Ný framboð

Ekki taka orð mín svo að ég sé á móti nýjum framboðum, ég fagna þeim. En hafa ber í huga að þegar stofnuð eru eins máls flokkar, þá eru gjarnan of ólíkar skoðanir um önnur mál til þess að þetta virki. Niðurstaðan verður pólitískt ábyrgðarleysi. Og hvað varðar umhverfismál þá er náttúruvernd skilgreiningar og smekksatriði hverju sinni. Að mínu mati má skipta umhverfisverndarfólki upp svipað og með grænmetisætur. Mig minnir að það séu til 5 flokkar grænmetisætna. Í harðasta flokknum er fólk sem borðar einungis grænmeti og þá bara þannig að viðkomandi planta lifir nýtinguna af. Svo stig mildast öfgarnar upp í "semi" grænmetisætur, fólk sem borðar kjúkling, fisk og mjólkurvörur, en megin uppistaðan þó grænmeti. Ekki bara það að fólk í svona einsmálsflokkum geti haft mismunandi áherslur í eigin málaflokki, heldur Guð hjálpi okkur þegar kemur að öðrum málefnum.

Og hvað varðar þessi nýju framboð, eins og Samfó og VG þá eru þetta auðvitað bara gömlu flokkarnir, Alþýðufl. og Aðþýðubandalag. Þegar tilvistarkreppa þeirra náði nýjum hæðum, þá var farið í einhverskonar "BOTOX" aðgerðir og sumir eru bara ekki gleggri en það að þeir þekkja þá ekki aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband