Vitstola maður skýtur úr byssu í allar áttir úr íbúð sinni.
Tveir óvopnaðir lögreglumenn fá óbreyttan borgara (lásasmið) skömmu síðar til að opna íbúðina og verða fyrir skotárás.
Þeir leita skjóls hjá óbreyttum borgurum í íbúð fyrir ofan.
Eftir um tveggja tíma umsátur og búið var að rýma stigaganginn og loka svæðinu í kringum húsið, ráðast vopnaðir sérsveitarmenn inn til mannsins og drepa hann.
Það er eitthvað verulega mikið að við þessa atburðarrás.
![]() |
Lögreglan leitaði skjóls hjá fjölskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.3.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Það eru ekki fræðingar sem geta bætt íslenzka menningu, aðeins almenningur
- Hættir Áslaug Arna?
- Fyrir hvað standa flokkarnir á GRÆNLANDI?
- Lengi getur vond Sendimennska versnað
- Stríð og sorg í Sýrlandi. Nýtt þjóðarmorð
- Karlmannatíska : Andreas Kronthaler fyrir VIVIENNE WESTWOOD haust og vetur 2025 26
- List til lækninga og umhyggju
- Kommúnistarangfærslur
- Háttatal febrúar 2025
- DÆMIGERT FYRIR "WOKE" HEILAÞVOTTINN SEM Á SÉR STAÐ Í EVRÓPU....
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Bregðast við tillögu að vopnahléi
- Helmingur starfsmanna ráðuneytisins látinn fara
- Draga báðir í land
- Trump býður Selenskí í Hvíta húsið á ný
- Grænlendingar vilja ekki fara úr öskunni í eldinn
- Láta ekki af tollum nema þeim verði sýnd virðing
- Bryndís fékk kusk í augun yfir ræðunum
- Jákvæð skref í dag: Boltinn nú hjá Rússum
- Handtekinn grunaður um manndráp á Norðursjó
- Duterte á leið fyrir dómstólinn í Haag
Fólk
- Frumsýndi glænýtt útlit á rauða dreglinum
- Eiginkona Willis tjáði sig um andlát Hackman-hjónanna
- Talin látin eftir að hafa stokkið frá borði
- Sverrir Norland með nýja plötu
- Komin með nýjan einu ári eftir skilnað
- Við erum öll bæði fyndin og feimin
- Búið spil eftir fimm mánaða hjónaband
- Streep og Short sögð vera yfir sig hrifin
- Harry og Meghan gagnrýnd fyrir gáleysi
- Ástfangin af bestu vinkonu sinni
Íþróttir
- ÍR í undanúrslit eftir jafntefli á Akureyri
- Liverpool úr leik eftir tap í vítakeppni
- Létu til sín taka á Englandi
- Sannfærandi hjá Bayern og Inter sem mætast
- Stórsigur Fjölnis í fyrsta leik
- Stólarnir mörðu Grindvíkinga í framlengingu
- Stjarnan ekki í vandræðum með botnliðið
- Norðankonur flugu í undanúrslit
- Aron ekki með á morgun
- Raphinha og Yamal skutu Barcelona áfram
Viðskipti
- Kríta sækir 4 milljarða fjármögnun
- Bandaríkjadalur gefur eftir
- Markaðir tóku dýfu vegna tollahækkana Trumps
- Um 651 milljarður fellur á ríkið
- Steypiregn á mörkuðum eftir að Trump útilokaði ekki lægð
- Heiðrún Lind kemur ný inn í stjórn Sýnar
- Alvogen lýkur við endurfjármögnun
- Starlink fær að styrkja símasambandið
- Verðhjöðnun varð í Kína í febrúar
- Brynjólfur Einar ráðinn framkvæmdastjóri fjármála
Athugasemdir
Já, þetta lítur út eins og algjört fokkupp frá upphafi til dapurs enda.
Baldvin Björgvinsson (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 13:48
Já maður hlær næstum að þessu bulli. Ok það er látið vita um skotthvelli er það ekki rétt? þá eru fyrst sendir tveir menn sem eru með piparúða og kylfu og jú einn skjöld svona just in case... Svo þegar byrjað er að skjóta á þa´þá fara þeir og banka uppá hjá nágrananum og spurja hvort þau gætu verið svo væn að lána sér byssu. þá máttu fá úlpuna mína seigir annar þeirra. Enn úps sorrý nei eigum ekki til byssu. Jæja ok heyrðu Ertu ekki til í að koma og hjóla í hann með mér ef hann kemur skjótandi hingað inn..
Vinur minn passar kærustuna þína á meðan ha? Er það ekki bara díll? ;o)
ólafur (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 15:35
Það virðist aldrei vera hægt að þóknast ykkur besservisserum. Ef sérsveitin hefði verið send fullmönnuð á staðinn og aðeins reynst vera ungling með loftbyssu, þá hefðiru vælt og kvartað yfir því líka hvurslags öfgaviðbrögð það hafi verið.
Sigurður Þór (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 15:40
Þið getið hæðst að hlutunum, sem ekki lendið í þeim. Skammist ykkar bara.
Hjörtur Herbertsson, 5.12.2013 kl. 16:03
Við erum ekki að tala um "ef og hefði".
Við vitum ekki allt um málið en það sem er ljóst er gagnrýnivert.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2013 kl. 18:08
Samála Gunnar þetta er ekki í lagi og það langt frá því!
Sigurður Haraldsson, 5.12.2013 kl. 19:25
Athugið, þeir hefðu allir getað fallið fyrir hendi byssumannsins og hvað þá?
Sigurður Haraldsson, 5.12.2013 kl. 19:26
Þetta er nú kannski líka spurning hvernig er litið á þetta:
Það heyrist skothljóð og tilkynnt, lögreglan mætir á svæðið og væntanlega reynir að ná sambandi við manninn án svars. Þá er væntanlega kallaður til lásasmiður (sem ég reyndar skil ekki hvers vegna lögregla sé ekki þjálfuð í slíku og hafði til þess gerð tól) til að opna hurðina þar sem litið var á að mögulega hefði verið framið sjálfsmorð (sem er jú tíðara en skotárás á lögreglu), þar sem ekki hefur verið svarað kalli lögreglu, skjöldurinn hafður við hendina ef eitthvað væri.
Þarna er um að ræða venjulegar löggur, ekki sérsveitarmenn. Ef eina leiðin fyrir þessa tvo lögreglumenn var að fara upp án þess að fara framhjá íbúð mannsins, auvitað gera þeir það, enda þriðja löggan skotin, sem betur fer í skjöldin. Þú heldur þó ekki að þeir fari að taka sjensinn á að fara framhjá íbúðinni??
Þeir leita skjóls, auðvitað en ekki hvað, í íbúð, enda væri stigagangurinn ekki besti staðurinn til að vera á, kæmi maðurinn fram með byssuna og þeir óvopnaðir. Komast í íbúð, og jú sumir eiga til haglabyssur og riffla, jafnvel nokkrar byssur og hefði lögregla þá getað vopnast skildi maðurinn reyna að komast inn, sem sagt varúðarstöfun, sem jámm þið væruð að væla yfir að lögregla hefði ekki notað (ef til hefðu verið) byssur sem til voru á heimilinu hefði maðurinn komist inn og tjah, skotið alla á svæðinu, heil fjölskylda og 2 lögreglumenn.
Þar sem þetta mál á sér enga hliðstæðu á Ísland, þá er þetta í raun bara ekkert skrýtið.
Svona fyrir ykkur sem halda að skot í fótinn eða hendi hefði verið "betra" (við vitum ekki einu sinni hvar skotið hæfði manninn), honum hefði jafn auðveldlega getað blætt út ef kúlan hittir í slagæð. Og ég held að málið hafi aldrei átt að vera að drepa manninn, en þegar þetta gerist á skotstundu þá er nú kannski ekki hægt að gefa sér bara góðan tíma í að miða og taka skotið enda er þetta ekkert á löngu færi.
Þetta eru menn eins og ég og þú sem eru lenda í þessum aðstæðum, hafa aldrei lent í svona aðstæðum frekar en ég og þú... ég held að ef við tveir hefðum verið þarna þetta hefði gerst svona, við hefðum hreinlega skitið á okkur.
Svo sitja menn sem hafa ekki hundsvit á því hvað gerðist nákvæmlega, og babbla eins og þetta sé ekkert mál að standa í svona löguðu og segja að vinnubrögð lögreglu séu ekki í lagi og verði að skoða... sem btw er verið að skoða af ríkissaksóknara, atburðarás, úr hvaða byssu var skotið og fleira.
Ég held að þið ættuð að bíða eftir þeim niðurstöðum áður en þið ræðið meira um þetta mál.
ViceRoy, 5.12.2013 kl. 19:47
Takk ViceRoy
Sigurður Haraldsson, 5.12.2013 kl. 20:04
Jú ok ViceRoy. þú hefur mikið til þíns máls. Ég skal bara viðurkenna það. Enn það sem mér bara finst furðulegt og líka fleirum er þetta. þarna er vitað að um vitstolamann er að ræða. Löggan margbúin í fjölda ára þurfa að hafa afskipti af honum. Nú og svo var það byssumálið í Norge.
Nei mér finns ekkert að því að úr því sem komið var skildu þeir spurja hvort þarna væri byssa. Sama hefði ég gert ef ég væri komin út í horn og með mann með byssu á eftir mér. Enn það sem ég skil ekki er þetta.
Hversvegna fara mennirnir þarna óvopnaðir. Vitandi það að þarna er um að ræða skothvelli úr íbúð brjálaðs manns? Sjálfsmorð? Nei menn vissu bara ekki neitt um hvað var í gangi og þess vegna voru þeir þó með þennan skjöld með sér sem bjargaði lifi þeirra sennilega. Lögerglan hefur komið til mín þegar ég var með partý og djöfulgang enn þeir voru ekki með neina skyldi með sér..
það sem ég á við er þetta. Menn vissu að þetta gat verið alvarlegt.. Eða ekki. þess vegna voru þeir líklega með þennan skjöld með sér.. Enn ef þú ert með skjöld viltu þá ekki vera með sverð líka? þetta er það sem ég á við. þetta er bull. ef menn telja að menn séu með hnífa eða sveðjur svo ég tali nú ekki um byssur þá mæta menn vopnaðir. Nema hvað!
ólafur (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 20:10
Aftur segi ég; það sem er nú þegar ljóst er gagnrýnivert.
Það hvarflar ekki að mér að gagnrýna þá sérsveitarmenn (eða mann) fyrir að hafa tekið í gikkinn.
Ég er að tala um stjórnun og yfirsýn á aðstæðum á vettvangi.
Það blasir einfaldlega við að hlutirnir gengu ekki fyrir sig eins og best hefði verið á kosið. Ég er líka fullviss um að rannsókn á atburðinum muni leiða það í ljós.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2013 kl. 20:16
Alveg það nákvæmlega sama og ég er að seigja. það er hvernig á því stóð að td að maðurinn fékk td að láta tugum skota rigna yfir bílaplanið í marga klukkutíma áður enn hann var gerður óskaðlegur finst mér td furðulegt. Jú þetta var hagglabyssa. Menn vissu það. Enn hann gat vel hafa verið með riffil líka. Jafnvel cal 30 06 eða e h álika.
Nú eða kannski e h mun öflugra. Ég vill minna menn á að hér er að finnast dínamít hingað og þangað reglulega. Var han kannski með slíkt? það vissi engin.
Hann fékk of langan tíma til að leggja fullt af fólki í hættu það er málið. Enn úr því sem komið var sé ég ekkert að því að skjóta manninn niður, enda fátt annað í stöðuni. Og nei það er rétt menn eru þarna í návígi og eru ekkert að reyna að "særa" manninn. það er bara skotið til að drepa og það er ekkert óeðlilegt við það. það er bara allt hitt sem manni finnst skrítið...
ólafur (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 20:31
Já þetta er bara akkúrat það sem ég er að tala um, þetta hefur ekki gerst áður... mönnum hreinlega dettur þetta ekki í hug að þetta sé að gerast svona, þegar ekki er dæmi fyrir þessu áður. Þeir fengu tilkynningu um hávaða og hvell... Það er ekki víst að þeir hafi nákvæmlega vitað hvaðan hann kom, hvaða íbúð eða hvað á þeim tíma sem þeir eru kallaðir út, hvort þetta hafi verið skothvellur eða hvað, og skjöldurinn vissulega hafður meðfæris ef skildi, ef eitthvað meira væri. Vð vitum sem sagt ekki hvort nágranni mannsins hafi tekið á móti lögreglunni til að sýna þeim hvaðan þetta kom eða hvað... var lásasmiðurinn mættur með lögreglu? Er skjöldurinn í öllum bílum og tekinn, eins og ég sagði, just in case? Við vitum nákvæmlega ekkert um þetta.
Það sem ég er að segja, menn eru of fljótir að gagnrýna málið sem varð við aðstæður sem þeir eiginlega geta ekki tjáð sig um, mál sem er ekki fordæmi fyrir og mun héðan af vera fordæmi fyrir svona mál þegar upp koma.
