Athugasemdir
Hljómar vel Gunnar!
Þú gleymir bara einu stóru atriði. Höftin eru ekki bundin við Ísland. Eftir mínum heimildum fara 2/3 útgjalda Evrópusambandsins í greiðslur til bænda, einnig eru tollar þar sem annars staðar.
Ef við einhliða tökum af okkar tolla og hættum ríkisafskiptum af landbúnaði er það dauða dómur fyrir íslenska bændur meðan að önnur lönd í kringum okkur viðhafa þessa vernd.
Eins hef ég bent á það áður hér á blogginu að tollar eru samningsvopn. Rétt um 1990 ef ég man rétt tóku íslendingar af svokallaðar útflutningsbætur á landbúnaðarvörum einir þjóða. Núna eru aðrir að semja sig út úr því kerfi og heimta eitthvað í staðinn.
Gerum ekki sömu mistökin tvisvar. Það gera bara vitleysingar.
Ágúst Dalkvist, 9.3.2007 kl. 17:48
Jájá ég veit að verndartollum verður ekki svipt af í einu vetfangi og kannski engin ástæða til. Aðal pointið hjá mér er að mér bara hugnast vel sú hugmynd að bændur geti selt afurðir sýnar beint til neytenda. Auðvitað verða líka einhverjar afurðasölur og sláturhús. Hitt ætti að vera verðmætara, að búféð sé aflífað við afslappaðar aðstæður, það skilar sér í gæðum kjötsins.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2007 kl. 20:19
Rétt er það Gunnar, það myndi skila sér í gæðum kjötsins, engin spurning.
Hins vegar mætti það ekki gerast í stórum mæli að bændur færu að slátra sjálfir og vinna afurðirnar. Það yrði alltof dýrt að byggja afurðarstöð á öðrum hvorum bæ og kæmi það niður á vöruverðinu. En auðvitað eiga litlu sláturhúsin að fá að þrífast innan um hin eins og trillurnar innan um togarana
Ágúst Dalkvist, 9.3.2007 kl. 22:34
Á sýningunni Tækni og Vit er einhver sem ræktar eitthvað eðal efni úr byggi, bróðir ætlar þú að rækta bygg? Ertu viss um að það væri ekki hagkvæmast að það væri fullt af litlum sláturhúsum út um allt, þá meina ég pínulitlum, bara nokkrir bændur saman með eitt. Auðvelt að hafa þau í lagi, hægt að slátra þegar þeir vilja, nóg að slátra fáum á dag. Ferska varan verður þá alltaf fersk. Það yrði auðvitað að vera þannig að það kostaði ekki morð fjár að fá leyfi ... ja hehe til að myrða fé... heldur væri aðal kostnaðurinn bara við húsið og fá úttekt á því einu sinni á ári.
Allt mjög vitrænt hjá mér í dag... "einhver að framleiða eitthvað"... og ... "kostar morð fjár að myrða fé"...
Jóhanna Fríða Dalkvist, 10.3.2007 kl. 16:33
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 209
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 127
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hátt í 400 manns?
- Umbúðir, loforð...
- Hver gerir plat-byltingu gegn sjálfum sér?
- Þá er hérna NÝJASTA SKOÐANAKÖNNUNIN á fylgi flokkana og stuðningur við ríkisstjórnina:
- Hvernig á að spara þegar hin hendin vill eyða?
- Skynsamleg og óeigingjörn ákvörðun Guðlaugs Þórs
- Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.
- Óvenjudjúp lægð
- Vatnshlot og þvíumlíkt frá ESB
- NÚ ER EKKI ÍSLAND SVO RÍKT LAND????????
Er ekki hugsanlegt að bændur þurfi bara að nýta sér einmitt sérstöðu íslenskra landbúnaðarafurða? Gæðin og hreinleikan... villibráðareiginleikana. Ég persónulega vil borga meira fyrir eðalvöru við hátíðleg tækifæri.
Ég vil að hver bóndi fyrir sig geti markaðsvætt sína afurð sjálfstætt. Eins og "minn" bóndi hefur gert gagnvart mér. Ég er aldrei svikin af lambakjötinu úr Breiðdalnum. Ef bændur standa að heimaslátrun samkvæmd reglum um hreinlæti o.þ.h. þá þyrfti landinn ekki að óttast að hinn þjóðlegi bóndi liði undir lok. Ef neytendur hér vilja hins vegar ódýrari landbúnaðarafurðir frá ESB eða Nýja Sjálandi þá á ekki að banna þeim það eða hefta slíkt með of mikilli "vernd".
Bændur! Nýtið ykkur tækifærin sem eru að opnast í hágæðaframleiðslu. Ykkur fækkar e.t.v. aðeins, en þeir sem eftir standa geta borið höfuðið hátt. Berjist fyrir sjálfstæði og innleiðið löglega heimaslátrun. Ykkar kjöt verður merkt ykkur. Hugsaðu þér Ágúst...Dúddi Bóndi...skrásett eðal vörumerki