Þurfti að skjóta manninn?
Hann var einn í íbúðinni og augljóslega ekki að fara neitt. Búið var að rýma nærliggjandi íbúðir og haglabyssa er ekki hættuleg á löngu færi.
Lá á að lögreglan færi í návígi við manninn?
Ég hélt að til væru einhver svæfingarmeðul (gas), hljóðsprengjur og fleira í þeim dúr sem lamar eða ruglar fólk tímabundið.
Ég er ekki að fullyrða neitt.... en maður spyr sig.
Féll fyrir skotum lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Miðað við að þessi gaur skaut í lögregluna finnst mér það nú bara vera eðlilegt að löggan hafi ekki verið að taka neina sénsa.
Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 12:57
En þeir tóku séns með því að fara í návígi.
Var ekki hægt að bíða?
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2013 kl. 13:01
Veistu eitthvað um það hvernig aðstæður voru þegar hann var drepinn? Er ekkert hægt að dæma. Ef að þessi gaur var bara eitthvað kolruglaður og morðóður eins og lítur út fyrir að vera að þá skil ég það alveg af hverju þetta fór svona.
Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 13:12
Nei, ég veit ekkert. Þess vegna segi ég
"Ég er ekki að fullyrða neitt.... en maður spyr sig."
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2013 kl. 13:21
Þeir réðust nú ekki aftur til inngöngu fyrr en hann hóf skothríðu útum glugga á íbúðinni. Það er nátturulega ekki nógu viðunandi í borg. Jafnvel þó haglabyssa sé.
P.Valdimar Guðjónsson, 2.12.2013 kl. 13:44
Mjög málum blandið og nú þurfa blaðamenn að spyrja gagnrýnna spurninga og hlífa hvergi lögregluyfirvöldum.
Nú hefur Kastljósið heilan dag til að undirbúa sig og hlýtur að gera góða hluti í kvöld. Þegar ríkislögreglustjóri mætir.
dabbi (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 13:45
vonandi skýrir lögreglan sitt mál vel og skilmerkilega....
el-Toro, 2.12.2013 kl. 13:49
Ég veit ekki betur af fréttum en að lögreglan hafi haft yfirburðastöðu allt frá upphafi, tryggði vettvanginn, flutti fólk í burtu og hefði getað skotið gasi inn í íbúðina við og við. Leyft manninum að freta út á planið og skemma nokkra lögreglubíla þess vegna. Lítið mál að fara í skjól. Þetta hefði verið mun tímafrekari aðgerð en að drepa hann með hríðskotabyssu á stuttu færi. En allavega hefði löggan með stolti geta sagt að hún hafi leyst málið án þess að skjóta manneskju.
Allavega; það sem má hafa áhyggjur af í framtíðinni er að þröskuldur fyrir vopnabeitingu muni lækka við næsta svipaða tilvik, sérstaklega ef þetta atvik verður áltið eðlilegt af hálfu almennings og þingmanna.
dabbi (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 13:59
Nú er óheppilegt að búið er að segja Jóhannesi Kr up störfum á Kastljósinu.
Þó er eðlilegt að þetta vekji up ótal spurningar.
Kristjan (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 14:48
Ég hélt satt að segja að það væri hægt að skjóta á fólk, án þess að drepa það. Til dæmis í hendur og fætur, þar sem lítil hætta væri á að drepa manninn.
Ég er sammála það þarf að skoða þetta mál vel, einnig kom fram að hann hefði látist af sárum sínum, sem bendir til að hann hafi fengið fleiri en eitt skot í sig. Svo er hann ýmist titlaður maður á fimmtugsaldri eða 22 ára, þar er himin og haf þar á milli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2013 kl. 14:50
Sammála, Ásthildur
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2013 kl. 15:07
22 ára? Ertu viss um að þú sért ekki að rugla byssumanninum saman við þann sem féll af húsþaki í Þingholtunum um helgina? Hann var 22 ára. Ég hef hvergi séð minnst á að maðurinn í Hraunbænum hafi verið 22 ára.
Sigurjón (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 15:12
Sammála þér Gunnar þetta vekur óþægilegar spurningar.
Magnús Sigurðsson, 2.12.2013 kl. 15:38
Kaninn á ord yfir atvik sem geta komid upp eda "suicide by cop" sem útlegst sem sjálfsmord med lögreglu. Thad útskýrir ýmislegt og getur ekki endad ödruvísi en illa
Brynjar Þór Guðmundsson, 2.12.2013 kl. 15:57
Sigurjón það getur vel verið biðst afsökunar á því. Það breytir engu um annað hjá mér þarna. Því miður kemur upp í hugann svona tilfelli þar sem lögreglan hefur farið offari, eins og Gas Gas og handtakan sem var eftir norrænni fyrirmynd. Sýnir bara að vegna örfárra innan lögreglunnar hefur hún beðið hnekki í vitund almennings. Það er einmitt það sem þetta snýstum tel ég.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2013 kl. 16:09
Mig langar að benda öllum, sem finnst endilega þurfa tjá sér um og/eða leggja e-h konar mat á t.d. aðstæður, aðgerðir á vettvangi o.sv.frv., að "ÁÐGÁT SKAL HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR" = allir sem tengjast á e-h hátt þessu hörmulegu máli hvort það er vopnaði maðurinn í íbúðinni, viðbragðsaðilar og/eða nánir aðstandendur o.sv.frv.
M.b.kv. Josephina
Josephina Maria PJ Maas (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 16:32
Já ég tek undir þetta með þér Jósephina, í öllum tilfellum ber okkur að hafa aðgát í nærveru sálar. En stundum verða atburðir svo stórir og hrikalegir að fólk getur ekki annað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2013 kl. 16:50
Eigum við þá að spyrja einskis, Josephina?
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2013 kl. 16:55
Hef svo sem ekki meira við þetta að bæta nema að ég er alls ekki að segja að það megi ekki spyrja spurningar heldur bara að biðja um að "aðgát verður höfð í nærveru allra sálna" sem tengjast atburðarásinni á einn eða annan hátt.
Sama hversu stór og hrikalegir atburðir eru þá má opinber umræða a.m.m. aldrei meiða eða særa þeim sem tengjast atburðinni sem um ræður en það er bara mín persónulega skoðun.
M.b.kv. Josephina
Josephina Maria PJ Maas (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 17:25
Það er ótrúlegt hvað fólk getur vitað betur eftirá.
Ég er mjög ánægður að það var víkingasveitin sem fór upp að dyrum hjá manninum en ekki "venjulegur" lögreglumaður, þar sem það fyrsta sem hann gerði var að skjóta á lögregluna. Ef það hefði ekki verið sérsveitamaður með skjöld hefði sá maður slasast mjög alvarlega, ef ekki hreinlega látist.
Hvað þá með hinn sérsveitamanninn sem var skotinn í höfuðið og bjargaðist vegna þess að hann var með hjálm. Það hefði líklega endað mjög illa fyrir þann mann ef hann hefði ekki haft útbúnað og þjálfun sérsveitarinnar.
Þar fyrir utan, þá ræðst lögreglan inn með skotvopn eftir að maðurinn er búinn að skjóta 2 lögreglumenn... hefðu þeir átt að bíða eftir að einhver dó áður en það varð ásættanlegt að reyna að taka manninn niður?
Þeir vita ekkert hvaða skotvopn hann er með þarna inni, hann gæti mjög auðveldlega hafa verið með eitthvað meira en "bara" haglabyssu. Það væri öðruvísi í ykkur hljóðið ef lögreglan hefði staðið fyrir utan með kylfur á meðan hann hefði kannski sært eða jafnvel drepið einhvern með þessum látum sínum.
Jóhann Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 17:34
Ef og sé og ef að mundi, fjórar lappir á einum hundi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2013 kl. 17:59
Sýnist um ræðan vera mjög á hóflegum nótum, auðvitað vakna spurningar, og fólk hefur þörf fyrir að tjá sig. Ég held og vonan að enginn sé að setja inn rætin innlegg, hef ekki sé það. Aftur á móti vakna upp spurningar um aðgerðirnar, og lögreglan er ekki hafin yfir gagnrýni fjarri því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2013 kl. 18:01
Aftur sammála, Ásthildur.
Þetta innlegg frá Jóhanni Gunnari er úr takti við umræðuþráðinn hér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2013 kl. 18:13
Ég skal fúslega viðurkenna að kannski var þetta óhóflegt innlegg miðað við umræðuna hérna inni, þetta var kannski meira beint að þeirru umræðu sem hefur verið almennt... þar sem fólk er að tala um að víkingasveitin sé óþörf vegna þess að hingaðtil hafi hún ekki þurft að nýta skotvopn sín og að "í gamla daga" hafi altlaf verið hægt að tala niður vopnaða menn ánþess að nýta sér sérsveitir.
Það var kannski óþarfi að hella sér svona yfir ykkur þar sem umræðan akkúrat hérna inni var nú bara alveg ágæt. ;)
En þrátt fyrir það þá finnst mér nú frekar barnalegt að koma með "Ef og sé og ef að mundi, fjórar lappir á einum hundi." þegar talað er um að maðurinn skaut á lögreglumenn... ekki bara í áttina að þeim heldur í höfuð og búk. Það er ekkert "ef ef ef" við það, þeir hefðu stórslasast ef þeir hefðu ekki haft viðeigandi útbúnað.
En ég held ég færi mig yfir í það blogg sem ég ætlaði mér að svara upprunalega og hætti að trufla þessa hóflegu umræðu ykkar ;)
Jóhann Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 19:19
Takk fyrir þetta Jóhann.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2013 kl. 19:27
Gott að sjá, kæri Gunnar, að þú spyrð nú spurninga um aðferðir lögreglunnar. Er viss um að sérsveitinn gekk ekkert illt til sl nótt, en hefði sennilega getað farið varlegar - til dæmis skotið mannin með svæfilyfi. Þótti leiðinlegt að ganga fram af þér fyrir 5 árum , einmitt með gagnrýni á lögreglumenn. -- kv. HG
Hlédís Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 20:11
Fyrir gefðu Jóhann, en þetta skrapp bara út úr mér. Hefur ekkert að gera með þennan sorglega atburð heldur innlegg þitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2013 kl. 21:59
Þessar vangaveltur þínar Gunnar eru fullkomlega eðlilegar og rökréttar. Við skulum vona að rannsókn saksóknara framkvæmd með þeim ásetningi að allur sannleikurinn verði opinberaður, en verði ekki einhver sýndarmennska, gerð til að gára yfirborðið sem minnst.
Þó margir hafi um sárt að binda eftir þessi ósköp, þá vorkenni ég mest aumingja lögreglumanninum sem skaut banaskotinu, þetta verður á hans herðum út lífið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.12.2013 kl. 22:51
Hér eru nokkrar spurningar. 1. Hvað búa margir í Hraunbæ 14, 16, 18, 22? Allir þessir stigagangar snúa að bílaplaninu og eru innan hættusvæðis haglabyssu. 2. Hversu margir íbúanna í þessum stigagöngum voru að vakna og fara í vinnu? Skilja þeir allir íslensku? Ef svæðið er skoðað á ja.is sést að ekki var hægt að rýma þessa stiganga nema að valda fólkinu stórhættu. Fjöldi fólks var því í sjálfheldu.
3.Fyrst hann var með haglabyssu, gat hann þá ekki alveg eins verið með riffil? 4. Er maður sem er búinn að margskjóta úr haglabyssu líklegur til að ruglast af hvellum eða hljóðum?
5. Lögregla hefur ekki heimild til að nota svæfingalyf og skjóta því í fólk.
6. Hvað getur maður verið lengi inni í rými sem er fullt af táragasi? Getur verið að í verklagsreglum verði að fara inn til að ná í mann sem er búinn að vera ákveðin tíma í miklum táragasreyk?
7. Er nauðsynlegt að hafa þekkingu á vinnulagi í erfiðum lögregluaðgerðum áður en maður gagnrýnir lögregluna?
Ragnar (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 12:05
Það eru útgangar bakatil og stigagangurinn var rýmdur og því ekkert mál að rýma nærliggjandi stigaganga. Íslenskukunnátta er ekki nauðsynleg til að skilja bendingar lögreglumanna undir alvæpni.
-
Erlendis sér maður svona umsátur í 1-2 daga áður en ráðist er í návígi við byssumenn.
-
Ekki var haft samband við ættingja eða aðila úr geðbattaríinu til að reyna að tala manninn til.
-
Við skulum sjá hvað kemur út úr rannsókn á þessum verkferlum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.12.2013 kl. 12:55
Ragnar, liður 2 hjá þér gefur tilefni til að ætla að lögreglan hefði þá metið hættuna svo að það þyrfti að láta RúV vita. Og fleiri fjölmiðla þess vegna. En lögreglan segir SJÁLF að hættan hafi ekki verið það mikil.
Að vera samkvæm sjálfri sér væri strax til bóta fyrir lögregluna.
dabbi (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.