Ferðaþjónustan til fjandans?

Oft er talað um ímynd landsins, að hún sé verðmæt og viðkvæm. Það má ekki gera þetta eða hitt sem skaðað getur ímyndina. Í því sambandi er oft minnst á náttúrurask og hvalveiðar. 

Höfuðpaurinn í verndunargeira þessara málaflokka er merkilegt nokk einn og sami  maðurinn , Árni Finnson. Ekki nóg með að hann vari okkur "vinsamlega" við því að þetta stórskaði, ekki bara náttúruna og lífríkið, heldur einnig þá hagsmuni sem í ferðaiðnaðinum liggja, heldur fer hann í krossferðir til útlanda til að útmála okkur sem umhverfissóða og að við séum að veiða hvali sem séu í útrímingarhættu.  Meira að segja var gengið svo langt að erlendum systursamtökum Náttúruverndarsamtaka Íslands, var sigað á þær bankastofnanir sem hugðust lána Landsvirkjun peninga fyrir Kárahnjúkavirkjun. Þessi systursamtök reyndu sem sagt að beyta þrýsting og hótunum til að gera Landsvirkjun erfiðara fyrir að fara í framkvæmdirnar fyrir austan. Einhversstaðar hefði þetta verið kallað landráð.

Þessar fréttir hljóta að vera Árna Finnsyni mikil vonbrigði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband