, að sem flestir skili sæmilegri framlegð. Á því byggjast kjör okkar til langframa.
En ef ekki er hægt að stunda útgerð í dag sem áður var, þá kemur náttúrulega stóriðjan sterk inn ef orkugjafar eru í þægilegri fjarlægð....... en það er önnur saga