Bara svo ég nefni (þetta er mun stærra mál ég veit) en 1972, Munchen, tóku Palestínskir hryðjuverkamenn Ísraelska ólympíufara í gíslingu... það var ekki fordæmi fyrir því máli og það mál endaði með ósköpum! Þarna lifði að mig minnir ekki ein sála af.
Þetta varð til þess að þjálfun á counter-terrosism sveitum (sem ég kann ekki á íslensku að segja) hófst yfir höfuð, og enn eru menn að læra.
Það er rosalega auðvelt að gagnrýna svona mál, þegar mjög litlar upplýsingar liggja fyrir, og það á hlutum sem aldrei hafa gerst.
Ég vil líkja þessu við að kenna flugmanni um, sem hrapar flugvél fullri af fólki og svarti kassinn er ekki einu sinni kominn í ljós.
Þetta á allt eftir að koma í ljós og ég held að menn eigi einfaldlega að fara varlega í fullyrðingar og sakhæfingar. Ekki væri ég til í að vera maðurinn sem tók í gikkinn á byssunni sem drap manninn, og ef svo væri.... þá væri ég ekki til í að vera að lesa þetta blogg akkúrat núna.
ViceRoy, 5.12.2013 kl. 20:46
Ég sagði í athugasemd hér að ofan;
-
"Það hvarflar ekki að mér að gagnrýna þá sérsveitarmenn (eða mann) fyrir að hafa tekið í gikkinn."
-
Ég hef hvergi séð það einhvern "sakaðan" um það.
Aðdragandi og yfirstjórn er annað mál.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2013 kl. 21:19
Bara til að spyrja... hvernig hefðir þú viljað að yfirstjórn hefði hagað sér í þessu máli og hvernig hefði aðdragandi þessa máls orðið öðruvísi hefðir þú komið að málinu værir þú í lögreglunni? Bara svo ég leggi spurninguna beint á borðið?
ViceRoy, 5.12.2013 kl. 22:58
Þá spyr maður sig ef þessir alvarlega veiku einstaklingar leita sér hjálpar sjálfviljugir á bráðamóttöku áður en þeir missa tökin... en þar er þeim neitað um hjálpina á að skjóta þá strax eða hvað!. Ef heilbrigðisyfirvöld vilja ekki hjálpa alvarlega veiku fólki en vilja hreinlega losa sig við þá
Elsabet Sigurðardóttir, 6.12.2013 kl. 02:48
Vissi lögreglan t.a.m. á þeim tímapunkti sem ákvörðun var tekin um innrás í íbúðina að maðurinn var haldin geðsýki, hafði það áhrif á ákvörðunina?
Lásasmiður passar engan vegin inn í þessa atburðarás. Eftir að lögreglan hefur skipst á skotum við manninn í mesta umsátursástandi lýðveldisins og innrás ákveðin er kallaður til lásasmiður og hann látinn dunda við lásinn (í 20 mín sá ég einhverstaðar) óvarinn með öllu.
Var, eftir það sem á undan var gengið, aðalatriðið á þeim tímapunkti að valda ekki skemmdum á útidyrahurðinni á íbúðinni? Eða er ríkislögreglustjóri bara svona yfirmáta háttvís?
Það er afar mikilvægt og þá sérstaklega fyrir lögregluna að þannig sé að rannsókn svona atburðar staðið að ekki vakni spurningar um trúverðugleika niðurstöðunnar. Því miður vekur verkferlið, eins og það er í dag, eitt og sér upp þannig spurningar. Úr því þarf að bæta.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.12.2013 kl. 05:55
Hversvegna í ósköpunum er löggan ekki með svona loftbyssur með deyfilyfjum?
Svona eins og er notað á villt dýr?
Afhverju hefur fólki ekki dottið það í hug, stað þess að myrða menn?
sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 07:37
Þess má geta að 9mm byssukúlur eru sérhannaðar til að drepa, ekki særa.
Sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/9%C3%9719mm_Parabellum
Gus (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 19:58
Já, þessar kúlur eru stærri en í stærstu rifflum sem fást á Íslandi, þ.e. breidd þeirra.
9mm samsvarar 357 kaliberum en algeng stærð á rifflum sem notaðir eru á hreindýraveiðar er 243 cal og 300 cal
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2013 kl. 04:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.