Sherlock Holmes og nafnlausa bréfið.

 

Hr. Holmes hélt á nafnlausa  bréfinu fyrir framan sig eins og hann væri að lesa það gaumgæfilega. En í raun var augnaráð hans fjarlægt og starandi. Hann hélt á pípunni með hægri hendi og munnstykkið lék um varir hans, en glóðin í hausnum var löngu kulnuð. Dr. watson var farinn að ókyrrast. Hr. Holmes hafði setið í hægindastólnum nær hreyfingalaus í 20 mínútur. Skyndilega spratt hann á fætur og sagði ákveðið. " Miðað við innihald bréfsins mætti ætla að réttlætiskennd bréfritara hafi verið stórlega misboðið og hann skrifar það af mikilli ástríðu. Það glittir meira að segja í skáldlegt ívaf í gegnum lögfræðilegt orðavalið. Bréfið á að draga upp dökka mynd af sakborningunum. En snjall maður eins og af bréfinu mætti ætla að bréfritari sé lætur sér ekki detta í hug að bréf af þessu tagi sé málsstað sakborninga til tjóns. Þannig að augljóst er að það er lykkja í þessu plotti. Af þessu er hægt að álykta að bréfið sé  samið af skósveinum sakborninganna, ef ekki af sakborningunum sjálfum. Eða er kannski tvöföld lykkja í plottinu?

Hvað heldur þú, Dr Watson?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband