Fagra Ísland slagorðið

 

Vandamálið við Fagra Ísland gagnvart alverndunarsinnum er að í því stendur ekki að "allt" sé einstakar náttúruperlur og þess vegna megi engu raska. Tilraun Samfylkingarinnar til að skapa sér sérstöðu er dæmd til að mistakast. VG heldur dauðahaldi í sína alverndunarsérstöðu og flaggar henni ótt og títt þó vissulega hafi þeir sérstöðu á fleirum sviðum. Þær sérstöður eru bara ekki eins vel fallnar til vinsælda og er því lítt áberandi. Frjálslyndir hafa aukið sína sérstöðu um helming, er orðinn tveggja mála flokkur, kvóti og innflytjendur.

Gagnvart kjósendum er Fagra Ísland engin sérstaða. Rammaáætlun um náttúruvernd er í farvegi. Samfylkingin verður víst að halda áfram sinni örvæntingafullu leit að sérstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband